Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 5
42/2000 FEYKIR5 Fjörugur fundur um samgöngumál Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson hélt opinn fund á Sauðárkróki um miðja síðustu viku. Fundurinn var vel sóttur, fjölmörg mál voru til umfjöll- unar og umræður fjörugar, en það sem kannski mátti helst út á fundinn setja að mati blaða- manns, var það að alltof mikill tími fór í að þrefa um mál sem þegar er búið að ákveða að ráð- ast í, það er jarðgöngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð, en á fundin- um kom fram gagnrýni á sveit- arstjórn Skagafjarðar fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir því að frekar yrði valin sú leið að fara inn í Fljót með jarðgöngin frekar en í Héðinsfjörð. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra flutti ítarlega framsögu á fundinum. Til að mynda varði hann nokkrum tíma til að fara yfir ferðamálin og ferðaþjónustuna, en í máli hans kom fram að ferðamönn- um til landsins hafi fjölgað að jafnaði um 10% síðustu árin og nú væri svo komið að tekjur af ferðaþjónustunni væru meiri en af stóriðjunni, og Skaga- fjörður ætti mikla möguleika á þátttöku í því að viðhalda þeirri stöðu að ferðaþjónstan yrði næst öflugasta gjaldeyrisgrein- in á eftir sjávarútvegnum. Þá sagði Sturla að nú væri að renna upp mikið framkvæmda- tímabil í vegagerð og bættum samgöngum á Norðurlandi vestra og nefndi þar veginn yfir ÞverárfjaTl, miklar vegabætur í Norðurárdal sem ráðist yrði í á næstu árum og breikkun brúa í Húnaþingi. Nýlokið væri breikkun Víðidalsárbrúar, en síðan kæmi röðin að Gljúfurá, Hnausakvísl og Siká. Hvað hafnarframkvædir snertir yrðu verulegum fjár- munum varið til Sauðárkróks og Siglufjarðar á tímabilinu 2001-2004, 150 milljónum til Sauðárkrókshafnar, 200 millj- ónum til Siglufjarðarhafnar, 17,5 milljónum til Hvamms- tangahafnar, 12 milljónum til Skagastrandarhafnar, en engar fjárveitingar væru á þessu tímabili til Blönduóshafnar og hefði hann verið gagnrýndur fyrir þá ráðstöfun. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar þakkaði ráðherra fyrir góða framsögu og sagði það koma sér á óvart hvað starfsvið ráðu- neytisins væri víðfemt. Gísla lék forvitni á að fræðast nánar um svokallaðar gestastofur sem ráðuneytið hefur styrkt, m.a. íReykholti í Borgarfirði. í svari ráðherrans kom fram að þarna væri ætlast til frum- kvæðis heimaaðila, en ráðu- neytið styrkti verkefni sem þessi með stofnframlagi og rekstrarframlagi er næmi um einu stöðugildi. Líflegar umræður urðu um ýmiss mál á fundinum. Jóhann Svavarsson hjá Rarik á Sauðár- króki færði fyrir því rök að með tilliti til möguleika á raf- orkuöflun á Norðurlandi væri Fundurinn með samgönguráðherra var vel sóttur. mjög hagkvæmt að tengja Leifur Þórarinsson í Keldudal saman Norðurland með jarð- göngum, og til væri mun hag- kvæmari lausn á tengingu Skagafjarðar og Eyjafjarðar en valin hafí verið og var þar að víkja að hugmynd sinni um jarðgöng undir Heljardalsheiði. og Hörður Ingimarsson á Sauðárkróki voru ekki á einu máli um Þverárfjallsveginn. Leifur vitnaði í reynslu Braga bónda á Þverá af veðurfari á þessum slóðurm, en Hörður sagðist þekkja þarna mjög vel til, hefði verið þarna uppi í 35 ár og kvaðst sannfærður um að Þverárfjallið yrði fært nema kannski tvo daga á ári, enda hefði starfsmönnum vegagerð- ar tekist mjög vel til með val á vegarstæðinu yfir Þverárfjallið. ^NÖKlalÍKuSr nín& Cfi iHWHJRGRHPP, ^ Vihma 8. -14. deð. fo&c (í&ppinti uiÖdkiptavinwi iiináaapaítióífuiia mdwuyidddal Þú kaupir kippu af 2 Itr. kók skrifar nafn þitt og símanúmer á strimilinn og skilur eftir við afgreiðslukassann. Síðan er dregið 8. og 15. des. og sá/sú sem dregin(n) er út fær innkaupa- körfuna endurgreidda. Sama hver upphæðin er, hún verður endurgreidd. Nöfn vinningshafa verða birt í Sjónhominu Aukavinningar: 20 kippur af 2 I. kók m, m ¦ Hörður Ingimarsson var einn þeirra er lét skoðanir sínar í ljósi við samgönguráðherra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.