Feykir


Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 4

Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 31/2001 „Maðurinn getur komið í veg fyrir hörmungar“ Tryggvi Þorbergsson á Sauðárkróki hefur sökkt sér niður í spádóma ýmissa spámanna Þeir eru margir sem lifa og hi'ærast í því að kryfja til mergj- ar kenningar spámannanna. Og þegar einhverjir stórkostleg- ir atburðir gerast reyna þeir gjaman að finna samsvömn við þessa görnlu spádóma. Það er ekki síst Nostradamus sem menn hafa rýnt í og borið spádóma hans saman við sam- tímaviðburði. Það kom því ekki á óvart að þýðandi spádóma Nostradamusar í íslensku, hafi verið leiddur fram þegar hryðjuverkin voðalegu voru unnin í Bandaríkjunum í síð- ustu viku. Blaðamaður Feykis þekkir að litlu til þessara kenninga í gegnum einn ágætan orginala á Króknum, sem hann tók viðtal við fyrir nokkrum árum. Reyndar ekki þá um þetta efni heldur um kynni hans af Bakkusi og hvemig hon- um tókst að kveðja konunginn fyrir fullt og allt á annan í jól- um 1980, eftir að hafa á sínu langa fylliríi lent í ýmsum sér- kennilegum aðstæðum. Þetta er Tryggvi Þorbergsson, sonur gamla Þorsteinssonar hagyrðings sem kenndur var við Sauðá. Og Tryggvi hefur ekki einungis numuð kennningar Nostradamusar heldur fleiri spámanna, þar á meðal Jesú Krists, og hann segir að allt beri þetta að sama brunni þegar grannt er skoðað. Nostradamus sé svartsýnisspá- maður, en mjög sjaldan er talað um að þegar hann hafði skrifað alla sína spádóma, þá kom hann þeim öllum til sonar síns, með þeim orðum að þetta sé ekki falleg framtíðarsýn, en maður- inn geti komið í veg fyrir allar þessar hörmungar ef hann vilji, en sér sýnist að þeir sem mannaforráð hafi séu öngvu betri en aðrir.” Sá sýnir sem barn Tryggvi gerir nú hlé á tali sínu um spámennina og rifjar upp atburði úr sinni eigin æsku. „Þegar ég var unglingar, var ég ákaflega næmur og sá sýnir sem enginn skildi, lenti í vand- ræðum með þetta, skildi þetta ekki sjálfur og enginn hlustaði á það sem ég var að segja. Um það leyti sem ég var að byija í bamaskóla þá hvarf þetta, en eftir sátu tilfinningar og næmni sem truflaði mig fyrst í stað en svo vandist þetta og ég finn ekkert fyrir þessu í dag, þannig lagað séð. En nokkm eftir að ég missti móður mína 1995, sem ég var til húsa hjá vegna veikina um langt skeið, fór ég á miðilsfúnd, en ég hef farið á fjóra slíka um ævina. Ég var að vonast til að móðir mín myndi koma fram, en svo brá við að allt mitt fólk vék ffá, að því er enski kven- miðillinn á fundinum sagði og spurði mig hvort ég væri næm- ur fyrir framliðnu fólki. Ég gat ekki annað en jankað því. Þá bætir hún við og segir,, ja það hlýtur nú bara að vera, vegna þess að fólkið sem hingað er komið er rnjög nálægt þér. Svo var smá hlé og hún bíður svolitla stund og þetta fólk seg- ir ekki neitt. Þá tekur einn sig út úr þessurn stóra hópi, sem í vom allir litarhættir eins og hún orðaði það og fólk af öllum trú- Sú var tíðin að þegar blaða- maður rakst á Tryggva og hann fór að segja ffá sínurri nýjustu uppgötvunum varðandi spá- dómana, þá var Feykismaður- inn fljótur að klippa á samræð- urnar enda engin leið að taka svo viðamikil mál fyrir í smá dægurspjalli, en nú gafst Tryggva sem sagt tækifæri að ræða þessi mál og kom til við- taldsins með tvær bækur undir hendinni, „Spádómamir miklu” í þýðingu Guðmundur S. Jóns- son og „Opinberun Jóhannes- ar” eftir Sigurbjöm Einarsson. „Já ég hef verið að bera sam- an Jesú Krist, Nostradamus og Edgard Casy”, sagði Tryggvi og lagði bækumar ffá sér. Samhengi á milli - Byrjaðir þú að sökkva þér niður í þessar bókmenntir þegar þú hættir að drekka? „Nei ég var byijaður áður. Já fór að lesa Nostradamus þegar fyrsta bókin kom út. Þá rak ég mig fljótlega á stærðirnar sem voru í þessum spádómum og sá að þeir bám allir að sama brunni. T.d. segir Jesú Kristur „að himnamir munu bifast” og þetta gat ég ekki skilið með nokkmm móti fyrir 30 árum, en þetta er náttúrlega skemmdin á ósonlaginu á báðum pólurn. Svo les ég þessa spádóma með hléum og fór að stúdera það sem á undan er gengið og bera það saman við bækur Casy og Nostradamusar. Undantekning- arlaust var alltaf samhengi þama á milli. Nú er það svo að mjög auð- velt er að mistúlka Nostradam- us vegna þess að hann var að skrifa sína spádóma í ferskeytl- um á dulmáli, vegna þess að rannsóknarrétturinn var á eftir honum. Fyrsta bindið hans var gefið út á þessum dulmálum 1555. Allir hafa sagt að arbrögðum. Þessi aðili sem beindi sínu tali til mín var blökkumaður. Mín túlkun á því að hann skyldi koma fram fýrir hópinn, var sú að ég met það svo að blökkumenn hafi verið mest kúgaðir í heiminum frá upphafi”, skýtur Tryggvi inn í ffásögnina. „Þessi maður sagðist eiga aðeins eitt erindi við ntig fyrir allan hópinn. Flann sagði við mig að ég hefði verið að lesa bók í gærkveldi. Ég sagði já við því, það væri rétt hjá honum. Bókin var um spásagnarlist. Hann bætti við að ég hefði ekki átt að fletta yfir blaðsíður sem þarna voru og tiltók þær. Hann bað mig að lesa þær þegar ég kæmi heim af fúndinum. Hæfileiki að þýða tákn Á þessum blaðsíðum var fróðleikur um rúnarlestur, sem eru tákn mótuð í stein. Hann til- tók það sérstaklega að það væri vegna þess að ég hefði mikla hæfileika til að ráða tákn og ég ætti að stunda það. Það var ró yfir miðlinum og hann sagði að það væri ákaflega þægilegt að sitja með mér. Þetta hefúr líka annar miðill sagt við mig. Nú er það svo að eftir að ég las þessar bækur og var búinn að fá þessa vitneskju, fór ég að hugsa um það hvort ég gæti ekki ráðið þraut sem er fyrir allt mannkyn. Þar kemur talan 666 inn sem er tákn fyrir Andkrist. Ég var svo að horfa á sjónvarp- ið eitt kvöldið, þá birtist þessi tala lóðrétt fyrir framan sjón- varpsskjáinn og truflaði mitt á- hoif. Svo ég fór ffá sjónvarpinu, skrifaði töluna nákvæmlega eins og hún kom mér fyrir sjónir þarna við sjónvarpið. Út frá því datt mér í hug að reyna að finna einhverja lausn út úr þessari tölu, sem ég hafði engan skilning á. Ég hafði ekkert út úr því svo ég tók upp bókina um spádómana miklu. Ég fletti upp á ffásögninni um töluna 666, og fór þá ekki í töluna beint, held- ur skoðaði textann mjög gaum- gæfilega sem fylgir þessari tölu, en hann er þessi: „Sá sem skiln- ing hefur, reikni tölu dýrsins, því tala manns er það. Sú tala er 666.” Ráðning tölunnar 666 Nú skulum við fyrst taka fyrir úr setningunni, sá sem skilning hefúr. Og þar er greini- lega hvorki vitnað til vits eða lærdæms, heldur sérstaklega skilningsins. Síðan er það tala manns. Hver einasti maður sem fæðist á þessari jörð fær tölu þegar hann fæðist, sem er fæð- ingardagur. Svo það er fæðing- ardagur þessa einstaklings sem leita skal að. Þá setti ég þetta upp 6 6 6 lóðrétt. Þegar maður ræður svona tölu þá getur mað- ur leyst hana upp og þá er hver tala eitt tákn, mánuður 6 ár 6 árið 56 áratugur 6 samtalan 18, sem er þá fæðingardagurinn 18. júní Nostradamus tekur marg- sinnis ffam að Andkristur sé tví- buri. Þar sem hann er i tvíbura- merkinu þá bætast talan tveir við, þá er samtalan orðin 20, sem er öldin. Prestur sem ég var að segja ffá þessari lausn, vildi meina að ártalið gæti verið 66, en þá benti ég honum á að það mætti ekki nota sömu töluna tvisvar, hver og ein er tákntala og verður aðeins notuð einu sinni sem slík og síðan er það samlagningartölumar sem hafa líka tákn. Ladin hefur ekki styrkinn Út úr þessum tölum kemur maðurinn sem er upphafsntað- ur djöfúlsskapar ffamtíðarinnar, fæddur sem sagt 18. júní 1956. Mér sýnist það ekki vera Osana bin Ladin, þar sem hann er sagður fæddur 1955, en eitt- hvað mun vera óljóst með ffegnir af hans aldri eins og Put- ins Rússlandsleiðtoga. En mér sýnist að Bin Ladin hafi ekki líkt því þann styrk sem And- kristur virðist búa yfir og því finnst mér lílegt að Nostradam- us sé að höfða til tækninnar. Það hefúr enginn mannlegur máttur þetta afl sem spámaður- inn lýsir og því má ætla að þama sé verið að höfðu til kjamorkuríkis. Mér finnst varla annað koma til greina.” - En er fall tumanna tveggja inni í spádómum Nostradamus- ar og telurðu likegt að hans spá- dómar muni koma ffam á næstu áratugum eða öld? „Það er inni í spádómunum og þar segir hann að manngerð fjöll falli í sjó ffam, og táknrænt gerðu þau það því rykið fór allt í sjóinn og þessir tumar á Man- hattan em kallaðirTvíburamir. Nostradamus segir rétt fyrir öld vatnsberans þá muni þessi ósköp ganga yfir, ef verði, og vitaskuld er vatnsberaöldin mnnin upp. Umhverfið í heim- inum í dag em lýsingar Nostradamusar í hnotskum. Hann segir huga skal að um- hverfinu þegar Etna bærir á sér og ég veit ekki betur en hún sé búin að gjósa. En nú ræðst þetta að öllu leyti af þvi hvað Banda- lagsþjóðimar gera, snýst allt um það á þessu stigi.” - Ertu stundum hræddur við þessa spádóma? „Nei aldrei. Ég var miklu hræddari við þá þegar þeir vom í fjarlægð, svo sem eins og fyr- ir 20-30 ámm”, sagði Tryggvi. Þorbergsson að endingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.