Feykir


Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 8

Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 8
19. september 2001, 31. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill ■■ ■" KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu til framtíðar Utibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Þrátt fyrir kalsamt verður var margt fólk í stóðréttum í Skagafirði um helgina, en þetta var fyrsta stóðréttarhelgin af ijórum á Norðuriandi vestra. Það er Skrapatungurétt næsta sunnudag, þá Laufskálarétt og síðast Víðidalstungurétt. Sútunarverksmiðjan Loðskinn á Sauðárkróki Fær allar gærurnar frá KS Sveitarfélagið Skagaflörður Fjárvöntun til félagsþj ónustunnar Sútunarverksmiðja Loð- skinns á Sauðárkróki hefúr tryggt hráefni, en mikið er um að slátur- leyfishafar selji gærur úr landi á þessu hausti. Mun ástæðan vera sú að sútunarmarkaðurinn í land- inu tekur ekki við miklu magni um þessar mundir og sem kunn- ugt er fór Skinnaiðnaður á Akur- eyri í gjaldþrot á dögunum. Að sögn Sigurðar Karls Bjamasonar ffamleiðslustjóra hjá Loðskinni hafa verið tryggðar allar gæmr sem til falla hjá sláturhúsi KS í haust, um 50 þúsund. „Við ætlum að fara varlega í sakimar og láta þetta duga. Það verður að taka tillit til markaðs- stöðunnar eins og hún er”, sagði Sigurðar Karl, en markaðimir eru ekki eins stórir í dag og þeir vom í eina tíð. Loðskinn er þó að selja á nokkra staði en ekki mik- ið magn á hvem, til Ítalíu, Frakk- lands, Hong Kong, Bretlands og víðar. „En okkur sýnist að þetta geti gengið ágætlega svona og ætlum að reyna að fylgja mörk- uðununt eftir”, sagði Sigurður Karl. Hjá Loðskinni starfa um þess- ar mundir um 30 manns, en það er Búnaðarbanki Islands sent rekur verksmiðjuna. Auk þess að vinna úr eigin gæmm, er verk- smiðjan einnig með verktöku í söltun og ffágang gæra ffá Sölu- félagi Austur - Húnvetninga á Blönduósi. Á fúndi sveitarstjómar Skagafjarðar á dögunum kom ffam að nokkur halli og tals- verð fjárvöntun er á nokkrum málaflokkum hjá Félagsþjón- ustu Skagafjarðar. Félagsmála- nefndin beindi þvi til byggðar- ráðs að endurskoðuð verði fjár- hagsáætlun félagsþjónustunnar og tryggt aukið framlag svo að ekki komi til verulegrar skerð- ingar á þjónustu. Ekki er langt síðan fyrirspum kom á sveitar- stjómarfúndi varðandi fjár- hagsstöðu félagsþjónustunnar og þá var að skilja á svömm formanns félagsmálanefndar að hlutirnir væru í nokkuð góðu lagi. Nú kemur i ljós að 800 þús- und vanti til bamavemdarmála í héraðinu, vegna ófyrirséðra útgjalda, þá stefnir í að 2 millj- ónir vanti vegna húsaleigubóta, vegna ófyrirséðs aukakostnað- ar, í dagvistun aldraðra vantar 200.000, vegna ofáætlaðra tekna frá ríki og til málefha fatlaðra vantar unt 4 milljónir, einkum vegna vanda er mátti sjá fyrir þegar sambýli við Gmndarstig var lagt niður án þess gert væri ráð fyrir nægjan- legri liðveislu á móti. Elínborg Hilmarsdóttir formaður félags- málaráðs sagði að útgjöld vegna kjarasamninga væru þó að litlu leyti komin ffam. Elín- borg sagði að nefndin myndi gæta vemlegs aðhalds í rekstri, m.a. með því að hagræða í heimaþjónustu og frekari lið- veislu, með það fyrir augum að ná ffam frekari spamaði er nemur hálfú til einu stöðugildi. Þá yrði ekki heimiluð til- fallandi yfirvinna nema í neyð- artilvikum, með sérstakri heimild félagsmálastjóra. Einnig stæði til að endurskoða gjaldskrá þjónustubíls og sam- ræma greiðslur fatlaðra og aldraðra fyrir aksturinn. Gísli Gunnarsson oddviti minnihlutans gagnrýndi mis- vísandi upplýsingar og ákvarð- anir félagsmálanefndar, þar sem í öðm orðinu er talað um að sprara en síðan ákveðið að ráða í hlutastöðu iðjuþjálfa. Gísli sagði að þau ráð að fá aukna peninga inn í málaflokk- inn frá sveitarfélaginu og draga ekki úr þjónustu, það væri krafa um að skuldimar hækk- uð meira en orðið er. Hreyfing á framboðs- málum við Blöndu Blönduósingar virðast vera fyrstir að taka við sér varðandi ffamboðsmál fyrir sveitar- stjórnarkosningar á næsta vori. Svæðisútvarpið greindi ffá því á dögunum að Ágúst Þór Bragason oddviti sjálfstæðis- manna og núverandi forseti bæjarstjómar Blönduóss væri til í slaginn á næsta kjörtímabili og á dögunum auglýsti síðan bæjannálafélagið Hnjúkar fúnd þar sem ffamboðamálin vom til urnræðu. Að sögn Valdimars Guð- mannssonar formanns Hnjúka kom fram á fúndinum að flest- ir þeir sem skipuðu ffamboðs- lista félagsins fyrir síðustu kosningar em tilbúnir að taka þátt að nýju. Hinsvegar er vilji fyrir því að efnt verði til skoð- anakönnunar um uppstillingu og yrði það væntanlega gert í nóvembermánuði. Valdimar sagði að stefnt væri á fund í byrjun októbemiánaðar þar sem ákveðið yrði hvemig stað- ið verði að framboðsmálum. „Við emm nokkuð brött héma og fólk virðist hafa áhuga á því að taka þátt í þessu starfi á- ffam”, sagði Valdimar. Tvö slys í Skagafirði Tvö slys urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki á laugar- dagskvöld og var um útafakstur að ræða í báðum tilfellum, en sem betur fer ekki mikil slys á fólki. Fyrra tilfellið átti sér stað um átta leytið á laugardagskvöld. Ökumaður fólksbíls er talinn hafa sofnað undir stýri með þeim af- leiðingum að bíllinn fór út af veginum og lenti út í Grófargilsá skammt ffá Varmahlíð. Ökumaður, sem var einn í bílnum, skarst nokkuð í andliti, en slapp að öðm leyti. Um 10 leytið þetta sama kvöld lenti bíll utan vegar og valt vestarlega á Vatnsskarði. Öku- maður bar við glerungi á vegi, en hann og farþegi urðu fyrir lítils háttar meiðslum. Að öðm leyti var rólegt hjá lögreglu. (CSX TOYOTA V V - tákn um gæði <@> TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! ...bílar.tiyggbagar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, támarit, ljósritun, gafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJARS SUBDBQÖTtl 1 SÍMI 4B3 59B0 BÍLASA.LAN / FORNOS BORGARFLÖT 2 • 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI «53 5200 • FAX «53 6201 • KT 670600-25«0 • VSK nr 67600 Sími 453 5200

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.