Feykir


Feykir - 19.09.2001, Page 2

Feykir - 19.09.2001, Page 2
2 FEYKIR 31/2001 Ábyrgir sveitarstjómarmenn hafa ekki efhi á þessari skoðun Hilmir spyr sveitarstjórnarfulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar tveggja spurn- inga um málefni Rafveitu Sauðárkróks og óskar eftir svari í síðasta Feyki Eg ætla ekki að hafa þetta svar langt og mun því ekki fjalla um ýmsa hluti sem Hilmir drepur á í sinni grein einsog þann grun sem „læðist og hvíslar grálcitum sögum og göróttum fullyrðingum” um málið. Slík orð og um- fjöllun fyrrum bæjarfulltiúa og forystu- manns í sveitarstjórn er sérstakt umfjöllun- arefni. Svar mitt við spurningum þínum Hilm- ir er eftirfarandi: 1. Ég vil ekki selja Rafveitu Sauðár- króks. Það er ekki mitt markmið né nokk- urs annars í sveitarstjórninni svo ég viti um. Sú stund er hinsvegar upprunnin að ég og aðrir ábyrgir sveitarstjómarmenn höfum ekki efni á þessari skoðun. 2. Fram hefúr komið að Skagafjörður skuldar 1,5 milljarða króna nú í lok júní og 2.7 milljarða ef allt er tekið með, bæði fé- lagslega íbúðakerfið, aðrar stofnanir og líf- eyrisskuldbindingar sveitarfélagsins. Heildarskuldirnar jukust um 221 milljón króna á fyrstu 6 mánuðum ársins. 3. Ég vil ekki skerða þá um margt góðu þjónustu sem sveitarfélagið er að veita Skagfirðing- um. Ég vil ekki að börnin okkar - fram- tíðin - njóti ekki bestu menntunar. Ég vil ekki skerða þá þjónustu sem við höfúm búið þeim sem minna mega sinn í okkar samfélagi. Svo mætti lengi telja. 4. Ég tel mig ekki töffamann í fjármál- um þó ég sé ágætlega menntaður á því sviði. Ég hef ekki séð, heyrt eða fundið neinn núverandi eða fyrrverandi sveitar- stjórnarmann í Skagafirði sem hefúr getað kornið með rökstudda, trúverðuga og hald- fasta tillögu eða kenningu um það hvemig glíma eigi við þennan íjárhagsvanda, nerna með sölu eigna. Vanda sem hefúr skapast á löngum tíma m.a. þegar þú sast í bæjar- stjórn Sauðárkróks Hilmir minn. Kveðja Snorri Styrkársson. „Að slátra mjólkurkúnni" í síðasta tölublaði Feykis, bar Hilmir Jóhannesson fram spurningar sem beint var til sveitarstjórnarfulltrúa. Við undir- rituð fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í veitustjórn Skagafjarðar lýsum því yfir að við erurn algerlega mótfallin því að selja Rafveitu Sauðárkróks. Þeirri að- gerð mun fylgja óbætanlegt tjón fyrir sveitarfélagið. Veitustjórn Skagafjarðar, þ.e.a.s. allir fulltrúar hennar lögðu til að sameina hita- vatns- og rafveitu í eitt fyrirtæki. Nýja fyrirtækið tæki síðan yfir hluta af skuldum sveitarfélagsins. En eins og flestum er kunnugt, þá hugn- aðist þessi ákvörðun veitustjórnar ekki ónefndum aðilum. Þeir hafa nú með ein- strengishætti og metnaðarleysi ákveðið að hrinda markmiðum sínum í fram- kvæmd. Salan á Rafveitu Sauðárkróks mun ekki breyta miklu, þessari aðgerð er hægt að líkja við það að pissa í skóinn sinn. Afleiðingarnar verða hins vegar stórar og óafturkræfar. Það breytir engu héðan af, að hugsa til þess hver staða sveitarfélagsins væri í dag, ef áætlanir fyrrum veitustjórn hefði náð fram að ganga. Það eru rúm tvö ár síðan lögð var fram skýrsla þess efnis að sameining veitnanna væri hagkvæmur kostur fyrir sveitarfélagið. Nei, málið var þvælt og tafið og skuldirnar hækka dag frá degi. Sala eigna er takmörkuð aðgerð. Þeir sem einblýna á sölu allra eigna sveitar- félagsins hafa stutta framtíðarsýn. Við sem nú höf- um umboð til að stjórna, eigum ekki að ganga svo frá hnútun- um að þeir sem á eftir okkur koma hafi lítið sem ekkert s v i g r ú m . Það á ekki alltaf að senda næstu kynslóð reikninginn fyrir þörfum okkar í dag. Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að hafa sem rnesta fjölbreytni í mannlífi og atvinnulífi. Ekki er langt síðan Sauðár- krókur gat státað af því að hafa starfandi úrsmið og skósmið. Þetta eru í sjálfu sér ekki úrslita atvinnugreinar, en óneitan- lega gott krydd í samfélagið. Sú reynsla og þekking sem býr í því að eiga Raf- veituna mun ekki verða bætt með krón- um, verði hún seld. í sveitarfélaginu eru íjölmörg fyrirtæki og félagasamtök sem njóta góðs af því að Rafveitan er enn þá á lífi. Að selja Rafveitu Sauðárkróks er „skrautQöður” sem fáir vilja næla í sig. Að lokum viljum við segja þetta: Hætt- ið við öll áform um söluna, við skulum vinna sameiginlega að því að horfa fram á við og byggja upp fyrirtæki sem mun efla og styrkja búsetu í Skagafirði. Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats. Frá afhendingu byggingarmótanna í verknámshúsi FNV. Forsvars- menn dcildarinnar eru til vinstri og Merkúrmenn til hægri. Tréiðnadeild FNV færð byggingarmót að gjöf Tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra bárust góðar gjafir í síðustu viku. Steypumót og tölvuforrit þar sem hægt er að reikna út eiúisþörf og skipuleggja uppslátt- inn. Tréiðnadeild FNV er fúllbókuð áhaustönn, 14nemendur. í tilkynningu frá Merkúr, sem var gefandinn, var sl. vor eitt ár liðið frá því Merkúr hf. tók við söluumboði fyrir PERI GmbH í Þýskalandi. Þar seni PERI er einn stærsti framleið- andi steypumóta og vinnupalla af mörgum gerðum, kom upp sú hug- mynd að færa verkmenntaskólum í landinu veglega gjöf sem gæti nýst þeim við kennslu húsasmíðanema. í framhaldinu var haft samband við þá skóla sem eru með tréiðnaðar- deild og hugmyndin rædd. Niður- staðan var sú að útbúinn var pakki fyrir skólana sem samanstendur af 11 steypumótaflekum, 3 innhomum og fylgibúnaði af TRIO gerð ffá PERI. Með þessurn mótaflekum er hægt að „slá upp” fyrir stuttum veggjum með homi og veggjateng- ingum þar sem nemendur geta gert sér grein fyrir mörgu því sem huga þarf að við mótauppslátt með kerfis- mótum. Einnig fá skólamir afhenta nýj- ustu útgáfú af ELPOS hugbúnaðin- um frá PERl, til að skipuleggja mótauppsláttinn og reikna út efnis- þörf og fleira. I hugbúnaði þessum er hægt að skrá hvað til er af mótum og fylgihlutum og hugbúnaðurinn skipuleggur svo uppsláttinn út ffá því, gerir efnislista, reiknar út steypumagn, stærð veggflata o.fl. Merkúr hf. og PERI vilja með gjöf þessari, leggja sitt af mörkum til bættrar iðnmenntunar í landinu og er það von þessara aðila að bæði hug- búnaðurinn og mótin verði gott veganesti fyrir húsasmiði ffamtíðar- innar. Milliuppgjör fyrri hluta árs sýnir slæma stöðu Á síðasta fundi byggðarráðs var birt milliuppgjör fyrir fýrri hluta þessa árs og er niðurstaðan þar ekki glæsileg. Halli er á rekstrar- og ffam- kvæmdayfirliti upp á 91,3 milljónir. Veltufjárstaðan versnar um 143,5 milljónir. Vextir, verðbætur og geng- ismunur nema 60,3 milljónum. Skuldir sveitarsjóðs aukast um tæp- ar 152 milljónir og vegna félags- legra íbúða aukast skuldirnar urn 73,7 milljónir. Heildarskuldir sveitarsjóð og allra stofnana jukust fyrri hluta ársins um 221,3 milljónir. Fjárhagsáætlun er í endurskoðun. Kökubasar 10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður í KS Varmahlíð fostudaginn 21. september nk. frá kl. 14 og meðan birgðir endast. Ferðasjóður. pEYKIR Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Hemiannsson, Sigurðui' Ágústsson og Stefán Ámason. Skrifstofa: Ægisstig 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: fevkir @, krokur. is. urnbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.