Feykir


Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 1

Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Kornskurðurinn kominn vel af stað Hjá skagfirskum kombænd- um em framundan annasamir dagar, þar sem kornskurður er byrjaður og reyndar kominn talsvert áleiðis á bæjum í Blönduhlíð og Hegranesi. Að sögn Eiriks Loftssonar jarð- ræktarráðunauts er útlit fyrir góða uppskem enda mikil gróska verið til landsins í sum- ar. Eiríkur telur að vætan und- anfarið hafi ekki valdið skaða og kornið að mestu sloppið vegna vindatíðar síðustu dægrin. Búið er að skera á Víðivöll- um í Blönduhlíð, þar sem Vaglamenn eru með akra og einnig á Kúskerpi og í Hegra- nesinu er langt komið í Keldu- dal og Ríp. Þá er komskurður byrjaður í Vindheimahólfinu, en komakrarnir eru eins og undanfarin ár langstærstir í Vallhólminum og þar er að jafhaði besta uppskeran. Ekki ligga fyrir prufúr úr uppskerunni, þær átti að taka í gær og Eiríkur Loftsson sagðist því á þessu stigi ekki geta lagt mat á það hvað uppskeran yrði að þessu sinni. Þrjár þreskivél- ar em nú í notkun hjá „Þreski”, sem er félag kombænda í Skagafirði, en reyndar hafa Langdælingar einnig verið í samvinnu í kornræktinni síð- ustu sumur. Þar vom fyrstir af stað Skriðulandsmenn og nú hafa bændur á Auðólfsstöðum og Holtastöðum bæst í hóp komræktenda á Norðvestur- landi. I Skagafirði var í sumar sáð korni i um 300 hektara og er það heldur meira en árið áður. Komræktin í Skagfirði hefur verið að aukast ár ffá ári og síð- asta sumar var uppskeran sú besta frá upphafi. Bændur reikna með að þrátt fyrir ágætt sprettusumar verði uppskeran Viðurkenningar fyrir snyrtimennsku Nýlega vom afhentar viður- kennngar fyrir snyrtilegustu hús og garða á Blönduósi. Viður- kenningamar komu í hlut eig- enda einbýlishússins að Húna- braut 8 og veitingahússins „Við árbakkann”. Byggingamefiid Blönduóss brá sér í hlutverk fegmnar- nefndar og var einhuga í vali sínu á snyrtilegasta garðinum á Blönduósi árið 2001. Á Húna- braut 8 búa hjónin Zophanías Zophaníasson og Gréta Arelíus- dóttir. Fengu þau viðurkenning- una fyrir virkilega vel hirtan, fjölskrúðugan og gróskumikinn garð. Ennfremur samþykkti nefndin að veitingahúsið „Við árbakkann” hlyti viðurkenningu fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi, þar sem tekist hefði að skapa heillegt, hlýlegt og menningarlegt umhverfi, jafnt úti sem inni. Unnið að vegaframkvæmdum í Laxárdal í haust. Gerð ÞvcrárfjalLsvegar miðar vel Þrátt fyrir talsverða úrkomu i sumar hefúr vegagerðinni yfir Þveráríjallið miðað ágætlega og em verktakamir hjá Suðurverki nokkum veg- inn á áætlun, að sögn Stefáns Reynissonar eftir- litsmanns hjá vegagerðinni. Undirbyggingu veg- arins er að stórum hluta lokið. Undanfarið hefúr Ómar Feykir Sveinsson frá Vóimel er einn vaskra vegager>armanna á fiverárfjalli. verið unnið í Þverárgilinu að vestanverðu og einnig nú undir haustið í Melrakkagilinu að aust- anverðu, en á þessum kafla milli Skíðastaða og Heijólfsstaða er vegurinn að stómm hluta færður neðar að ánni. Þá er áætlað ef tíð leyfir að byrjað verði á lagningu neðra slitlagsins. Friðgeir Kemp, sem ólst upp á Illugastöðum, er einn þeirra sem hefur fylgst vel með fram- kvæmdum, enda gjörkunnugur aðstæðum. Hann telur veginn að mörgu leyti liggja mjög vel, en jarðraskið vegna vegagerðarinnar er mikið. Frið- geir segir að efst á fjallinu, yfir svokallaðan Jám- hrygg, sem er ffaman Engjalækjar við Illugastaði, sé vegurinn sérstaklega hyggilega lagður og Frið- geir spáir þvi að þar muni hann veija sig vel og verða að öllu jöfnu fær að vetrinum. „Það væri gaman að fara þessa leið einu sinni eða tvisvar”, sagði Friðgeir sem er orðinn aldraður maður til heimilis á Sauðárkróki, eftir að hafa búið lengi í Effi-Lækjardal í Engihlíðarhreppi A.-Hún. Samkvæmt áætlun á nýr vegur yfir Þvcrárfjall milli Skíðastaða og Þverár að verða fær umferð- ar fyrir veturinn 2002-2003. Ársþing SSNV beindi því á dögunum til stjórvalda að fjárveiting- um til verksins yrði haldið áffam, þannig að veg- urinn ffá Sauðárkróki að Laxá í Refasveit verði fúllbúinn árið 2004, en meðal -annars þarf að byggja þar mikla brú og eins verður að endumýja brúna á Gönguskarðsána við Sauðárkrók. —ICTcH^ÍI! ekjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA bílaverkstæði sími: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 jfcBílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir & Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.