Feykir


Feykir - 19.09.2001, Side 7

Feykir - 19.09.2001, Side 7
31/2001 FEYKIR 7 Frá stóðréttum í Skrapatungu. Boðið til mikils stóðrekstrar í Laxárdal um helgina Um næstu helgi, laugardag og sunnudag, 22. og 23. sept- ember, gefst fólki kostur á að taka þátt í hrossasmölun og stóðréttum í Austur Húnavatns- sýslu með heimamönnum. í Skrapatungurétt, sem er norðast í Laxárdal í A-Hún, hefur verið smalað 800 - 1000 hrossum undanfarin haust. Hagsmuna- aðilar í ferðaþjónustu og bænd- ur gefa fólki kost á að taka þátt í smalamennsku og réttarstörf- um. Nú i ár verður sérlega mik- ið um að vera, kvikmyndagerð- amienn og blaðamenn frá Frakklandi mæta á staðinn. A laugardag verður hrossun- um smalað norður Laxárdal. Lagt er af stað frá Strjúgsstöð- um um kl. 9,30 og riðið í gegn- um Strjúgsskarð inn á Laxárdal, þar sem að slegist verður í för með gangnamönnum. Smalar koma að í Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal milli kl. 13 og 14 og er þar tekið hlé á hrossarekstrin- um. Bílvegur liggur alveg ífam að Kirkjuskarðsrétt, þannig að þeir sem að vilja koma á sínum einkabíl og fylgjast með hafa tök á því. Eftir stundarhlé verður rekið áfram norður í Skrapatungurétt (ca 2 tímar). Það þykir gífiur- lega spennandi að taka þátt í og fylgjast með þessum rekstri á svo stórri hrossahjörð, sem er sú stærsta á íslandi. Á laugardagskvöldinu er stóðréttardansleikur í félags- heimilinu á Blönduósi. Á sunnudag hefjast réttarstörf klukkan 10,00 og standa fram eftir degi. Að sögn Hauks Garðarsson- ar ferðamála- og markaðsfull- trúa A.-Hún. er allir boðnir vel- komnir að mæta og fylgjast með. Þeir sem að óska eftir að taka þátt í smölun fá nánari upplýsingar um það og aðra þjónustu hjá ferða- og markaðs- fúlltrúa Austur Húnavatnssýslu í símum 452-4770, 891-7863 og 851-1879. Netfang: ferdhun@isholf.is Fólk sem tekur þátt á eigin hrossum, er einnig vinsamlega beðið að láta vita. Tindastólsmenn féllu í aðra deild Það fór eins og margir óttuð- ust að úrslit leiks Tindastóls og KS á Siglufirði sl. laugar- dag myndu í sjálfu sér ekki skipta máli, þar sem ÍR-ingar væru líklegir til að klára sitt dæmi, eins og kom á daginn. ÍR vann Leiftur 3:1 og Tinda- stósmenn féllu ásamt KS-ing- um í 2. deild. Það var kuldalegt á Siglufirði á laugardaginn, hvítt niður í miðjar hlíðar, vatnslag yfir mest- öllum vellinum og meðan á leik stóð gekk á með norðanéljum, þannig að leikurinn var allnokk- urt manndómspróf fyrir leik- menn, sem þeir stóðust með sóma. Kannski sem betur fer, voru ekki mjög margir áhorfend- ur á leiknum, enda áhorf- endastallamir eitt dmllusvað eft- ir vatnsveðrið. Það vom Tindastólsmenn sem bytjuðu mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Davíð Rún- arsson eftir góða sókn. Skömmu fyrir miðjan hálfleikinn bætti síðan Davíð við öðru marki eftir að Kristmar Bjömsson vann með harðfylgi boltann í þröngri stöðu upp við markið og náði að vippa fýrir. En vamarlega vom Tindastólsmenn ekki að spila nógu yfirvegað og gerðu sig seka um að taka þar of mikla „sjensa” miðið við aðstæðumar. Þeir fengu þetta í andlitið eftir að hafa verið tæpar 10 mínútur með 2:0, en þá skomðu Siglfirðingar tvö mörk með mínútu millibili ogjöfnuðu leikinn. Rangstöðu- lykt þótti af fyrra markinu, en það seinna var afarslysalegt, en þá upplifði Gísli Sveinsson í Tindastólsmarkinu „martröð markvarðarins” þegar hann missti boltann í gegnum klofið eftir laust skot KS-ings. Tinda- stólsmenn virtust slegnir út af laginu og heimamenn komust betur inn í leikinn. 1 seinni hálfleiknum vom það hinsvegar Tindastólsmenn sem réðu ríkjum og vom óheppnir að skora ekki, sérstaklega var það í tvígang með skömmu millibili um miðjan hálfleikinn sem þeir voru aðgangsharðir. Siglfirðing- ar áttu reyndar einnig ágætar sóknir og voru nálægt því að skora í eitt skiptið. Niðurstaðan var sem sagt jafntefli í ágætum leik, sérstaklega ef tekið er mið að aðstæðum. Hjá Tindastóls- mönnum vom Jón Fannar, Hörð- ur, Petrovich, Kristmar og Davíð í betri hlutanum. Hjá Siglfirð- ingum vom Ragnar, Unnar, Bjarki og Ari ágætir. Vitaskuld er alltaf leiðinlegt að falla, en útlit er fýrir að beggja þessara liða bíði uppbygging og efhiviðurinn er fyrir hendi. Tindastólsmenn hafa t.d. eignast ágætan kjama fótboltamanna, sem byggt hefur upp í gegnum 2. flokkinn á síðustu ámm. Margir af þessum strákum vom að spila mikið í sumar og sýnt að þetta er kjaminn sem byggja verður á næstu árin og ágætis líkur á að takist að byggja upp öflugt lið, að mestu skipað heiinamönnum. En allt veltur þetta á því að strák- amir verði duglegir að æfa og ráðamenn Tindastóls standi að baki þeirra með ákveðna stefnu sem ekki verði hvikað frá. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu Subaru Legazy árg. ‘86. Nýskráður og í góðu standi. Upplýsingar gefur B. Har. í síma453 5124. Tapað - fundið! Tölvuúr fannst á reiðleið- inni sunnan við Vatnshlíðar- vatn . Upplýsingar gefur Guð- mundur í síma 452 7154. Þú sem tókst hlaupahjól fýrir utan leikskólann Glað- heirna sl. fimmtudag milli kl. 13 og 17 vinsamlega skilaðu því á sarna stað strax. Ef þú getur gefið upplýsingar um hjólið vinsamlega hafðu samband í síma 849 6697. Sími Feykis er 453 5757 Einbýllshús til sölu! Hólavegur 27. Upplýsingar í síma 453 5137, eftir kl. 18.Tilboð óskast. Nýtt Herbalife! Komin ný hraðvirkari grenningarlína ásamt gömlu góðu. Prófaðu líka súkkulaðið og nýja bragðteið. Hafðu samband og kynntu þér vöruna. Guðný sími 896 3110. Sendibílaþjónusta Heiðars Björnssonar Akranesi Tek að mér búslóðaflutninga og einnig ýmiss konar aðra léttaflutninga. Upplýsingar í síma 431 3646 og 866 7734. Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS - umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar Þeir létu fara vel um sig malbikunarmenn í sólinni á Sauðárkróki á dögunum meðan beðið var eftir einni lögninni á Skagfirðingarbrautina. Það var K.M. Malbikin á Akureyri sem lagði malbikið og þar ræður ríkjum að hálfu Margrét Stefánsdóttir frá Gilhaga.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.