Feykir


Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 3

Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 3
31/2001 FEYKIR 3 Laugardagsganga á Ingimundarhól Laugardaginn 22. september verður haldinn hér á landi svo- kallaður menningarminjadagur Evrópu. Á þessum degi er vak- in athygli á menningarminjum og sögustöðum vítt og breitt um Evrópu. Hér á landi hafa verið valdir 12 friðlýstir minjastaðir til kynningar á þessum degi á vegum Þjóðminjasafns íslands. Á Norðurlandi vestra urðu fyrir valinu svokallaðar Ingimundar- rústir við Ingimundarhól í Þver- árhreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þennan dag mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norður- lands vestra vera með leiðsögn á staðnum og svara spumingum áhugasamra. í samvinnu Þjóðminjasaíhs, Vegagerðarinnar og Landsvirkj- unar er unnið er að því að setja upp söguskilti við þjóðveginn, en rústirnar sjálfar eru í um 700-800 metra fjarlægð frá veg- inum. Kl. 13.30 inun Þórganga að rústunum og vera á staðnum til kl. 15.30. Mikilvægt er að koma vel skóaður í gönguna því leiðin er á köflum nokkuð blaut. Til þess að komast að söguskiltinu er ekið sem leið liggur í átt að Borgarvirki. Á þeirri leið er komið að brú yfir Faxalæk, en þar við brúna er skiltið. Ingimundarhóll erá nesi því sem myndast þar sem Faxa- lækur gengur í Víðidalsá. Ingi- mundarhóll er nefndur bæði í Landnámabók og í Vatnsdæla sögu. í Vatnsdælu segir: Þá mælti Ingimundur: „Sjá dalur er mjög viðivaxinn. Köllumhann Víði- dal og hér ætla eg líkast til vet- ursetu.” Þeir vom þar vetur annan og gerðu sér þar skála er nú heitir Ingimundarhóll. Þá mælti Ingimundur: „Nú mun eigi vera vistin jafnglöð sem í Noregi en eigi þarf nú að minn- ast á það, því að margir góðir drengir eru hér enn saman komnir til gamans og gleðjumst enn eftir tilföngum.” Allir tóku vel undir. Þar voru þeir um vet- urinn og höfðu leika og alls kyns gleði. Sú sögn fylgir Ingimundar- hól í Þverárhreppi að þar hafi landnámsmaðurinn Ingimund- ur gamli dvalið er hann var í landaleitan áður en hann byggði aðHofiíVatnsdal. Norðaustan undir hólnum mótar fyrir tótt- um og er lengd bæjarhólsins um 70 metrar. Byggingar eru fomlegar, skálar tveir um 20 metrar að lengd ásamt útihús- um. Þokan seinkaði göngum um einn dag Þrálát þoka og úrkomutíð setti strik í reikninginn varðandi göngur í síðustu viku. Smölun á Grímstungu- og Víðidalsmngu- heiði tafðist vegna þokunnar og náðu gangnamenn náttstað á fimmtudagskvöldi þar sem á- ætlað var að þeir yrðu kvöldi fyrr. Grimstunguheiðarmenn lágu um kyrrt í Fljótsdrögum vegna þokunnar og Víði- dalstunguheiðarmenn voru einnig um kyrrt í sínum Fella- skála á heiðinni. Leitimar framlengdust því um dag og gangna- og réttar- störfúm seinkaði heldur, en unnust samt upp á tveim síð- ustu dögunum hjá Víðdæling- um. Réttarstörfúm lauk ekki til fulls í Undirfellsrétt í Vatnsdal fyrr en á sunnudagsmogun eða degi síðar en ætlað var. Hins- vegar miðaði göngum á Auð- kúluheiði samkvæmt áætlun þar sem þokan var lítið eða ekki til baga á því leitarsvæði og náðu gangnamenn til réttar með safnið á fostudagskvöld. „Algjör hryllingur" Byggðamál báru talsvert á góma á nýafstöðnu þingi SSNV Meðal annars kom til umræðu kynning sem nýlega var gerð á borgarskipulagi Reykjavíkur til 2024, en þar er gert ráð fyrir að fjölgi um 60.000 manns á þessu tímabili. Þar af komi 30.000 manns utan af landsbyggðinni og jafn- margir íbúar Reykjavíkur verði til við „náttúruleg skilyrði” eins og það var kallað á þing- inu. Nokkrir fúlltrúar lands- hlutasamtaka voru gestir á umræddum fúndi um kynn- ingu borgarskipulagsins, og fannst þeim þessi spádómur „algjör hryllingur” svo vitnað sé til orða Smára Geirssonar Austfirðings. Sigurlaug Andrésdóttir ásamt fjórum afkomcndum sínum. Fimm ættliðir í móðurlegg I velmegunarþjóðfélaginu hefúr oft verið látið að því liggja að fólk hafi ekki lengur orð- ið tíma til að eignast böm. Samt gerist það af og til að fimm kynslóðir em í sömu fjölskyld- unni, þannig er það hjá afkomendum Sigur- laugar Andrésdóttur frá Kálfárdal, ættaða úr Bitrufirði á Ströndum, og Ágúst heitins Guð- mundssonar jámsmiðs og bónda í Kálfárdal. Þessi mynd var tekin af þeim mæðgum fyr- ir stuttu í skýmarveislunni. Þær eru frá hægri talið: Sigurlaug Andrésdóttir fædd 1909, Þor- björg Ágústsdóttir fædd 1947, Aðalheiður Reynisdóttir fædd 1964, Þorbjörg Sandra Magnúsdóttir fædd 1980 og Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir sem fæddist 19. júlí sl. *ÖII verð eru staðgreiiðsluverð Heimilistæki Frystikista 67 L Frystikista 240 L Frystikista 290 L Frystikista 330 L Frystikista 105 L Frystikista 138L Frystikista 265 L Frystikista 325 L Frystikista 410 L Frystikista 510 L - H: 58cm - B: 55 cm - D: 60 cm - H: 139 cm - B: 60 cm - D: 60 cm - H: 160 cm - B: 60 cm - D: 60 cm - H: 180 cm - B:60 cm - D. 60 cm kr. 37.900 kr. 59.900 kr. 64. kr. 67.900 kr. 32.900 kr. 39.900 kr. kr. kr. 54.900 kr. - H: 85 cm - B: 53 cm - D: 60 cm - H: 89cm - B: 60 cm - D: 60 cm - H: 89 cm - B: 95 cm - D: 60 - H: 89 cm - B: 112 - D: 60 cm - H: 89 cm - B: 134 cm - D: 60 cm - H: 89 cm - B: 162 cm - D: 60 cm

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.