Feykir


Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 5

Feykir - 19.09.2001, Blaðsíða 5
31/2001 FEYKIR 5 Það rættist úr silakeppnum Á svipuðum tíma á síðasta ári, um gagnaleytið, skrifaði Magnús H. Gíslason á Frostastöðum skemnrtilegar greinar í blaðið, um fyrstu ferð sína i Stafnsrétt. Magnús sendir blaðinu alltaf annað slagið efiii og er það jafiran góður fengur, enda Magnús lipur og skemmtilegur penni þó kominn sé vel á aldur. Þennan pistil Magnúsar um fjárhundinn Flink sendi hann blaðinu fyrir nokkru og nú er vel við hæfi að birta hann þegar réttir og fjárrag standa sem hæst. Hundurinn var hér áður fyrr ómissandi förunautur fiár- mannsins. Mun vart nokkurt sveitaheimili á landinu hafa verið svo snautt að þar væru ekki hundar, einn eða fleiri. Með breyttum búskapar- háttum má segja að þörfin fyrir fjárhunda hafi að sumu leyti minnkað. Sauðfjárbeit að vetr- arlagi er víðast hvar úr sögunni og þar með möguleikinn á því að þjálfa hundinn við daglega notkun. Enn þarf þó að smala fénu haust og vor. En það þjálfar enginn fjárhund með því að nota hann aðeins tvisvar á ári. Hér sem annars staðar er það æfingin sem gerir meist- arann. Auðvitað eru hundarnir misjafnlega af guði gerðir rétt eins og mannfólkið. Afburða- menn eru stundum kallaðir „séní”. Aftur á móti hef ég aldrei heyrt það orð notað um hund þótt hann ætti það e.t.v. engu síður skilið en afburðar- maðurinn. Og nú skal hér ofúrlítið sagt ffá einum slíkum. Eigandi hans var Jóhann Magnússon, bóndi á Mælifellsá og löngum kenndur við þann bæ. Jóhann var maður stál- greindur og landskunnur hag- yrðingur. Hann er nú látinn fyrir allmörgum árum. Fundum Jó- hanns og undirritaðs bar stundum saman og var þá margt skrafað. Birtist sumt af því í riti Kaupfélags Skagfirðinga, Glóðafeyki. Eitt sinn barst talið að húsdýrunum okkar. - Sumir kalla þau skynlausar skepnur, sagði Jóhann. - Slík ummæli bera þó aðeins vott um skynleysi þeirra, sem þannig tala. Það er langt ffá því að skepnumar séu skynlausar en auðvitað eru þær misjafnlega skynsamar, rétt eins og mannfólkið. Og úr þvi við emm nú á annað borð famir að tala um þetta þá er kannski best að eg segi þér ofúrlítið frá hundi, sem eg átti eitt sinn. Eg kallaði hann Flink. Raunar em sumar sögumar af tiltektum Flinks svo fúrðulegar, að vart er við því að búast að neinn trúi þeim. Og þó að Flinkur minn eigi það margfaldlega skilið að frá honum sé sagt þá mundi eg nú láta það vera að ekki vildi svo til að enn em ýmsir á lífi, sem geta vottað að sögumar em sannar. Flinkur var ennþá hvolpur þegar eg eignaðist hann. Það atvikaðist svo að við Indriði bróðir fengum sinn hvolpinn hvor hjá Guðmundi á Lýt- ingsstöðum og kom hann með þá báða að Hömrum. Þeir vom ólikir í háttum. Annar var ákaflega sprækur og fjörugur en hinn mjög hægfara, lallaði silalega um gólfið og virtist ekki taka effir neinu. Auðvitað vildu krakkarnir að sá íjörugri yrði eftir á Hömrum og því fékk eg hinn. Það var Flinkur. Flinkur sækir Sauðarhvrnu Eitt sinn vomm við í heiðaleit að vorinu. Við leituðumst við að gana úr þær ær, sem rúnar vom og með mörkuðu svo ekki þyrfti að þvæla þeim heim. Eina ána mína nefndi eg Sauðarhyrnu. Hún var mjög stórhymd og hringhymd. Búið var að rýja hana en lambið var ómarkað. Er rúnu ærnar runnu upp fyrir brúnina þóttist eg þekkja Sauðarhyrnu í hópnum þar sem hún bar við loft með sín stóru og sérkennilegu horn. Piltamir sem með mér vom hvöttu mig til þess að senda Flink eftir henni. Eg taldi það tilgangslaust þar sem hún var þá líka rúin eins og hinar, sem með henni vom, hún að hverfa upp af brúninni en ærin vegalengd ffá okkur og þangað upp. Eg lét Flink samt fara. Það gat aldrei sakað. Þá vora æmar komnar í hvarf. Líður nú góð stund svo að ekkert sést né heyrist til Flinks og eg býst ekki við neinum árangri af þessu ferðalagi hans. En viti menn. Birtist hann ekki skyndilega á brúninni með ána og lambið á undan sér og skilar hvomtveggja niður til okkar. Og nú má spyrja: Hvemig fór hann að því að þekkja ána? Ja, hver getur svarað þvi? Þáði ekki bílfarið Einu sinni sem oftar vorum við Flinkur sendir norður á Akureyri. Um leið og við héldum heimleiðis þurfti eg að koma við í húsi einu í bænum. Er út í Kræklingahlíðina kom tók eg eftir því að Flinkur var ekki samferða. Taldi eg víst að hann hefði ekki nennt að bíða eftir mér og trúlega farið heim í smiðju Stefáns Stefánssonar jámsmiðs. Þar Iá hann oft en eg bjó jafnan hjá Stefáni er eg var á Akureyri. Rétt í þessu mætti eg Gunnari Valdimarssyni á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem var á leið til Akureyrar í vömbíl. Bað eg hann að taka Flink með sér er hann kæmi til baka, en hann mundi vafalaust vera hjá Stefáni, og sleppa honum svo er hann kæmi niður af Öxnadalsheiðinni, úr því mundi hann skila sér. Gunnar fór svo heim til Stefáns og voru þeir Flinkur í smiðjunni. Kom þeim saman um að setja Flink í kassa og flytja hann þannig. Sem þeir em að ræða þetta taka þeir eftir því að Flinkur er ákaflega lúpulegur, leggur eyrun aftur með hausnum en bærir annars ekki á sér. Fara þeir Stefán og Gunnar nú að ná í kassann en eru þeir koma til baka er seppi hvergi sjáanlegur. Þótti nú Stefáni sýnt að hann hefði afþakkað bílfarið en kosið að komast heim á eigin spýtum. Á Akureyrar- ferðum mínum kom eg vanalega við bæði á Bakka og Kotum. Á báða þessa bæi kom Flinkur á heimleiðinni, fékk að éta en hélt svo áfram för sinni heim í Mælifellsá. Skildi hann símtalið? Eitt sinn hringdi Magnús á Vindheimum i mig og bað mig að finna sig. Jú, eg skyldi koma úteftir síðar um daginn. Eg átti von á að Flinkur yrði mér samferða eins og venjulega þegar eg fór eitthvað að heiman en gaf því annars ekki gaum fyrr en eg kom niður hjá Nautabúi. Þá tók eg eftir því að Flinkur var ekki með. Eg mundi eftir honum heima meðan á samtali okkar Magnúsar stóð og heima var hann á meðan eg var að borða. En hvem skyldi eg hitta fyrstan er eg kom að Vindheimum nema Flink? Hann hafði bara lagt af stað sundarkorni á undan mér. Hafði veður af þeim Eitt sinn fómm við Sigmar á Vindheimum fram á Mælifellsdal að svipast um eftir kindum. Auðvitað var Flinkur með. Á leiðinni fram dalinn hafði Sigmar orð á því að sér sýndist á Flinki að við myndum finna kindur. Eg gerði lítið úr því. En er við komum vestur í dalkjaftinn sáum við kindur á hábrúninni rétt vestan við Svartagilið. „Hvernig stendur á því að Flinkur sér þær ekki”, sagði Sigmar. Eg kallaði á Flink, hann var nú aldrei fyrir að láta mikið á sér bera og eg bjóst við að hann væri að snuðra einhversstaðar á eftir okkur. En þá er það seppi, sem sprettur upp rétt hjá kindunum. Hann hafði þá haft veður af þeim löngu á undan okkur, þotið upp á fjallsbrún án þess að við tækjum eftir og gætti kindanna þar. Öðru sinni bar það við að við Sigmar og Flinkur sóttum nokkrar ær vestur að Stafni í Svartárdal. Austur Kiðaskarðið runnu þær spölkom á undan okkur. Um það fengumst við ekki því við bjuggumst við að þær myndu halda sig við göturnar. En er við komum austur á Þröskuldinn í Kiðaskarðinu vom ærnar hvergi sjáanlegar. Skildum við ekkert í hvað af þeim hefði getað orðið á svo stuttum tíma sem við höfðum þær ekki í sjónmáli. Verður mér það nú fyrir að siga Flink svo tilgangslaust sem það sýndist þó vera. Hann tekur þegar strikið þráðbeint upp á fjall þótt engin sæist kindin. Og að stundarkorni liðnu kemur hann niður með allar æmar. Margar álíka sögur gæti eg sagt af Flinki mínum þótt fleiri verði þær ekki í þetta sinn. O-já, skynlausar skepnur, segja menn. Ætli það þætti nú samt ekki sæmilega skynugur maður, sem hefði gáfúmar hans Flinks? Magnús H. Gíslason. il Útivistartími bama og unglinga, frá 1. september tíl 1. maí Skagafjörður • Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á aimannafæri eftir kl. 20.00, nema í fylgd meö fullorönum, eöa á heimleið frá viöurkenndri skóla-, íþrótta- eöa æskulýössamkomu. • Unglingar, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu aö sama skapi ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimleið frá viðurkenndri skóla-. fþrótta- eöa æskulýðssamkomu. • Þrátt fyrir ákvæöin hér aö ofan, skal unglingum á aldrinum 13 til 16 ára heimilt aö vera á almannafæri til kl. 24:00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Þessi undantekningarregla skal túlkuö þannig aö unglingur fái framangreinda heimild frá og meö 1. janúar áriö sem hann veröur 14 ára. Foreldrar og umsjónarmenn barna og unglinga, eru hvattir til að fara eftir þessum tímasetningum og stuðla þannig að því að útivist barna og unglinga á Sauðárkróki sé til fyrirmyndar. Sveitarfélagið Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.