Feykir


Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 7

Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 7
33/2001 FEYKIR 7 Þorvaður Cuðniundsson flytur erindi sitt á þingi SSNV á Stað í Hrútafirði. Húnaflóa, síld á Siglufirði, eða hvað? j stefnumótunarvinnu takast menn á við þessa þætti og skilgreina svo hver með sjálfum sér hvaða þættir það em í þeirra umhverfi sem vert er að leggja áherslu á. Um leið velt- um við fyrir okkur hverjir séu helstu vaxtabroddar svæðisins í ferðamennskunni. Nefna má t.d hestaferðir, gönguferðir, raft-ferðir, stóðrétt- ir, selaskoðun, náttúmskoðun, siglingar um firði og flóa á sviði afþreyingartengdrar ferða- þjónustu. Fjölmörg fyrirtæki á Norðurlandi vestra starfa á einn eða annan hátt á þessu sviði af- þreyingar, en því miður verð ég að segja að það sem háir upp- byggingu þeirra er smæð þeirra og skortur á fagmennsku. Stíga þarf skrefið til fulls þannig að fyrirtækin verði að alvöru fyrir- tækjum sem staðið geta að markaðsstarfi og undir eðlilegri uppbyggingu. A þessu sviði sem í öðrum geirum atvinnu- lífsins þurfa menn að horfa ffam á veginn, vinna saman og gera áætlanir um framþróun fyrirtækja og uppbyggingu í takt við það umhverfi sem það er sprottið úr. Hvað með kántríbæinn? A sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, sem hefur verið mikið til umfjöllunar upp á síðkastið, þá tel ég að við getum spilað sterkan sóknarleik. Við höfúm alla burði til að bera af á þessu sviði. Hérem sögustaðir fjölmargir og kunnir, söfn af mörgum gerðurn með mismun- andi áherslum og em Vestur- farasetrið og Síldarminjasafhið dæmi um verkefni sem hafa gengið upp og náð að skapa viðkomandi stað sérstöðu. En em fleiri í deiglunni? Hvað með kántríbæinn Skagaströnd sem státar af stærstu útihátíð ársins? Söguslóð Skagfirðinga er gott verkefni sem kemur sögu þeirra og lifnaðarháttum fyrri tírna á framfæri. Það verkefni er auð- velt að mínu mati að tengja við kjördæmið allt. Við sjáum í draumsýn væntanlegt Grettis- verkefni Vestur-Húnvetninga teygja anga sína þangað sem slóðir hetjunnar Grettis lágu. Og nú er lokið við verkefni sem styrkt var af Evrópusamband- inu og bar nafnið Gaide 2000. Þar liggja heimildir í gagna- banka sem nýtast munu vel við uppbyggingu menningar- tengdrar ferðaþjónustu á Norð- urlandi vestra. Miklir möguleikar Við státum líka af skóla sem leggur áherslu á ferðaþjónustu í dreifbýli og með Hólaskóla sem miðstöð menntunar á sviði ferðaþjónustu eigum við tæki- færi á að auka menntun þeirra sem standa i ferðaþjónustu og mun það skila sé í auknum gæðum og víðsýni þeirra. Fjar- nám í ferðaþjónustu við Hóla- skóla er fagnaðarefni allra þeirra sem starfa að ferðaþjón- ustu um allt land sem og samn- ingur milli Hólaskóla og sam- gönguráðuneytisins. Það er skoðun mín að við eigum sóknarfæri í öðrum geir- um ferðaþjónustunnar, eins og heilsutengdri ferðaþjónustu, þar sem við getum notað heita vatn- ið og nokkuð milt veðurfar og húsnæöi er víða til sem hentar vel til slíkrar starfsemi. Hvata- ferðir, óvissuferðir, vetrarferða- mennska og græn ferða- mennska eru hlutir sem við eig- um mikla möguleika í haldist okkur vel á. Ferðamálasamtök Norður- lands vestra vinna nú að gerð samnings við vefsmið og er ætl- unin að koma á heilstæðum kynningarvef um kjördæmið á nokkmm tungumálum, þar sem lögð er áhersla á þá samegin- legu þætti sem þykja einkenna svæðið um leið og ferðaþjón- ustuaðilum verður boðið að eiga síðu eða tengingu við vef- inn. Samkvæmt könnun Ferða- málaráðs þá nýta um 30-40% gesta sér netið til að fá upplýs- ingar um ísland eftir að ákvörð- un hefúr verið tekin um ferð til landsins. Þessi tala hefúr hækk- að og vex enn og leit að upplýs- ingum á veraldarvefúum kemur rétt á eftir upplýsingum úr bæk- lingum og ferðahandbókum. Sífellt fleiri gestir bóka beint í gegnum netið og skipuleggja ferðina með hjálp tækninnar. Ég legg áherslu á að „netið” er eingöngu eitt af verkfæmm markaðssetningarinnar. Fjöl- margir aðrir kostir bjóðast sem einnig verða nýttir sem hingað til. Það má segja að með þess- um vef ferðamálasamtakanna sé kominn sameginlegur miðill sem ferðaþjónustuaðilar geta nýtt sér í sínu markaðskerfi. En á hvaða hátt getur SSNV komið að uppbyggingu ferða- þjónustunnar á Norðurlandi vestra? SSNV getur t.d. staðið að gerð stefnumótunar í ferðamál- um ásamt Ferðamálasamtökun- um, Iðnþróunarfélaginu og menntastofnunum. Einnig finnst mér að SSNV mætti koma á sameginlegum verkefn- um á sviði ferðaþjónustunnar sem ná að sameina krafta fólks allsstaðar í kjördæminu, verk- efni sem skapa svæðinu sýni- lega sérstöðu, sem það sárlega vantar. Stoðstofnanir gætu ver- ið FSNY Hólaskóli og Invest auk ferðamálafúlltrúa svæð- anna. Smáauglýsingar Vmislegt! Til sölu þvottavél, Kandy P 8,6. Verð kr. 7000. Upplýs- ingar gefúr B. Har. í síma 453 5124. Þrír border collie hvolpar, tveggja og hálfs mánaða, fást gefins. Uppl. í síma 451 2806. Húsnæði til leigu! Ibúð til leigu í nágrenni Sauðárkróks, tveggja herb- ergja, eldhús og bað. Upp- lýsingar í síma 453 6665. Þriggja herbergja íbúð til leigu - nálægt skóla. Leigist fljótlega. Upplýsingar í sima 453 6497 eða 849 6697. Til leigu smáíbúð fyrir einstakling eða nægjusamt par í Hlíðarhverfi Sauðárkróki. Sérinngangur, laus nú þegar. Upplýsingar í símum 453 5632 og 899 5632. Áskrifendur góðir! Munið eftir bankagíróinu fyrir áskrifargjöldunum Sími Feykis er 453 5757 Aðalfundur Félags Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum verður haldinn í Hótel Varmahlíð miðvikudagskvöldið 3. október kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Nýtt Herbalife! Komin ný hraðvirkari grenningarlína ásamt gömlu góðu. Prófaðu líka súkkulaðið og nýja bragðteið. Haföu samband og kynntu þér vöruna. Guðný sími 896 3110. Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS - umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar Heilbrigðisstofnunin Sauóárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku á stofnuninni í október: 1/10-5/10 8/10- 12/10 15/10- 19/10 Hrafnkell Óskarsson Vilhjálmur Andrésson Sigurður Albertsson 22/10 - 26/10 Júlíus Gestsson 29/10-2/11 Skurðlæknir Kvensjúkdómalæknir Skurðlæknir Bæklunarlæknir Olafur R. Ingimarsson Skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4000.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.