Feykir


Feykir - 03.10.2001, Side 8

Feykir - 03.10.2001, Side 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 3. október 2001,33. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsælasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands _______í forystu til framtfðar ' • Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Starfsfólk Leiðbeiningamiðstöðvarinnar: Efri röð frá vinstri: Vésteinn Vésteinsson, Árni Gunn- arsson, Fjóla Viktorsdóttir, Gígja Sigurðardóttir og Stefanía Birna Jónsdóttir. Neðri röð: Eyþór Einarsson, Kristján Eymundsson og Eiríkur Loftsson. Á myndina vantar Brynju Ingimundard. Leiðbeiningamiðstöðin tekin Ný brú á Svartá við Steinárbæina Nú fyrir helgina hófúst fram- kvæmdir við byggingu nýrrar brúar á Svartá við Steinárbæina í Svartárdal. Gamla járnbrúin, sem er rúmlega 100 ára gömul og búin er að þjóna sínu hlut- verki í dalnum síðan 1963, var þá fjarlægð. Þessa dagana er verið að undirúa að setja stál- bitabrú með timbui'gólfi í henn- ar stað. Áformað er að þvi verki verði lokið fyrir veturinn, en það er Steypustöð Blönduóss sem hefúr umsjón með verkinu. Katrin Grímsdóttir húsfreyja á Steiná segir að gamla brúin hafi verið orðin bam síns tíma fyrir talsverðu og ekki þjónað þeirri umferð sem er heim til þeirra þriggja fjölskyldna sem búa á Steiná. Brúin hafi verið þröng og þannig t.d. skólabíllinn ekki komist heim, einungis einn fóðurbílstjóri hafi orðið treyst sér yfir hana, og mjólkurbíllinn ekki eftir að skipt var um bíl á síðasta ári, sem var alvarlegasta málið. Þá hafi þurft að selflytja áburðinn heim á bæina þar sem flutningsbílamir komust ekki yfir brúna. Nýja brúin verður því gífúrleg samgöngubót. Gamla brúin, sem er rúmir 36 metrar að lengd, var áður en hún var flutt fram í Svartárdal- inn, yfir Blöndu niður við Blönduós og byggð 1897. Kom- ið hefúr til tals að brúin verði notuð sem göngubrú af fráveitu- mannvirkunum norðan Blöndu milli bæjarhlutanna, en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. til starfa í Gömlu Gránu Hvammstangi Bygging íþróttahúss að fara af stað að nýju Nú um mánaðamótin hóf göngu sína nýtt fyrirtæki á Sauð- árkróki sem tekur við þeini starf- semi sem Búnaðarsamband Skagafjarðar annaðist áður. Leið- beiningamiðstöðin ehf. heitir það og er með bækistöð í Gömlu Gránu, kaupfélagshúsinu í Gamla bænum, sem hefúr fengið verulega andlytslyflingu bæði innra sem ytra, og er þar ágætis skrifstofúrými. Nýja félagið sem stoínað hefúr verið um leiðbein- ingaþjónustuna er að 40% í eigu Búnaðarsambandsins sem leggur til bifreiðir og innanstokksmuni, 40% í eigu Kaupfélags Skagfirð- inga og að minnsta kosti 20% í eigu bænda. Hlutafé er fimm milljónir króna. Eins og greint hefúr verið frá í Feyki var kosið um þessa leið á síðasta vori þegar sýnt var að ekki yrði hjá því komist að koma starfseminni í annað rekstrarform vegna rekstrarerfiðleika Búnað- arsambandsins. Hlaut hún yfir- gnæfandi stuðning bænda. Ef á- hugi bænda reynist umfram 20% á eignaraðild í félaginu, mun hlutur hinna beggja lækka að sama skapi, en um beint peninga- framlag er að ræða ffá KS auk þess sem félagið leggur til ffia húsaleigu í Gránu fyrsta árið og síðan mjög hóflega leigu úr því, eða um 500 krónur á fermetra miðað við verðlag í dag. Að sögn Áma Gunnarssonar framkvæmdastjóra Leiðbein- ingamiðstöðvarinnar var öllum starfsmönnum Búnaðarsam- bandsins gefinn kostur á starfi. Verður starfsemi með svipuðu sniði og áður, en einnig bætist við landsverkefúi „tölvuvæðing sveitanna” og væntanlega fleiri verkefhi er koma til með að efla starfsemina og treysta rekstrar- gmndvöllinn til ffamtíðar. Leið- beiningamiðstöðin mun annast gerð námsefúis fyrir töluverkefn- ið og skipuleggja hvar kennslan fer ffam, en kennt verður út um allt land. Eiríkur Loffsson jarðræktar- ráðunautur verður faglegur ráðu- nautur hjá LM, en stjómarfor- maður er Jóhann Már Jóhanns- son í Keflavík. Aðrir í stjóm em Þórarinn Leifsson Keldudal, Rögnvaldur Olafsson Flugumýr- arhvammi, Agnar Gunnarsson Miklabæ og Ámi Gunnarsson. Sverrir Magnússon í Effa- Ási stjómarformaður Búnaðarsam- bands Skagafjarðar er ánægður nteð hvemig úr hefúr ræst með leiðbeiningastarfsemina. „Eg tel að bændur sem stunda búskap hér í héraði og hafa notið leið- beiningaþjónustu, muni sjá sér hag í því að styðja hana áffam til góðra verka, m.a. með því að eiga þama hlut. Þetta er eitt með öðm leið til að skagfirskir bænd- ur sýni það að í héraðinu sé stundaður öflugur landbúnaður. Kannski hugsa líka einhveijir bændur þannig að það sé styrkur af því að þeir ráði sjálfir yfir þessari þjónustu í stað þess að henni sé stjómað t.d. ffá Hvann- eyri eða Akureyri”, segir Sverrir, sem er bjartsýnn á að leiðbein- ingaþjónustan verði áffam stað- sett í Skagafirði og unnt verði að efla hana ffekar. Nýtt símanúmer í Gránu hjá LM er 455 7100. Þessa dagana eru að hefjast að nýju ffamkvæmdir við bygg- ingu íþróttahúss á Hvamms- tanga, en náðst hefúr samkomu- lag við arkitekta sundlaugarinn- ar Ormarr Guðmundsson og Ömólf Hall sem hótuðu lög- banni á íþróttahúsbygginguna, sökum þess að arkitektamir töldu að það hús sem verktak- amir Tveir smiðir völdu, hentaði ekki útliti sundlaugarinnar sem íþrótthúsið byggist við. Niður- staðan var sú að Tveir smiðir breyttu um hús og verður byggt hús með rislega þaki eins og sundlaugin, í stað þess bogalaga húss sem uppmnalegur verk- samningur gerði ráð fyrir. Gengið var ffá samkomulagi þessu varðandi og lausir endar hnýttir í Reykjavík sl. mánudag. Þegar Feykir hafði samband við Guðmund Hauk Sigurðsson oddvita Húnaþings vestra sagð- ist hann vera ánægður með að þetta mál væri leyst og fram- kvæmdir gætu haldið áffam. Guðmundur sagði ljóst að vem- legar breytingar yrðu á afhend- ingartíma, en hann átti að vera nú í nóvember en verður trúlega ekki fyrr en undir vorið. Þá er sýnt að einhver kostnaðarauki hlýst af þessu, þar sent að sá kostnaður sem lagt hefúr verið í vegna fyrri samnings verður vart endurkræfúr og einnig er reikn- að með að kostnaðarsamara verði fyrir verktakann að reisa húsið að vetrinum en að sumr- inu. Það er því ljóst að nýtt í- þróttahús á Hvammstanga mun ekki nýtast við kennslu í skóln- um á þessum vetri eins og fast- lega var reiknað með þegar byggingin var boðin út á síðasta ári. ...bílar, tiyg^ngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tómarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNJARS SUÐTJBGÖTU 1 SfM! 453 6950 BÍLASALAN / FORNOjS BORGARFLÖT 2 • 550 SAUÐÁRKRÓKUR SiMI 453 5200 • FAX 453 6201 • KT. 670600-2540 • VSK nr. 67609 Sími 453 5200

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.