Feykir


Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 11/2002 Glæsileg vél bætist í safnið hjá Simma Fyrir nokkru fékk Sigmar Jóhannsson í Lindabæ sem Skagfirðingar þekkja betur sem Simma í Sólheimum afhenta dráttarvél sem verið hafði um tíma í meðferð á bílaverkstæði KS og vakið talsverða athygli þeirra mörgu sem þar eiga leið um. Véliner 11 hestöfl af gerðinni Dauts árgerð 1954. Vélina fékk Simmi fyrir nokkrum árum vestur á Hvammstanga og eftir að hún fékk smá lagfæringar á verkstæðinu og var að endingu sprautuð lítur hún út eins og ný og gekk eins og klukka á heimleiðinni. Eins og mörgum er kunnugt hefur Simmi lengi haft áhuga fyrir-gömlum og fágætum dráttarvélum og eftir að þau hjón hættu búskap fyrir tveimur árum hefur hann hert talsvert róðurinn í véla- söfnuninni. Á hann nú orðið þrjár garnlar vélar í toppstandi og nokkrar sem bíða viðgerðar. En það er að sjálfsögðu ekki nóg að gera vélamar finar þær þurfa hús og það byggði Sigrnar sl. sumar og verður eflaust ekki langt í að þar verði komið myndarlegt safn gamalla traktora sem þóttu mikil bylting í landbúnaðinum á sínum tíma um það leiti sem vélar voru almenn að koma í héraðið uppúr 1950. Þegar Gunnar á bílaverkstæðinu hafi afhent Sigmari vélina var haldið til Bjama Har. til að fá olíu áður en ekið var í sveitina og þá rifjaðist það upp að faðir hans Haraldur Júlíusson kaupniaður var umboðsmaður Hamars innflytjanda Dauts- vélanna í mörg ár og seldi hann Skagfirðingum margar Dautsvélar á árunum milli 1950 og 70. Þeir voru glaðlegir Sigmar og Bjarni Haraldar, þegar sá síðarnefndi var að fylla á tankinn á Dautsinum. „ Þegar menn koma á svona fágætum farkosti er ekki mikið þó þeir fá ókeypis olíu svona í uppbót á 30 ára viðskipti “sagði Bjarni. Mynd Örn. „Samsæriskenningar” og „dæmisögur” Enginn vafi er á því hver er mest um- talaðisti maðurinn í Skagafirði í dag og hefur verið mörg undanfarin ár. Það er Þórólfur Gíslason framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem fyrir viku, þriðjudaginn 19. mars hélt upp á fímmtíu ára afmæli sitt, í hópi samstarfsfélaga og vina. Þórólfur er mjög umdeildur maður og margt hefur honum verið ætlað á undan- fomum árum, sem ritari þessa pistils hef- ur gjamar líkt við „samsæriskenningar” og ekki lagt mikinn trúnað á. Það er sagt að Þórólfur standi á bak við þetta og hitt, og hvað sem þvi líður þá lítur vissulega margt út í dag sem að vald kaupfélags- stjórans í samfélaginu sé mikið. En það vill oft gleymast með umdeilda menn eins og Þórólf, að minnast þess sem vel er gert. Það er enginn vafi á þvi að á þeim umbrotatímum sem verið hafa und- anfarið, þar sem ýmiss starfsemi á lands- byggðinni; ekki síst kaupfélögin; hafa átt undir högg að sækja, að þá skiptir máli hver heldur um stjómvölinn í burðarfyrir- tækjum samfélagsins, eins og Kaupfélag Skagfirðinga er vissulega í Skagafirði. Það er margt sem bendir til þess að Þórólfur Gíslason sé rnikill stjórnandi og hann hefur sýnt frumkvæði í því að styrkja þá atvinnustarfsemi sem fyrir er og að byggja upp nýja á undanfömum árum. Má þar nefha stuðning KS við mjólkur- ffamleiðendur við kaup á kvóta og starf- semi Elements og Fjárvaka. Þá á Þórólfur kannski meiri þátt í því en rnargan gmnar að opinberar stofhanir vom fluttar á Suð- árkrók, íbúðalánasjóður og Byggðastofh- un. Kaupfélögin og afurðastöðvarnar um allt land hafa gengið í gegnum mikið um- rót á síðustu árum, og sum þeirra hafa verið háeffuð, og afurðastöðvamar sam- einaðar öðmrn með því miður hræðileg- um afleiðingum, eins og dæmin sanna. Það eru ekki mörg ár síðan menn furð- uðu sig á því hvers vegna Kaupfélag Skagfirðinga leitaði ekki eftir samvinnu við aðrar afhrðastöðvar. Sérstaklega þótti mönnum tímabært að leita eftir sarnein- ingu með slátrun og úrvinnslu á kjöti, enda hefur kaupfélagið þurft að greiða með þeirri deild rekstursins um árabil. En stjórnendur KS með kaupfélags- stjóra í broddi fylkingar vildu fara sér hægt í þessum málum á meðan stjómend- ur annarra félaga, sem þó sum hver áttu sláturhús sem skiluðu ennþá tugum millj- óna í sameiginlegan rekstur, héldu að þeir væru að rnissa af lestinni og fóru inn í þessar vafasömu sameiningar, eins og t.d. Goðadæmið sannar. Og tmlega er enginn sem ásakar forráðamenn KS fyrir heiguls- hátt í dag og ennþá er beðið átekta hvem- ig þróunin verður í mjólkurvinnslunni í nágrenninu. Það er oft talað um það hvað Kaupfé- lag Skagfirðinga sé óheppilega stóreining í héraðinu. Vissulega væri betra ef hér væm fleiri stór fyrirtæki álíka og kaupfé- lagið, en hinsvegar hlýtur það að vera styrkur samfélagsins að hafa jafnöflugt fyrirtæki og KS. Skagafjörður og Suður- Þigeyjarsýsla hafa oft verið nefnd sem sambærileg svæði, enda margt líkt með þeim og íbúafjöldinn svipaður. Það velk- ist enginn í vafa um það hvort þessara svæða stendur nú sterkar eftir að Kaupfé- lag Þingeyinga fór í þrot. Það er vinsælt að segja dæmisögur. Það hafa stundum verið sagðar sögur af mönnum sem em að byggja upp íyrirtæki og leitað hafa til fjárfesta á suðursvæðinu, þar sem peningamir eru sagðir til. Jú pen- ingaeigendum leist vel á starfsemina, en þegar þeir heyrðu Sauðárkrók nefndan; jú þar er víst mjög sterkt kaupfélag. Nei, þá treystum við okkur ekki í dæmið. Spum- ingin er hvort að það hefði hljómað eitt- hvað betur eða þótt eftirsóknarverðara, já Húsavík!. Jú það líst okkur betur á, því þar er kaupfélagið ekki lengur til. Les passíu- sálmana á Mælifelli Passíusálmar Hallgríms Péturssonar ver>a lesnir frá uppafi til enda í Mælifells- kirkju á föstudaginn langa frá klukkan eitt eftir hádegi og 1/k- ur lestrinum væntanlega um klukkan 20. fia> er séra Olafur fiór Hallgrímsson sóknarprest- ur sem annast lesturinn, en fla> sama ger>i hann í kirkjunni á sóustu páskum, flá í fyrsta sinn. Ólafur sag>i í samtali vi> Feyki a> hann vilji hvetja sem flesta til a> lesa pássíusálmana e>a hl$>a á fiá á föstunni, flví fla> sé andleg sálubót. Fólk getur komi> og fari> eins og fla> vill, en örstutt hlé ver>a á firiggja sálma fresti. Feykir kemur næst út 10. apríl Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstig 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hennannsson. Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.