Feykir


Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 3
11/2002 FEYKIR3 Fjölmenni fagnaði Þórólfi fimmtugum Mikið flölmenni kom í af- mælisveislu Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki þegar hann hélt uppá fimmtíu ára afinæli sitt þriðjudagskvöld- ið 19 mars. Þórólfur og kona hans Andrea Dögg Bjömsdóttir slóu upp mikilli veislu í félags- heimilinu Ljósheimum i tilefni þessara tímamóta. Þangað mætti fjöldi manns bæði úr hér- aði og einnig mátti sjá mörg kunnugleg andlit af höfuðborg- arsvæðinu m.a. fjóra ráðherra úr ríkisstjórninni og háttsetta embættismenn. Meðal gesta var Davíð Oddsson forsætisráðherra og á- varpaði hann afmælisbarnið. Sagði Davíð einkenni Þórólfs að vinna verk sín í hljóði og hann gerði ekki tilkall til met- orða eða viðurkenninga. Davíð sagði að eflaust gerðu margir Skagfirðingar sér ekki grein fyrir því hveiju hann hefði á- orkað fyrir samfélagið, en það væri mikils virði fyrir jafh stórt fyrirtæki á héraðsvísu og kaup- félagið væri að hafa við stjóm- völinn jafn snjallan mann. Segja má að Þórólfur hafi verið áberandi í íslensku við- skiptalíf síðan hann tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá KS 1988. Auk þess að stýra kaupfé- m -... M w \krji Davíð Oddson og frú renndu norður í afmælið hér eru Dav- íð og Astríður ásamt gestgjöfunum Andreu og Þórólfi. laginu og vera stjómarformað- ur Fiskiðjunnar Skagfirðings hefur hann setið í stjóm Osta og smjörsölunnar í Reykjavík og bankaráði Búnaðarbanka ís- lands og einnig starfað í nefnd- um og starfshópum á vegum hins opinbera. Fjölmargir samheijar og vin- ir ávörpuðu afmælisbamið og konu hans í veislunni og þökk- uðu samstarf á liðnum árum. Einnig farsæla stjóm Kaupfé- lagsins sem hann tók við á erf- iðleika tímum. Þá var nefnt að Þórólfur hefur haft mikinn á- huga fyrir atvinnumálum hér- aðsins ekki síst eflingu land- búnaðarframleiðslu. Talsvert var um söngatriði í veislunni, Álftagerðisbræður sungu við undirleik Stefáns Gíslasonar og einnig Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Kefla- vík við undirleik Sólveigar Ein- arsdóttur, en veislustjóri var Pétur Pétursson einn Álftagerð- isbróðir. ÖÞ/ÞÁ. Mikið fjölmenni mætti til veislunnar hjá kaupfélagsstjóra- hjónunum, talið yfir þrjú hundruð manns, þar á meðal mörg kunnuglcg andlit af höfuðborgarsvæðinu, m.a. fjórir ráðherrar. Myndir Örn. HEIMILISLÍNA B Ú N A Ð A R B AN KAN S „ Frá og með deginum í dag þurfum við ekki að borga dráttarvexti “ FtÁÐGJÖF OG ÁÆTLANAGERÐ r GREIÐSLUJÖFNUN GREIÐSLUÞJÓNUSTA Útgjöldum ársins er dreift í jafnar mánaðargreiðslur - reikningamir greiddir á réttum tíma Áunninn lánsréttur með reglubundnum spamaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru ljármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð 14 HEIMILISLÍ NAN EINFALDAR FJÁRMÁLIN - Heildarlausn á fjármálum einstaklinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.