Feykir


Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 8
Sterkur auglýsingamiðill Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 27. mars 2002, 11. tölublað, 20. árgangur. Anna Karlotta Einarsdóttir höfundur sigurlagsins „Ekki meir“, sem Seep river hooks fluttu. Enn sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna „Þetta var gjörsamlega æð- islegt. Við komum þama bara til að vera með og bjuggumst ekkert við miklu. En lagið gerði sig virkilega vel og kraft- urinn í þvi var meiri en maður bjóst við. Ég held að það hafi gert útslagið. Það bjuggust greinilega allir við rólegu lagi eftir byijuninni að dæma, en síðan poppaðist þetta upp hjá okkur og endaði í dúndurkrafti þannig að maður fann hvemig salurinn kom með og þetta heppnaðist virkilega vel”, seg- ir Éva Karlótta Einarsdóttir ffá Siglufirði nemandi Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni ffamhaldsskólanna sem fram fór í Reykjavík um helgina. Eva Karlotta fetaði þama í fót- spor Sverris Bergmanns Magn- ússonar frá FNV sem vann keppnina í hitteðfyrra. Élytjendurnir kalla sig „Seep river hook” og lagið „Ekki meir” er eftir Evu Karlottu og einnig textinn. Að- spurð segist hún bara vera sjálf- lærð í músíkinni, lærði einung- is svolítið á píanó í tónlistar- skólanum á Siglufirði í „gamla daga.” Systir hennar Ragna Dís söng einnig með og Björg Páls- dóttir frá Blönduósi lék með á gítar. Þær stöllur vom kampa- kátar á mánudag á heimleið að sunnan, þegar blaðamaður Feykis náði sambandi við gemsa Evu Karlottu. „Þetta var æðisleg keppni, margt flottra laga, og stemning- in var gífúrleg. Það fylgdi okk- ur til dæmis heilmikill hópur suður, sjálfsagt um hundrað manns. Én nú er það bara skól- inn sem tekur við og svo reynir maður að gera eitthvað meira í sambandi við tónlistina”, segir Eva Karlotta, en þegar er á- kveðið að hún verði meðal söngvara f Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks í vor, syngur eitt af tíu lögum í keppninni. KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstn ávöxtun í áratug! Landsbanki / Íslands / i í forystu til framtíðar Útibúið á Sauðórkróki - S: 453 5353 , RHA kannar áhrif sameiningar svcitarfélaga Fylgi við sameininguna minnkar Sameiningin yrði felld í tveimur gömlu hreppanna í Skagfirði yrði kosið í dag, Seyluhreppi og Lýtingsstaða- hreppi, en langmesta ánægjan með sameininguna er i Skarðs- lireppi nánast algjör, en þar var andstaðan einna mest á sínum tíma, en núna er hún mest af sveitahreppunum í Seyluhreppi, þar sem hún var minnst á sínum tíma, en er nú tæplega 60%. Al- mennt er að sjá að fylgi við sameininguna hafi minnkað, samkvæmt könnun sem Rann- sóknarstofnun Ffáskólans á Ak- ureyri gerði um áhrif samein- ingar í sjö sveitarfélögum á landinu, þar á meðal Skagafirði. í þessari könnun kom í ljós að efnahagur sveitarfélaganna batnaði ekki við sameininguna, en hinsvegar jókst þjónustan. Samkvæmt könnun meðal íbúa í Skagafirði eiga þeir verra með að hafa áhrif á gang mála sem fjær búa Sauðárkróki, þar sem miðstöð valdsins og stjóm- sýslunnar er staðsett og það er einnig mat þessara ibúa að að- gengi þeirra að fulltrúunum hafi versnað, enda hefúr kjöm- um fúlltrúum fækkað mjög vemlega. Vísbendingar em um að á- hugi á sveitarstjórnarmálunum sé eitthvað rýrari í jaðarbyggð- unum. Raunar em undantekn- ingar á þessu. Ekki er því ótví- rætt að fólk á þeim svæðum, sem teljast hér til jaðarbyggða sé með öllu áhugalaust um mál- efni sveitarfélagsins líkt og dæmi eru um í öðmm samein- uðum sveitarfélögum. Félagsþjónusta hefúr aukist effir sameininguna, t.d. með því að þjónustustig varð sambæri- legt við það sem var á Sauðár- króki fyrir sameininguna, auk fjölgunar starfsmanna, dagvist- unar fyrir aldraða og forvamar- starfsemi. Ekki virðast þó upp- lýsingar um þetta hafa náð eyr- um íbúanna. Skólar hafa ekki verið lagð- ir niður nema fyrir frumkvæði íbúanna. Því kemur óánægja í könnuninni nokkuð á óvart. Án þess að dómur íbúanna á jaðar- svæðunum yfir skólunum sé á neinn hátt véfengdur fer ekki hjá því að neikvæð umræða um skólamál á þeim tíma sem rann- sókn þessi var í gangi kunni að hafa valdið þar nokkm um. Ekki leikur vafi á að erfitt hefúr reynst að halda uppi sama þjónustustigi í öllum hverfúm sveitarfélagsins. Þarf það kannski ekki að koma á óvart þar sem fámennustu hverfin em jafnffamt lengst frá miðstöð stjómsýslunnar. Breytingar í stjómsýslu urðu mestar fyrir íbúa smáhreppanna, sem fengu að glíma við stærra og flóknara kerfi en áður þekktist. Nýtt fólk í efstu sætum H-listans Valgarður Hilmarsson nú- verandi oddviti Engihlíðar- hrepps, sem sameinast hefúr Blönduósi, skipar efsta sæti á H-lista vinstri manna og ó- háðra við sveitarstjómar- kosningamar í sveitarfélag- inu í vor. Ný manneskja er einnig í öðm sætinu, Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjón, núverandi bæjarfúlltrúi A- listans sem lenti í öðm sæti í skoðanakönnun hjá Hnjúk- um og ákvað að vera ekki á- fram á þeim lista, en hefúr sem sagt gengið til liðs við H-listann. Hjördís Blöndal er eini þriggja núverandi bæjarfúll- tiúa H-listans sem er ofarlega á lista, hún er í þriðja sætinu, en hinir tveir em í öftustu sætunum, sem gjaman eru kölluð heiðurssæti. Að öðm leyti er H-listinn þannig skipaður. 4. Guð- mundur Ingþórsson verktaki, 5. Hulda Bima Frímanns- dóttir sjúkraliði, 6. Jón Krist- ófer Sigmarsson tamninga- maður, 7. Anna Margrét Jónsdóttir héraðsráðunautur, 8. Eva Hmnd Pétursdóttir verkakona, 9. Sigríður Helga Sigurðardóttir leiðbeinandi, 10. Bjöm Guðsteinsson bóndi, 11. Ingiríður Ásta Þór- isdóttir póstmaður. 12. Páll Ingþór Kristinsson húsvörð- ur. 13. Gestur Þórarinsson verktaki. 14. Pétur AmarPét- ursson framkvæmdastjóri. Landsmót LH 2002 Prinsessan staðfestir Staðfest hefúr verið að Anna Elizabeth Alice Louise Breta- prinsessa verði heiðursgestur á Landsmótí hestamanna í Skagafirði í sumar ásamt Herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta íslands. Þau á- samt fylgdarliði munu dvelja tvo daga í Skagafirði og fylgjast með há- punktum mótsins ásamt því að taka þátt í hópreið hestamannafélaga sem er ómissandi þáttur hvers Lands- móts. Nærvera þeirra á mótsstað er mikill heiður fyrir hestamenn. Forsvarsmenn landsmótsins fagna sérstaklega komu Önnu Breta- prinsessu og telja þetta undirstrika hversu mikill áhugi er fyrir íslenska hestinum og menningu tengda hon- um á erlendri gmnd. -»T ...bflar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tómarit, jjósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 4B3 59B0 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.