Feykir


Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 11/2002 Hagyrðingaþáttur 335 Heilir og sælir lesendur góðir. Undanfarið hafa sparnaðartillögur verið ræddar á Landsspítala háskóla- sjúkrahúsi. Spara átti í fyrstu 800 millj- ónir sem síðan hefur lækkað í 400 milljónir vegna þess hversu sameining- in er sögð vera dýr. Burtfloginn Skag- firðingur sem er vel kunnur þessum málum yrkir svo. Niður þið skuluð nú skeraða. Af skynsemi verðið að beraða. En alþjóð hún veit að ég er úr sveit og get ekki hætt að geraða. Þegar ráðherraskiptin urðu á dögun- um var þess getið að tveir af þeim væru nú hálfhorskir, og tveir aðrir náskyldir Norðmönnum. Afþví tilefni orti Skag- firðingurinn. Á pólitík okkur við pirrum og pínulítið er skrítið að það sem að flúðum við fyrrum fáum við nú fyrir lítið. Þá heyrum við næst af hugleiðing- um Einars Sigtryggssonar á Sauðár- króki. Seðlabankans háu höll hefur þjóðin kostað öll. Rafinagnsknúin tölvutröll tölta þar um víðan völl. Innan veggja eru þar æviráðnir loddarar. Hagffæðinga -höfðingjar harðir vaxta okrarar. Gjaldþrot blasa víða við vaxtaokur spillir frið. Alvarlegt er ástandið allt í molum hagkerfið. Verðbólgan nú virðist há valt er gengi krónan lá. Atvinnuleysi allir sjá eymd og kreppu kallar á. Óstjóm verður öllum dýr út á landi fólkið flýr. Haftastefnan skörp og skýr skynsemin í mörgum rýr. Alheimskreppu allir spá örlög þjóða flestir sjá. Vekur kvíða veröld flá valdaklíkur horfúm á. í 331. þættinum birtist eftirfarandi vísa eftir Sigmund á Vestari - Hóli. Má nú hafa af mörgu brúk minn er auður slíkur. Sigga vantar sauða kúk sá er ekki ríkur. Hef ég nú fengið þær skýringar á til- urð þessarar vísu að maður að nafni Sigurður Friðriksson á Siglufirði hafi farið til Sigmundar og falast eftir skít vegna gróðursetningar á trjáplöntum. Um för þessa yrkir Sigurður svo. Þar fagmennsku og fræðslu nýt um flest er snertir gróður, því bæði um kúa- og kindaskit karlinn vel er fróður. Seinna mun ég selja tré og segja ffá í blaði, að vel mitt hefúr vaxið fé af völdu sauða taði. Á baksíðu Feykis sem kom út 23. janúar sl. var grein þar sem kvartað var yfir því hvað Skagfirðingar væru að verða linir í getnaði. Um þau skelfilegu tíðindi yrkir Sigurður svo. Þeir kræfir voru kvennamenn kunnir af sínum brestum, ríðu mikið og ríða enn reyndar bara hestum. Hundstík heldur Sigurður á búi sínu og er skylda að hafa hana tryggða. Nú i vetur hækkuðu þær tryggingar tals- vert og voni aðalrök tryggingarfélags- ins að vegna hryðjuverkanna 11. sept. yrði að hækka gjaldið. Að fengnum þeim upplýsingum orti Sigurður. Fast nú mína kreistir kverk krónur í sjóði renna, því að heimsins hryðjuverk hundinum er að kenna. Það mun hafa verið Hafsteinn Stef- ánsson á Selfossi sem orti svo eitt sinn í tíð núverandi ríkisstjómar. Davíðs stjóm má virða veika vonlausa til stórra bóta. j háttvísi og heiðarleika hefur glatað öllum kvóta. Mannkærleikur Dóra dró og drengsskapur í leikinn. Kálar fólki í Kosovó með Klinton býsna hreykinn. Ein vísa kemur hér enn eftir Haf- stein. Sæt er soðin ýsa satt er það. Er þetta ekki vísa eða hvað? Hafsteinn dvaldi um árabil í Vest- mannaeyjum. Vom þeir vel kunnugir hann og Brynjólfur Einarsson báta- smiður þar í bæ. Þessi mun vera eftir Brynjólf. Það held ég að fleiri finni fyrir því en bara ég, að glerbrotin á gangstéttinni geta verið hættuleg. Þakka vel fyrir efni sem borist hef- ur þættinum og bið reyndar um meira af svo góðu. Áð lokum þessi vorþrá Einars Kolbeinssonar í Bólstaðarhlíð. Sunna skrýði fjöllin ffíð, foldin síðan hlýni. Unna tíðum bijóstin blíð birta á hlíðar skíni. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum t Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum, fæddist á Mola- stöðum í Fljótum 16. apríl 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, 8. desember 2001. Foreldrar hennar voru, Jóhannes Friðbjamarson, bóndi og kennari í Fljótum, f. 22. júlí 1874, d. 4. ágúst 1964 og kona hans, Kristrún Jónsdóttir, f. 6. janúar 1881, d. 1. mars 1964. Sigríður giftist Jóni Arngríms- syni, f. 8. febrúar 1901, d. 8. nóvember 1942. Þau eignuðust fimm böm, sem em: Sigurður, f. 18. mars 1929, d. 8. september 1986, aðstoðaryf- irlögregluþjónn á Selfossi, Haukur, f. 16. júlí 1932, fyrr- verandi vélgæslumaður við Skeiðsfossvirkjun, Rimasíðu 25 c Akureyri, Ríkharður, f. 4. febrnar 1935, bóndi á Brúna- stöðum, Ástrún, f. 20. mars 1938, d. 1. apríl 1994, verslun- armaður og iðnrekandi í Reykjavík og Danmörku og Jóna Ólafía, f. 3. apríl 1942, húsffeyja og skólaliði, Birkimel 11 Varmahlíð. Soninn, Svein Einald, f. 29. ágúst 1945, átti Sigríður með sambýlismanni sínum, Áma Sæmundssyni. Það var vor í lofti í íslensku þjóðlífi árið 1908. Fyrstaung- mennafélagið var stofúað á Ak- ureyri í ársbyrjun 1906 og Ung- mennafélag íslands ári síðar. Kaupfélögunum óx fiskur um hrygg með hveiju árinu sem leið og Samband íslenskra sam- vinnufélaga var stofnað 1902, og svo mætti lengi telja. Þjóðin var farin að horfa til fullveldis, sem varð að veruleika árið 1918. Inn í þetta samfélag fæddist Sigríður Jóhannesdóttir og bróðir hennar Ólafúr Jó- hannesson, síðar prófessor við Háskóla íslands, þingmaður og forsætisráðherra. Þau systkinin munu snemma hafa farið að finna til og taka þátt í stormum sinnar tíðar svo sem títt var um börn og unglinga á þessum tíma. Blær vors og gróanda fór um þjóðlífið og unga fólkið horfði ekki síður en nú björtum augum til framtíðarinnar, ákveðið í því að vinna ættjörð sinni og af- komendum svo mikið gagn sem þeim væri mögulegt. Ölafúr nam lögfræði, flutti til Reykjavíkur og vann landi sínu og þjóð að mikilli elju og trúmennsku til síðasta dags, en Sigríðar varð bóndi og hús- freyja og vann öll sín störf af mikilli prýði og myndarskap. Ung giftist hún Jóni Amgríms- syni og bjuggu þau mest af sín- um stutta búskap á Brúnastöð- um en Jón varð skammlífúr, lést árið 1942 sama árið og yngsta barnið þeirra fæddist. Það var skírt við kistu föður síns og hlaut nafnið Jóna Ólafía. Ekkjan unga lét ekki hug- fallast en tókst á við erfiðleik- ana með æðruleysi sem henni var svo eðlilegt og sigraðist á þeim með aðstoð sinna góðu bama. Hún bjó búi sínu áffam á Brúnastöðum og þar ólust öll börnin upp sex að tölu. Árið 1945 tók Sigríður upp sambúð með Árna Sæmunds- syni og eignaðist með honum soninn Svein Einald, sama ár. Árið 1965 fluttust þau þijú til Sauðárkróks og byggðu sér hús á Hólmagrund 16, þar sem þau undu vel við hlið, vina og góðra - granna. Árni andaðist 7. júni árið 1980. Eftir það hélt Sigríð- ur heimili á Hólmagrundinni með syni sínum Sveini á meðan kraflar leyföu. Honum unni hún mjög og hugsaði til hans fýrst og síðast. Mörg bamabörn hennar dvöldu hjá henni á Hólmagrundinni og höföu þar skjól, meðan þau stunduðu nám í Fjölbrautarskólanum eða voru við störf á Sauðárkróki. Þar undu þau vel hag sínum og þakka nú innilega fýrir hjálpina og samfýlgdina. Þeim er löngu ljóst að það voru forréttindi að fá að búa hjá ömmu sinni. Sigríður fór ekki varhluta af sorginni. Hún missti mann sinn ung eins og fýrr er getið og síð- an tvö börn sín þau Sigurð og Ástrúnu, bæði á besta aldri. I raunum þessum sýndi hún fá- dæma þrek og dugnað, sem vakti athygli allra sem til þekktu. Sigríður var að eðlisfari hlédræg og kunni því best að vinna verk sín í kyrrþey. Hún var föst fýrir, réttsýn og sann- gjöm í allri umfjöllun um menn og málefni, trú og trygg. Hag- sýn var hún og fór vel með allt, sem henni var trúað fýrir. Hún var listræn og ljóðelsk, vann mikið í höndum og las talsvert, bæði bundið og óbund- ið mál. Virkan þátt tók Sigríður í starfi kvenfélagsins í Fljótum og var heiðursfélagi þess. Henni var æskusveitin mjög kær og út í Fljót fór hún svo oft sem hún gat því við komið. Þar rifjaði hún upp minningarnar frá æsku- og búskaparárum og þar leið henni best á meðal afkom- enda, ættingja og vina. Til kirkju á Knappstöðum kom hún hvert sumar, síðustu árin, á meðan heilsan leyföi. Þar hitti hún frændur og vini og sá sveitina sína í sumarskrúða. Dagar þessir voru henni mjög kærir. Hún var barn vorsins og gróandans. Sigríður var jarðsungin frá Barðskirkju í Fljótum, 15. des- ember s.l. Þar kaus hún að hvíla á meðal forfeðranna. Blessuð sé minning tengdamóður minnar, hetjunnar Sigríðar Jóhannes- dóttur. Sigtryggur Jón Björnsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.