Feykir


Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 4

Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 11/2002 „Galdra - Loftur höfðar virkilega til mín“ Spjallað við Stefán Sturlu Sigurjónsson leikstjóra að Sæluvikustykkinu „Þegar haft var samband við mig rétt fyrir áramótin og ég beðinn að leikstýra Sæluvikustykkinu í ár, þá lagði ég áherslu á að leik- hópurinn tæki sér fyrir hendur metnaðarfullt verk, helst klassísk íslenskt verk. Ég leikstýrði hér fyrir þrem árum og fannst að hópurinn hlyti að vera í stakk bú- inn að takast á við eitthvað meira en farsa núna og varð því mjög á- nægður þegar ég ffegnaði að Galdra-Loftur hefði orðið fyrir valinu. Fyrir utan að þetta er magnað verk, þá á einkanlega vel við að sýna skagfirskt sögusvið þegar frumsýnt verður í endur- gerðu leikhúsi, nýju menningar- húsi í vor”, segir Stefán Sturla Siguijónsson leikstjóri en æfing- ar eru nýhaínar á Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks. Þeir eru margir sem kannast við þjóðsöguna af Galdra-Lofti og hafa heyrt af þeim viðburði í Hólaskóla sem sú saga spannst af. Verk Jóhanns Sigur- jónssonar er þó af öðrum toga en þjóð- sagan. Stefán Sturla lýsir því sem mik- illi dramatík, átakamiklu með tveimur ástarþríhyrningum og mjög sterkri per- sónusköpun. í aðalhlutverkum eru Styrmir Gíslason sem leikur sjálfan Galdra-Loft og Sigurlaug Vordísi Ey- steinsdóttur verður í hlutverki Steinunn- ar. En nánar verður fjallað um sýning- una sjálfa þegar nær líður Sæluvikunni. Fékk ungur bakteríuna Leikstjórinn Stefán Sturla Siguijóns- son er Sauðkrækingum og Skagfirðin- um ekki ókunnur og á rætur hingað. Hann segist hafa fengið leiklistarbakter- íuna ungur, en 11 ára garnall samdi hann leikrit ásamt bekkjarfélaga sínum í Bamaskólanum á Hellu, og var leikrit- ið sýnt á stóraífnæli skólans þann vetur. Stefán dvaldi á Sauðárkróki á seinni hluta áttunda áratugarins og fór um það leyti í búfræðinám á Hvanneyri. Þar lék hann eitt helsta hlutverkið í skólaleikrit- inu, en fyrsta alvöruleiksýningin sem hann segist hafa tekið þátt í var hjá Leikfélagi Sauðárkróks 1979, „Týnda teskeiðin”, eftir Kjartan Ragnarsson, sem svo vel tókst til með að leikfélaginu var boðið með sýninguna til Finnlands. „Þama lék ég með þessum höfðing- um: Hauki heitnum Þorsteinssyni, Steina Hannesar, Jóni Ormari, Elsu Jónsdóttur og fleirum”, segir Stefán Sturla þegar hann minnist þessa tíma. „Það þætti kannski tíðindum sæta í dag að 1. maí var búið að ákveða þrett- ándu sýninguna á Hofsósi. Ég brá mér til Reykjavíkur þama tveim dögurn áður og var meðal annars ætlunin að kaupa bíl í túrnum. Ég kom við hjá skólafé- laga mínum í Borgarfirðinum, sem rak þá tamningastöð á Hvítárbakka. Maður var ekki að stressa sig á hlutunum og þegar komið var í borgina varð fyrir val- inu, Zitroen bíll sem ég keypti. Félagi minn átti ömmu í Reykjavík sem hann vildi endilega líta til. Hann var búinn að vera mig við að amma sín gæti verið uppátektarsöm, þannig að það kom mér svo sem ekki beinlínis á óvart, að þeg- ar ég birtist þá nefndi hún nafnið mitt, „ert þú Stefán?” spurði hún. Égjátti því og þá sagði hún að til sín hefði komið gamall maður í dag með þessu nafni og hefði endilega viljað ná sambandi við mig. Það passaði við lýsinguna að þetta hafði verið afi minn, Stefán Jónsson ffá Nautabúi í Skagafirði, seinna á Kirkju- Lcikhópur LS sem æfir Galdra - Loft fyrir Sæluvikuna. Stefán Sturla Sigurjónsson, hefur áður leikstýrt hjá Leikfélagi Sauðárkróks, „Ástin sigrar“ 1999. bæ á Rangárvöllum þar sem hann rækt- aði Kirkjubæjarhrossin. Mér fannst það ekki nema góðs viti að gamli maðurinn hafði birst konunni, en hvað um það að þegar við vöknuðum morguninn eftir og ætluðum norður á bílnum, þá var allt í baklás, og við þurftum að byija á þvi að fá aðstoð lögreglu til að kornast inn i bílinn og síðan þurfti að hreinsa spjöld- in úr hverri hurð og færa stangirnar í rétta stöðu. Svo varð allt svart Þegar við komum i Borgarfjörðinn, á Hvítárbakka, um hádegisbilið, þá lágu fyrir mér skilaboð um að hafa samband við mömmu norður í Skagafjörð. Skila- boðin voru á þá leið að sýningunni sem upphaflega átti að vera klukkan níu um kvöldið hafði verið flýtt til tvö um dag- inn. Það hafði bara ekki náðst í mig all- an daginn áður, þegar við vorum í út- reiðartúmum og svo í bílakaupunum í borginni. Ég bað mömmu í guðs almátt- ugs bænurn að fá þá til að seinka sýn- ingunni vel á þriðja tímann á Hofsósi, því ég yrði aldrei kominn fyrir þann tíma. Ég ók því greitt á Zitroenbílnum norður og allt gekk að óskum þar til ég var alveg að koma á Hofsós, að þá hélt ég allt í einu á stýrinu í höndunum, allt laust og ég klossbremsaði með báðum fótum; stíftir. Það varð allt svart, en sem betur fer lenti bíllinn ekki ofan á mér. Ég raknaði við mér þar sem ég skreidd- ist upp á veginn og fékk far með bíl inn á Hofsós, ansi illa útlítandi, allur blóð- ugur í ffaman, nteð annað eyrað í hengl- um þegar ég birtist þeim í búningaher- berginu. Fólkinu leist ekkert á mig, en ég sagði að það væri ekki við annað komandi en harka sig í sýninguna. Það voru tínd nokkur glerbrot úr andlitinu á mér og ég síðan drifin í ger- við. Við hörkuðum sýninguna af, sem þegar hafði dregist nokkuð á langinn, og þegar hún var afstaðin var farið með mig í snatri á sjúkrahúsið á Króknum. Þeir voru á annan tíma að tína glerbrot- in úr bakinu á mér og ég var farinn að dökkna víða, hafði marist talsvert í ó- happinu, en slapp þó fúrðanlega vel, enda bíllinn gjörónýtur. Ég er ekki í vafa um að þarna hafi einhver verið með mér og hef síðan haft óbilandi trú á því að í Skagfirði séu bæði álfar og huldufólk og galdramenn upp um öll fjöll. Þannig að Galdra-Lofl- ur höföar virkilega til mín”, segir Stef- án Sturla Siguijónsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.