Feykir


Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 27.03.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Tillaga að aðalskipuíagi fvrir Skagafíörð Jarðgöng úr Hjalta- dal yfír í Hörgárdal Það var mikill fögnuður í frjálsíþróttaliði UMSS með ákvörðun stjórnar UMFÍ að halda landsmótið 2004 á Króknum, enda þýðir það frjálsíþróttavöll sem lengi er búið að berjast fyrir. Liðið kom saman til veislu á Stóru-Ökrum bernskuheimili Gísla Sigurðssonar þjálfara. Landsmót UMFÍ á Krókinn Á fundi sveitarstjóma Skaga- fjarðar, Húnaþings vestra og þéttbýlisstaða i Húnavatnssýslu fyrir um 10 dögum var brugðið upp korti af Skagafirði sem fylg- ir tillögu að aðalskipulagi fyrir héraðið. Inn í skipulagið em nú komin jarðgöng frá Hjaltadal yfir í Hörgárdal í Eyjafirði, allt að 20 km. löng eftir því hve of- arlega í landi þau em grafin. Um skipulagstillöguna er íjallað um þessar mundir í nefndum og ráð- um Sveitarfélagsins Skagafjarð- ar ásamt því að kynna þessar hugmyndir um jarðgangnaleið- ina Húnvetningum, Akureyr- ingum og Eyfirðingum. Það sem býr að baki þessari hugmynderað vegalengdin milli Akureyrar og Sauðárkróks stytt- ist um 40% í tíma og að Skaga- fjörður og jafnvel Húnavatms- sýslur yrðu bakland Eyjafjarðar. Eflaust myndi það styrkja mjög þær tillögur sem nú eru uppi í byggðamálum, að Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið verði mót- vægi við höfuðborgarsvæðið. Jón Gauti Jónsson sveitar- stjóri Skagafjarðar vék að þess- um hugmyndum á fyrrgreindum fundi á dögunum og færði áður- nefnd rök þessu máli til fram- dráttar, einnig það að þessi að- gerð yrði stór áfangi í styttingu leiðar milli Akureyrar og Eyja- ljarðar. í máli Stefáns Guð- mundssonar fulltrúa í sveitar- stjóm Skagafjarðar og fyrrver- andi alþingismanns kom fram að ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika myndu þær án efa einnig koma Húnvetningum til góða, væntanlega festa í sessi vegleiðina um héraðið, svo sem í gegnum Blönduós, og einnig styrkja svæöið í heild í atvinnu- legu tilliti með Þveráríjallsvegin- um. Stefán sagði engan vafa á því að lögð yrði áhersla á stytt- ingu leiðar milli Akureyrar og Reykjavíkur í framtíðinni og spumingin hvernig heimamenn kæmu að stefnumótun í því efni. Þá er einnig ljóst að tilkoma þessara jarðgangna myndi styrkja mjög áform um iðnaðar- kosti bæði við Dysnes í Eyja- firði og Kolkuós í Skagafirði, og skapa mikla möguleika á auk- inni samvinnu Skagfirðinga og Eyfirðinga. En þess má geta að það em nú orðin ein þijú ár síð- an sveitarstjóm Skagafjarðar fundaði með bæjarstjórn Akur- eyrar og Akureyringar eiga heimboð til Skagafjarðar, sem þeim hefur ekki unnist tími til að sinna ennþá. Þetta kom einmitt fram í óformlegu spjalli á fyrr- greindum fundi á Sauðárkróki nýlega. Akureyringar og Eyfirðingar hafa að undanfömu lagt áherslu ájarðgöng undir Vaðlaheiði með tengingutil austurs. Forsvarsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gera sér ljóst að forsendan fyrir því að áform um jörðgöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal verði að veruleika, er sú að Eyfirðing- ar „kaupi” þessa hugmynd með því að setja jarðgangnaleiðina inn á sitt skipulag einnig. Reyndar mun þessi jarðgangna- leið hafa verið einn af þeim kostum sem Vegagerðin hefúr skoðað varðandi styttingu leiðar milli Akureyrar og Reykjavíkur. Margir Skagfirðingar urðu feiknaglaðir sl. föstudag þegar fregnir spurðust út af stjómar- fundi UMFÍ, þess efhis að á- kveðið hafði verið að Lands- mót UMFÍ 2004 verði haldið á Sauðárkróki, en fimm aðilar sóttust eftir mótinu.. Haraldur Jóhannesson formaður UMSS segir að símhringingum hefði ekki linnt það sem eftir var dags og um helgina, og slegið var upp veislu á Stóru-Ökrum þar sem Gísli Sigurðsson þjálf- ari og helsti frjálsíþróttafföm- uður héraðsins safhaði liði sínu saman. Gísli er einn þeirra sem barist hafa hart fyrir landmóti á Krókinn, en það þýðir að frjálsíþróttamenn fá völl og stórbættar aðstæður við iðkun sinnar íþróttar. „Þetta er mikill áfangi er það er mikið eftir. Það verður gífurleg vinna og skipulagning sem fylgir því að halda lands- mót, en áhuginn er fyrir hendi og samstaða hjá fólki sem er atorkusamt og tilbúið að vinna. Væntanlega verður innan skamms mynduð landsmóts- nefiid þar sem m.a. á sæti full- trúi frá UMFÍ. Við munum funda með stjóm UMFÍ fljót- lega og ég á von á fulltrúum þeirra, vonandi Sæmundi Run- ólfssyni framkvæmdastjóra, sem gestum á ársþing UMSS sem verður haldið 7. april nk.”, segir Haraldur Jóhannesson formaður UMSS. Haraldur segir að lands- mótshaldið hafi gífurlega þýð- ingu fyrir allt héraðið. Búast megi við allt að 15.000 manns á mótið, enda hafi fjölbreyttir viðburðir þess mikið aðdráttar- afl. „Það ríður á að við stönd- um mjög vel að þessu máli og landsmótið verði okkur til sóma, sem ég efast ekki um að það verður”, segir Haraldur Jó- hannesson. Samvæmt áætlun sem gerð var að vinnuhópi og tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar er kostnaður vegna mann- virkjagerðar og undirbúnings landsmóts tæpar 80 milljónir króna og eru vilyrði fyrir því að það opinbera greiði 45-50 milljónir við gerð frjálsíþrótta- vallar, sem er langdýrasta ffamkvæmdin. Er mat vinnu- hópsins að litlum fjárhæðum þurfi að ráðstafa vegna ann- arra íþróttamannvirkja við mótshaldið, en kostnaður vegna t.d. hreinlætisaðstöðu verður greiddur af rekstrarlið landsmótsins. Áætlað er að keppni í fjölmörgum keppnis- greinum landsmótsins fari ffam á hinum ýmsu stöðum í héraðinu. —ICTcH^Ítf chíDI— /rETTbílaverkstæði*°o-> Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ M M 1 rn sími: 453 5141 ' . ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 SauSárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA JfcBílaviðgerðir 0 Hjóibarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Cf fíéttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.