Feykir


Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI „Uppbygging á verkefnum á Akureyri alvarleg ógnun“ segir Jón Bjamason þingmaður um málefni Byggðastofnunar Nýkjörin sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir fyrsta fundinn á tröppum Gamla barnaskólanum sl. mánudag. Fyrsti fundurinn „Hvort að innheimukerfi Byggðastofnunar flyst í Sparisjóð Bolungarvíkur er smámál, þó eðlilegast væri að byggja alla starfsemina upp á einum stað. Stærsta málið er að verið er að byggja upp ný svið, bæði fjárfestingarvið og nýsköpunarsvið á Akur- eyri, sjálfstæðar deildir í samstarfl við Háskólann á Akureyri, sem veitt verður til milljarði á næstu þremur árum. Það er ljóst að þarna er verið að byggja upp fram- tíðarverksvið stofnunnar, sem ætti vitaskuld að byggj- ast upp á Sauðárkróki. Þessi stofnun er ekki til að dreifa henni með þessum hætti. Þessi uppbygging á verkefn- um Byggðastofnunar á Ak- ureyri er alvarleg ógnun við framtíðarstöðu stofnunar- innar á Sauðárkróki“, segir Jón Bjarnason alþingis- maður. Jón segir einnig alvarlegt að Byggðastofnun hefur allan tíma þessar ríkisstjómar, verið lítt starfshæf vegna deilna meðal einstaklinga innan æðstu stofhana Framsóknar- flokksins. „Þjónusta stofnunar- innar út um landið hefúr beðið hnekki út af þessum innantök- um flokksins”, segir Jón Bjamason alþingismaður en hann hefur eins og margir fleiri áhyggjur af þeirri stöðu sem Byggðastofhun er í og virðist ekki vera að leysast. Byggða- stofnun er nánast í herkví vegna deilna forráðamenna. Sem kunnugt er hafa átt sér stað hatrammar deilur milli Kristins H. Gunnarssonar stjómarformanns Byggða- stofnunar og Theodórs Agnars Bjamasonar forstjóra stofnun- arinnar. Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra og yfirmað- ur Byggðastofnunar hefur blandast inn í þessar deilur, upp á síðkastið á sérkennilegan hátt finnst mörgum, en í bréfj í síð- ustu viku setur hún fram nokk- ar athugasemdir við störf for- stjórans. Guðjón Guðmunds- son varaformaður Byggðstofn- unar tjáir sig um málið í Morg- unblaðinu á sunnudag, þar sem hann segir: „Ég tel að Theodór hafi unnið af dugnaði og sam- viskusemi fyrir þessa stofnun við erfiðar aðstæður. Stofnun- in var flutt norður á Sauðár- krók og ráða þurfti nær allt starfsfólkið upp á nýtt. Mér finnst hann hafa gert þetta vel og hef ekki haft neitt út á hans störf að setja. Ég hef átt mjög gott samstarf við Theodór og treysti honum fullkomlega til þeirra verka sem hann var ráð- inn til”, segir Guðjón. Sveitarstjórn ályktar Fulltrúar í sveitarstjóm Skagafjarðar em famir að ókyrrast vegna Byggðastofn- unarmálsins og sendu oddvitar flokkanna frá sér svohljóðandi ályktun um helgina: „Sveitar- stjóm Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar skorar á ríkisstjóm ís- lands að standa við fyrirheit sem gefin voru við flutning Byggðastofnunar til Sauðár- króks um eflingu stofnunarinn- ar til sóknar í byggðamálum. Sveitarstjórn lýsir jafhframt furðu sinni á þeirri umræðu sem átt hefur sér stað varðandi málefni Byggðastofnunar og hafnar öllum áformum um flutning einstakra rekstrarþátta hennar frá Sauðárkróki, enda er það skilningur sveitarstjóm- ar að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um slíkan flutning, innan stjómar Byggðastofhunar. Miklu varðar að flutningur ríkisstofnana af höíuðborgar- svæðinu út á land takist vel, bæði fyrir viðkomandi stofnun og það sveitarfélag sem hún flyst til. Til að Byggðastofnun geti sinnt hlutverki sínu er nauðsynlegt að styrkja hana faglega sem eina heild. Hug- myndir um flutning starfsemi Byggðastofnunar frá Sauðár- króki em andstæðar hagsmun- um landsbyggðarinnar og ganga þvert á stefnu sveitar- stjómar Skagafjarðar um efl- ingu atvinnulífs í héraði. Sveit- arstjóm Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir fullu trausti við starfsfólk Byggða- stofnunar á Sauðárkróki og tel- ur að ágreiningsmál varðandi stofhunina verði ekki leyst á farsælan hátt án samstarfs og samvinnu við starfsfólk henn- ar.” Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjómar Skagafjarðar var haldinn að Aðalgötu 2, Gamla bamaskólahúsinu, sl. mánudag. Aðalefhi fundarins var kjör í nefndir og ráð bæjarins, sem og að ganga frá ráðningu Ársæls Guðmundssonar sem sveitar- stjóra. Eins og komið hefur ffarn verður Gísli Gunnarsson af D- lista bæði forseti sveitarstjómar og fonnaður byggðaráðs. Fyrsti varaforseti verður Bjami Jóns- son frá U-lista og annar varafor- seti Gunnar Bragi Sveinsson af b-lista. Þessir tveir em einnig aðalmenn í byggðaráði ásamt Gísla. Nokkurt þref varð á fundin- um á mánudag í ffamhaldi af því að fulltrúar meirihfutans lögðust gegn því að Snorri Styrkársson fulltrúi Skagafjarðarlistans fái að sitja fundi byggðaráðs, án at- kvæðisréttar en með málffelsi og tillögurétti, en heimild er til þessa síðan á dögum bæjar- stjómar Sauðárkróks, að minni- hlutaflokkar fái með þessum hætti að fylgjast með málum í byggðaráði. Sú breyting hefur verið gerð á nefndaskipan hjá sveitarfélag- inu Skagafírði, að fækkað hefur verið í nefhdum, nú sitja þrír menn í þeim. —KTeH£ÍH chiDI— ^ /liriibílaverksfæði*°o.. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ t M m M sími: 453 5141 v • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:4S36140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA C Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.