Feykir - 28.08.2002, Qupperneq 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Salmoncllusvking í Hegranesi
Vonast til að losað verði
um farbannið á næstunni
Magnús Jónsson bóndi á Ási
I í Hegranesi hefur óskað eft-
ir því að sýni verði tekið úr
mjólkurkúm á bænum í
þessari viku. Hann vonast til
þess að kýrnar hafi undan-
farnar vikur hreinsað sig af
salmonnellusýkingu og ekki
líði á löngu þar til levfi fáist
að leggja inn mjólk í samlag,
en mjólkurbíll hefur ekki
komið á Ás I síðan 23. júlí sl.
Leyfi fékkst til þess að fara
með 10 nautgripi til slátrun-
ar á dögunum, enda hafði
ekkert smit greinst í þeim
gripum.
Salmonellusmit greindist i
20 mjólkurkúm á Ási I á sínum
tíma, en Magnús segir að þess-
ar kýr hafi ekki sýnt nein veik-
indamerki og þær hafi vonandi
öðlast meira heilbrigði að und-
anfömu með því að ganga á
kjamgóðu landi, en undanfarið
hefur þeim verið beitt á hána.
Aðspurður segir Magnús að
það sé ennþá óráðið hvað hafi
ollið salmonellusmitinu, þar
sem ekkert smit hafi greint í
drykkjarvatni búpenings né rot-
þrónni, sýni hafi reynst nei-
kvæð í báðum tilfellum.
í ffétt útvarpsins á mánudag
var haft eftir yfirdýralækni að
útlit væri fyrir að salmonellu-
smitið í Hegranesi væri að
hreinsast út og af fréttinni má tti
dærna að útlit sé fýrir að far-
banni fari að linna á Ásbæina I
og II sem sett var í kjölfar þess
að drepa varð eina kýr á
fýrrnefnda bænum vegna
salmonellu og í kjölfarið var
hætt að flytja mjólk í samlag ffá
bænum.
Magnús Jónsson á Ási I seg-
ir ekki ljóst hvort hann fái bætt
það mikla tjón sem búið hefur
orðið fýrir. Bjargráðasjóður
muni bæta það að einhverju
leyti en ekki sé ljóst hversu
langt bætur muni ná upp í tjón-
ið.
I ffétt Feykis fýrir skömmu
var sagt að gerlamengun hafi
fundist i jarðvegi á Ási II. Einar
Valur Valgarðsson bóndi þar
segir að sú fullyrðing sé röng og
úr lausu lofti gripin. Þá sagði
Einar Valur vegna fféttarinnar
að féð á bænum hafi verið rann-
sakað i kjölfar þess að salmon-
ellusmitið kom upp á Ríp í vor.
Snorri Evertsson mjólkursamlagsstjóri ásamt mjólkurfræð-
ingunum Helga Ragnarssyni og Hermanni Þórissyni.
Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga
Innvegin mjólk komin
yfir tíu milljón lítrana
Erilssamt hjá lögreglu um helgina
Þrír í fangageymslur
og ein útafkeyrsla
Talsverður erill var hjá lög-
reglunni á Sauðárkróki um
helgina. Þrír voru settir í
fangageymslur og látnir sofa
úr sér eftir að hafa lent í risk-
ingum að loknum dansleik í
Miðgarði, þar sem Qölmenni
var samankomið og mikil ölv-
un.
Lögreglan var síðan kölluð
á vettvang eftir útafakstur um
sexleytið á laugardagsmorgun.
Það gerðist á Garðssandi við
Héraðsvamabrúna. Ökumað-
ur, sem var einn í bílnum, er
grunaður um ölvun en hann
ók út i vötnin, skamma leið.
Varð hann fýrir litlsháttar
meiðslum, minna en ætlað var
í fýrstu. Bíllinn mun vera eitt-
hvað skemmdur eftir þessa
ökuferð.
Talsverð tímamót áttu sér
stað í Mjólkursamlagi Kaupfé-
lags Skagfirðinga í gær,
þriðjudag, en þá fór í fýrsta
skipti i sögu samlagsins, inn-
vegin mjólk yfir 10 milljón
lítra á verðlagsárinu, sent nú
nær ffá 1. september til 31. á-
gúst, og er því að ljúka. Þetta
magn er umfram kvótann sem
er 9.937.279 lítrar og innvegin
mjólk verður að líkindum 200
- 300.000 lítrum framyfir
kvótann á þessu verðlagsári.
Snorri Evertsson mjólkur-
samlagsstjóri segir að bændur
á samlagssvæðinu séu stöðugt
að bæta við sig kvóta. Síðustu
sex árin hafi kvótinn aukist úr
7,8 milljónum lítra í það að
verða í byijun næsta verðlags-
árs 10.128.507 lítrar.
„Þróunin er þannig að búin
eru að stækka samhliða því að
mjólkurffamleiðendum fækk-
ar. Ég er mjög ánægður með
framtak bænda og ffammi-
stöðu þeirra í greininni, hvað
þeir hafa verið duglegir að
auka framleiðsluna og afla
samlaginu hráefhis. Mjólkur-
gæðin hafa líka verið að stór-
aukast seinni árin og nánast
undantekning ef eitthvað
bregður út af”, segir Snorri, en
þess má geta að Kaupfélag
Skagfirðinga hefur á undan-
fömum árum í samvinnu við
bændur unnið markvisst að
því að auka ffamleiðsluréttinn.
Framleiðsla MKS er að
langstærstu leyti ostar, 88%
mjólkur fer í ostagerð, annað í
neyslumjólk. Að sögn sam-
lagsstjóra er birgðasöfriun lítil,
og í rauninni vanti enn meiri
mjólk til ostaffamleiðslunnar,
vegna aukinnar sölu á próteini.
Aðspurður sagði Snorri að i
dag benti ekkert til þess að
santlagssvæðið myndi stækka,
en ekki væri ólíklegt að verka-
skipting myndi breytast milli
mjólkursamlaga í landinu.
Hann segir tæknivæðingu
MKS rnjög góða á sviði osta-
gerðar, ostalínan hafi verið
endurbyggð á síðustu þremur
árum.
—IOch^íI! —
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
bhmkstæðt°o^
^ ÆAJLMJM. sími: 453 5141 ^
Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
^Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir
Réttingar # Sprautun