Feykir


Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Skagafjörður undirbúinn að taka við orkufrekum iðnaði Um þessar mundir heldur Hólaskóli upp á 120 ára af- mæli. Akveðið var að tileinka heilt ár þessum tímamótum með vissum hápunktum þó. í maí, þegar hið eiginlega af- mæli var, hófust hátíðarhöldin og var þá opnuð sýning um þróun staðarins auk þess sem nemendur voru brautskráðir af hrossabraut. Þann 7. september verður síðan hápunktur aímælishalds- ins. Dagskráin verður fjöl- breytt og hefst hún með braut- skráningu nemenda af öllum brautum kl. 14 í Hóladóm- kirkju, því næst verður af- mæliskafifi að hætti Hólaskóla og eftir það verður hin eigin- lega aífnælisdagskrá i kirkj- unni. Þar ávarpa gestir meðal annarra Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra. Nefhd landbúnaðarráð- herra skilar skýrslu um ffiam- tíð Hólaskóla og fylgir henni úr hlaði. Valgeir Bjamason að- stoðarskólameistari stiklar á stóru í sögu skólans. Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatns- dal og sérstakur velunnari skólans verður heiðraður. Sagt verður frá hinu nýendurvakta Hólamannafélagi sem er félag velunnara skólans. Félag þetta verður formlega endurvakið fyrr um daginn eða kl. 13. Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson leika á fiðlu og gít- ar. í maí verður svo lokaat- burður affinælishaldsins en þá verður haldin þverfagleg ráð- stefha Hólaskóla og samstarfs- stofnana hans hérlendis sem erlendis. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum viðburð- um, segir í tilkynningu ffiá Hólaskóla. Hjá Fjárfestingarstofunni - orkusviði er að hefjast vinna við að undirbúa Skagafjörð til að taka við orkufrekum iðnaði. Tvær lóðir eru sér- staklega til skoðunar í þessu sambandi, Gránumóar fyrir ofan og sunnan Eyrina fyrir minni eða meðalstórt iðjuver, og svokallað Skollanes við Kolkuós fyrir stóriðjuver. „Með þessum aðgerðum er stefnt að þH að Skagafjörður verði í framtíðinni sam- keppnisfær við önnur svæði á Islandi með hentugar iðnað- arlóðir”, sagði Andrés Svan- björnssonar yfirverkfræð- ingur hjá Fjárfestingarstof- unni í framsöguerindi um iðnaðar- og iðjukosti á Norðulandi vestra á þingi SSNV um helgina. Fjárfestingarstofan - orku- svið, Hringur hf og Sveitarfé- lagið Skagafjörður ákváðu að mynda samstarf urn að kanna staðsetningu orkuffieks iðnaðar í Skagafirði með samkomulagi 19. desember 2001. Markmið samstarfins er: að skilgreina lóðir í Skagafirði sem henta fyrir orkufrekan iðnað, að gera nauðsynlegar athuganir á þeim lóðum sem hentugar þykja og rannsaka ffiekar þá að- stöðuþætti sem áhrif hafa á staðarval iðnaðarkosta, undir- búa hentugar iðnaðarlóðir með gerð greinargóðs kynningarefh- is svo að uppbygging iðnaðar geti hafist með skömmum fyrir- vara. Andrés sagði í erindi sínu að þessi vinna væri mjög mikil- væg, ekki síst gagnvart skipu- lagsmálum, en það yrði að liggja ljóst fyrir hvort Skagfirð- ingar vildu í sínu skipulagi gera ráð fýrir lóðum fyrir orkuffiekan iðnað. Andrés sagði forsendur staðarvals fyrir orkuffiekan iðn- Afmælishátíð á Holum að: nægjanlegt landrýnri, góða hafnaraðstöðu, lítinn viðbótar- kostnað við raforkuflutning, stóran og fjölbreyttan vinnu- markað, engin vandleyst um- hverfisskilyrði og síðast en ekki síst enga teljandi andstöðu með- al heimamanna, en það atriði hefði t.d. eyðilagt málið varð- andi Atlantsál á sínurn tíma, en þó mótmæltu til að mynda Ey- firðingar vegna fýrirhugaðs álvers við Dysnes. Fram kom í erindi Andrésar Svanbjömssonar að störf og af- leidd störf af stjóriðju væru allt að tvöföld í landshlutanum og þreföld á landsvísu, þannig að margfeldisáhrif af starfseminni væm mikil. Hann taldi mikla þörf á því að styrkja byggðalín- una til að komast hjá orkutapi, eins og væri t.d. um að ræða með orkuna ffiá Blöndu, en það væri hinsvegar viðurkennd stað- reynd að hagkvæmast væri að staðsetja iðjuverið sem næst orkuverinu. Á Hólum verður á laugardaginn auk brautskráningar haldið upp á 120 ára afmæli Hólaskóla. Stálu mótor úr bát heim við hús Bíræfnir þjófar voru á ferðinni á Hofsósi í síðustu viku. Við húsið Grund II norðan Hofsár hefur staðið bátur með utanborðsmótor. Einar Einarsson húsráðandi á Grund tók eftir því skömmu fyrir helgina að báturinn, sem hafði staðið mikið upp að framanverðu, var dottinn niður, og skír- ingin var sú að utanborðs- mótorinn var horfinn. Einar telur að mótorinn hafi verið tekinn aðfaranótt miðvikudagsins og líklega hafi þjófarnir verið búnir að koma þama áður til að kanna að- stæður. Það er Jónas sonur Einars sem á bátinn og mótor- inn og tjónið er upp á hálfl þriðja hundrað þúsund. „Þeir hafa verið bíræfnir því þetta er ekki nema 50 metra ffiá húsinu og blasir við úr eldhúsglugganum. Yfir sumarið er umferð þama um nánast allan sólrhringinn, menn að koma til og frá höfh- inni”, sagði Einar sem hefúr kært málið til lögreglu en það er ennþá óupplýst. —KTcn^íI! — Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jfi* SFtf'Wbílaverkstæði^°o ^ ÆSJLMJM. sími: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.