Feykir


Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 8
s: 453 6666 VlDEQ^/t s: 453 6622 Sterkur auglýsingamiðill Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 4. september 2002, 29. tölublað, 22. árgangur. Máki gjaldþrota Eftir að hlýsjárvareldið Máki hafði átt í miklum rekstr- arerfiðleikum um langa hríð, sá stjórn félagsins ekki annað úr- kosta en að óska eftir gjald- þrotaskiptum i síðustu viku. Gjaldþrot Máka er mikið áfall fyrir atvinnulíf i Skagafirði. Miklar vonir voru bundnar við framleiðslu á barra og fyrir Fljótin verður það alvarlegt ef ekki tekst að reisa við rekstur- inn á Lambanesreykjum. Guðmundur Örn Ingólfsson ffamkvæmdastjóri Máka hefúr lýst yfir vonbrigðum sínum starf í rekstrinum hafi verið búið að sanna sig og á Lamba- nesreykjum er mjög fúllkomin eldisstöð. Það var hinsvegar fjármögnun fyrirtækisins sem ekki tókst nægjanlega vel og markaðsmálin tóku óhagstæða stefnu einmitt á þeim tíma sem Máki var að byrja að afsetja fiskinn úr stöðinni og hefúr ekki jafnað sig ennþá. Máki hefúr unnið mikið þróunarstarf í fiskeldinu og tekið að sér nokkur Evrópuverkefni. Nú er í uppnámi hvort tekst að ljúka Mistral-Mar verkefninu. Verk- með endalok þessa máls, en efnið var unnið í samvinnu við hann hefúr lagt allt undir við að koma eldi barrans á legg hér á landi og á mikla vinnu að baki við að þróa svokallað endumýt- ingarkerfi í fiskeldi, það er í lokuðu eldisrými þar sem sami varminn er margendurnýttur. Guðmundur segir að allt innra Flólaskóla og beindist að því að ala fisk í stóm lokuðu eldis- rými, og var hugmyndin að út- færa tæknina á Lambanesreykj- um yfir í matfiskeldi í stóru kerjunum út á Hraunum. Ekki tókst að ráðast í uppbyggingu þar. Vösk sveit manna hjá Suðurverki við vegavinnubúðir í landi Herjólfsstaða. Harðsnúnir vegagerðarmenn Vösk sveit manna hefúr komið að verki við gerð Þver- árfjallsvegar milli Þverár í Norðurárdal og Skíðastaða á Áskorun um iðnaðar- og iðju- kosti á Norðurlandi vestra Ekki fór hjá því að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á þingi SSNV hlustuðu vel eftir því hvað Andrés Svanbjömsson yfirverkfræðingur hjá Fjárfest- ingarstofú hafði að segja um virkjanir í Skagafirði. Svo var að skilja á Andrési þegar hann fór yfir mögulegar virkjanir, að það myndi í raun skipta litlu máli í landsnetinu hvort virkjað yrði við Villinganes eða ekki. Andrés sagðist fylgjandi því að landsnetið yrði styrkt og virkj- anir tengdar inn á það, ffekar en einstök iðjuver yrðu beintengd við virkjanimar. Framsóknarmenn á þinginu vildu greinilega kanna stöðu virkjunarmála í héraðinu frekar og beindu þeirri spurningu til Andrésar hvort samanlagðar Villinganesvirkjun og Skata- staðavirkjun myndi ekki skapa gmnn fyrir stóriðjuveri í hérað- inu. Féllst Andrés á að líklega myndu þær gera það. Merkja mátti ífingamar um Villinganesvirkjun þegar álykt- un um atvinnumál var afgreidd. Þar var í upphaflegri tillögu ekkert minnst á orkuöflun með ffekari virkjunum, en sú viðbót sem ffamsóknarmenn fengu samþykkta inn er mert innan sviga. Ályktunin erþannig: „10. ársþing SSNY haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002, skorar á Alþingi og ríkisstjóm að beita sér fyrír uppbyggingu iðnaðar- og iðjukosta á Norðulandi vestra. Þingið bendir á kosti þess að nýta þá orku sem virkj- uð hefúr verið á svæðinu (og virkjanleg er svo sem jarðhita, vatns- og vindorku). Bent er á hagkvæmni þess að minnka tap sem verður við orkuflutning um iengri leiðir. Jafnframt þarf að skjóta styrkari stoðum undir hefð- bundnar atvinnugreinar og skapa enn ffekari forsendur til nýsköpunar með því að styrkja rannsóknar- og þróunarstarf. Þingið leggur mikla áherslu á að Norðurland vestra njóti góðs af sölu ríkiseigna og nauðsyn þess að beita þeim fjármunum í þágu byggðaþróunar.” Á þetta síðamefnda atriði minntist einmitt Jóhann Ár- sælsson alþingismaður, sem fylgdist með þingstörfúm fyrri daginn. Jóhann sagði að ríkis- stjómin hafi gefið fyrirheit um að veija söluandvirði ríkiseigna til framkvæmda í næsta kjör- dæmi, en ekkert hefði verið minnst á það að þetta kjördæmi nyti góðs af sölu ríkiseigna. Laxárdal. í lok þessarar viku verður lokið við allt burðarlag í veginn, aðeins eftir útlagning fínefna og bundins slitlags. Vegurinn er 12 km að lengd, glæsilega hannaður og vel lagður í landið. Engar blind- beygjur eða blindhæðir. Sann- kölluð hraðbraut með mikilli burðargetu. Verktaki Suður- verk. hing. SSNV vill að haldið verði áfram með Þverárfj allsveginn Ályktað var um Þverár- fjallsveg og jörðgöng um Tröllaskaga á 10. ársþingi SSNV um helgina. Þingið samþykkti að beina þeim ein- dregnu tilmælum til fjárlaga- nefndar og þingmanna Norð- vesturkjördæmis að fram- kvæmdir við tengingu núver- andi áfanga Þverárfjallsvegar, í báðar áttir, verði á áætlun árin 2003 - 2005 sem stórffam- kvæmd og að til hennar verði veitt þeim fjögur hundruð milljónum króna sem þarf til að ljúka verkinu. I ályktun segir að í ljósi þess að heilsársvegur um Þver- árfjall muni hafa umtalsverð á- hrif til að styrkja búsetu á Norðurlandi vestra og auka alla möguleika á uppbyggingu sameiginlegs þjónustu- og at- vinnusvæðis Skagfirðinga og Húnvetninga, telji þingið að um sé að ræða eitt brýnasta hagsmuna- og byggðamál þessara héraða. Þingið ítrekar samþykkt 9. ársþings samtakanna þar sem hvatt er til þess að í engu verði hvikað ffá fyrirliggjandi tíma- áætlun um útboð og fram- kvæmdir við jarðgöng á norð- anverðum Tröllaskaga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. ...bílar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammaj, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 463 6950 Kodak Pictures Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J, Maríusson Sími : 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.