Feykir


Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 29/2002 Hagyrðingaþáttur 344 Heilir og sælir lesendur góðir. A árunum í kringum 1980 var tals- verð umræða um hugsanlega geymslu Bandaríkjahers á kjamorkuvopnum hér á landi. Af því tilefni urðu til eftirfarandi vísur sem ég veit því miður ekki hver hefur ort. Fuglar glaðir veifa væng voginn geislar stafa. Atómsprengju að undirsæng Islendingarhafa. Allt er nú sem orðið nýtt ögn má Kanann lofa. Á atómsprengjum undurblítt íslendingar sofa. Er þessar vísur komust á kreik orti kona sem sagðist búa í sveit á Suður- landi, en vildi ekki láta nafn síns getið, þessa viðbót. Við lítum í vestur með lafandi skott og lútum á hveiju sem gengur. Andskoti er Kaninn annars flott að eiga hér kjamorkusprengjur. Það er Vilhjálmur Benediksson frá Brandaskarði sem er höfúndurað næstu vísu. Fyrirheit og fogur orð finnast mér næsta aumlegt hrat, sé ei hægt að bera á borð betri undirstöðu mat. Ekki hefur Vilhjálmi líkað skáld- skapurinn er hann orti svo. Rakkar iðka rímlaust hnoð ramma sem á enga stoð, varla held ég Þorsteins þjóð þvílíkt geti kallað ljóð. Höskuldur Einarsson frá Vatnshomi mun hafa ort svo um einn af hestum sín- um. Greiðar hófi ganga mátt glaður móti vori. Taktu fótinn fagra hátt fleygðu grjóti úr spori. Eftir Jóhann ffá Bugðustöðum (Dala Jóa) em til margar góðar hestavísur. Trauðla bresta tökin stinn tauma festir báða. Þetta er hestur harðsnúinn hann vill flestu ráða. Upplitið er orðið kátt ekkert fát við tauminn, ófeiminn með höfúð hátt horfir beint í glauminn. Hlægir mig að heyra gmnd hljóma undan jámum. Alla mína æfistund uni ég á klárnum. Þá er kannski gott að rifja upp þessa kunnu vísu Jakobs Ó Péturssonar frá Hranastöðum. Það að yrkja er þjóðargaman. Þetta er önnur hendingin. Vísu þessa setti ég saman. Svona verður endingin. Að gefnu ákveðnu tilefni langar mig til að leita til lesenda með upplýsingar um næstu vísu. Getur einhver sagt mér um höfúnd hennar og tildrög vísunnar. Ætti ég ekki vífaval von á þínum fundum. Leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. Það var Stefán Sveinsson kenndur við Æsustaði í Langadal, síðar forn- bókasali sem orti svo. Lífsins fennir ljóra á ligg ég enn og stari, í mér brennur óljós þrá eftir kvennafari. Önnur vísa kemur hér eftir Stefán. Einn ég lóna lífs í dans laus við tjón og hatur. Ástin þjónar eðli manns eins og spónamatur. Nokkuð nóg finnst okkur sumum hverjum komið af regnvatni nú í sumar. Svo var einnig sumarið 1989 að víða var blautt. Þá mun Ólafúr Gunnarsson í Borgamesi hafa ort svo. Orgar brim við ysta sker enginn batavottur. Hrosshársmýrin alveg er eins og grautarpottur. Önnur vísa kemur hér eftir Ólaf. Alltaf lifúar andi minn ólund flýr í skuggann, þegar fyrsti þrösturinn þreytir söng við gluggann. Þegar skipt var yfir í hægri handar umferð yrkir Ólafúr. Bílnum ek ég breiðan veg beint að holu hverri. Hægri kantinn hata ég hann er alltafverri. Að lokum ein í viðbót eftir Ólaf. Ævidagur óðum þver ýmsu finnst mér skeika. Æskudraumar áttu sér engan veruleika. Eitt sinn er Halldór Blöndal var staddur í samkvæmi ásamt Halldóru B. Björnsson vék frúin að því að Halldór væri af ætt sauðaþjófa úr Húnaþingi. Þessum upplýsingum svaraði þingmað- urinn með eftirfarandi vísu. Þá menn hafa andans auð einnig glasi lyfta. Þótt þeir taki sauð og sauð sýnist litlu skipta. Það mun hafa verið skáldið Gísli Ólafsson sem orti næstu vísu. Þótt ei lengur þekkir mig það má telja að vonurn, sé ég aðeins eina þig að öllum landsins konum. Eins og stundum áður á þessum árs- tíma langar mig til að biðja lesendur að gauka mað mér vísum sem tengjast þeim hauststörfúm sem nú eru ffamund- an, göngum, réttum, sláturtíð og svo ffamvegis. Að lokum lýsing á ákveðinni sveitasælu eftir Höskuld Einarsson. Fylli rútar ffáleitt þjálir forðast dyggðina. Illar grútarsitja sálir Svínabyggðina. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. 10. ársþings SSNV á Bakkaflöt um helgina Ályktanir Tillaga um þjóðlendur. 10. ársþing SSNV haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002, krefst þess að óbyggðanefnd virði þinglýstar eignarheimildir í störfúm sínum við afmörkun eignarlanda og þjóðlenda og mótmælir því harðlega að gildi þinglýstra eignarheimilda sem taka til lands séu dregnar í efa umffam aðrar þinglýstar eign- arheimildir. Þingið leggur til að lög nr. 58/1998 um þjóðlendur verði numin úr gildi, þar sem þau eru í eðli sínu óþörf og þeirri réttaróvissu sem máli skipti á miðhálendinu hefur verið eytt með ákvæðum í skipulags- og byggingarlögum. Með því sparast tími, fé og fyrirhöfn við skilgreiningu á atriðum sem ekki hafa valdið teljandi vand- ræðum síðastliðin þúsund ár. Tillaga um samskipti ríkis og sveitarfélaga. 10. ársþing SSNV, haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002, hvetur til þess að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði skýrt af- mörkuð og skörun verkefna af- numin samhliða eflingu sveit- arstjómarstigsins. Þingið skor- ar á ríkisvaldið að virða lög- bundin réttindi og sjálfsákvörð- unarrétt sveitarfélaga, auk þess sem hafa þarf ríkara samráð við sveitarfélögin um málefni sem þau varðar. Tryggja verður að verkefn- um sem flutt eru frá ríki til sveitarfélaga fylgi nægilegir fjármunir til að framkvæma þau samkvæint lögum. Jafn- framt verður að gæta þess að sveitarfélögum verði bættur sá kostnaður sem leiða kann af laga- og reglugerðabreytingum. Tillaga um jöfnun lífskjara með aðgerðum í skattamálum. 10. ársþing SSNVj haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002 lýsir á- nægju sinni með samþykkt 62. fúlltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem lagt er til að skattalegum að- gerðum verði beitt til að hafa á- hrif á byggðaþróun. Ársþingið telur þessa samþykkt nýtt sóknarfæri fyrir landsbyggð- ina, verði henni fylgt eftir og lífskjör fólks og aðstaða fyrir- tækja þannig jöfriuð. Ályktun um gjaldskrá gagnaflutninga. 10. ársþing SSNV, haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002, skorar á samgönguráðherra og ríkis- stjóm íslands að sjá til þess að kostnaður við gagnaflutninga um simakerfið verði bundinn flutningsgetu en ekki vega- lengd og að landið allt verði eitt gjaldsvæði. Þessi breyting er forsenda þess að fjarvinnsla á landsbyggðinni sé samkeppn- ishæf. Engar lagfæringar hafi ver- ið gerðar á gjaldskrá gagna- flutninga frá síðasta ársþingi og vantar enn verulega uppá að fúllum jöfnuði sé náð. Til þess að svo megi verða þarf póli- tíska ákvörðun. Tillaga um stuðning við fjarkennslu á landsbyggðinni 10. ársþing SSNV haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002 skorar á þingmenn Norðvesturkjör- dæmisins og fjárlaganefnd Al- þingis að beita sér fyrir þvi að stutt verði dyggilega við fjar- námsverkefni á landsbyggð- inni. Auk þess þarf að tryggja að gjaldskrá vegna notkunar á fjarmenntabúnaði verði á við- ráðanlegu verði fyrir notendur. Tillaga um starfshóp sem kannar hagkvæmni sameining- ar SSNV og INVEST. 10. ársþing SSNV haldið að Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002, sam- þykkir að skipa fjögurra manna starfshóp sem kanni hagkvæmni sameiningar SSNV og INVEST. Starfshóp- urinn skili niðurstöðum sinum á ársþingi SSNV 2003. Tillaga um raforkumál. 10. ársþing SSNV haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002 skorar á iðnaðarráðherra og þingmenn Norðvesturkjördæmis að beita sér fyrir því að sveitarfélögum á starfssvæði Rarik verði tryggður 60% eignarhlutur í fyrirtækinu ef Rarik verður breytt í hlutafélag. Þingið lýsir andstöðu sinni við að viðræður séu hafhar um sameiningu Rarik, Orkubús Vestfjarða og Norðurorku án þess að fyrrgreindu skilyrði sé fúllnægt. íslandsmótið 2. deild Sauðárkróksvöllur Tindastóll - Völsungur föstudag kl. 18. Allir á völlinn!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.