Feykir


Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 7

Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 7
29/2002 FEYKIR 7 Busavígsla í Fjölbraut Skólastarf fer vel af stað í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Nemendur á haustönn eru rúmlega 400, þar af uni 100 á heimavist. Busavígslan fór fram sl. fimmtudag. Hún fór að mestu fram í Grænu- klaufinni þar sem busamir vom látnir leysa ýmsar þrautir áður en þeim var gefinn „busagrauturinn”. Þá reyndu þeir með sér í skák Jón F. Hjartarson skólameistari og Jón Marz Eiriksson forseti Nemendafélagsins. Vom bus- amir þar í hlutverki taflmanna og tókst skólameistara að beita þeim til sigurs. mynd: Skagafjordur.com Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu tóner í prentara, HP 4 L og HP 4P. Selst á hálfVirði. Upplýsingar í síma 453 6750. Til sölu Play station II, stýrispinni, minniskubbur og sjö leikir fylgja. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 862 2180. Taxi Ragnar Guðmundsson Gilstúni 24 Heimasími 453 5785. GSM 897 4085. Á sama stað til sölu Isisu Trooperárg. ‘92, nýskoðaður og í góðu lagi. Tek að mér múrviðgerðir. Tillögu um sam- einingu vísað frá Tíunda ársþing SSNy sem haldið var á Bakkaflöt um helg- ina, visaði frá tillögu um að fela stjóm samtakanna að hafa for- göngu um að láta kanna hag- kvæmni þess að sameina öll sveitarfélög á starfssvæði sam- takanna. Alsheijamefnd fjallaði um málið og lagði síðan til að vísa tillögunni frá, sem þingið sam- þykkti. Alsheijamefnd mun hafa þótt ansi lítil hreyfing á sameiningarmálum á svæðinu og því væri umfjöllun um svo yfírgripsmikla sameiningu sem tillagan fæli í sér ekki tímabær. Lokaumferð í boltanum Lokaumferð 2. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu fer fram um næstu helgi. Tinda- stólsmenn fá Völunga í heim- sókn og hefst leikurinn kl. 18 á föstudag. Með sigri í leiknum og hagstæðum úrslitum í öðr- um leikjum geturTindastól fært sig upp í 5. sæti deildarinnar, en liðið er nú í sjöunda sæti með 22 stig, tapaði um síðustu helgi áSelfossi, 3:1. Uppskemhátíð meistara- flokka Tindastóls fer síðan ffam á Kaffi Krók á laugardags- kvöld. Þangað em allir velunn- arar félagsins velkomnir. Húsið verður opnað klukkan nítján og borðhald byrjar klukkustund síðar. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð á 2.700 krónur fyrir manninn. Frá fundi Ferðamálaráðs í Kaffi Krók: Pétur Rafnsson formaður fcrðamálasamtaka íslands í ræðustól, Ingibjörg Hafstað formaóur Ferðamálafélags Skagafjarðar, Einar Kr. Guðfinnson formaður Ferðamálaráðs og Magnús Oddssson ferðamálastjóri. Ferðamálaráð fundar með aðilum í ferðaþjónustunni Vel var mætt á fundina með Ferðamálaráði. Frá fundinunt á Kaftí Króki á Sauðárkróki. Fulltrúar Ferðamálaráðs hafa að undanförnu verið á ferð um landið og í byijun síð- ustu viku voru þeir á Norður- landi vestra. Fundir voru haldnir með ferðaþjónustuað- ilum, í Húnavatnssýslu á Blönduósi og í Skagafirði á Sauðárkróki. Góð mæting var á þessa fundi og líflegar um- ræður. Núverandi formaður Ferðamálaráðs er Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður. Hann var ánægður með þessa fundi og sagði mjög gagnlegt að hitta hagsmunaðila í grein- inni og hlýða á þeirra sjónar- mið. Einar segir að mönnum hafi að sjálfsögðu verið tíðrætt um þau vandamál sem ferða- þjónustan á við að glíma. „- Stærsta vandamálið er skortur á nægjanlegri arðsemi en ferðamannatíminn er stuttur eins og flestir vita og nýtingin á fjárfestingum fyrir vikið ekki nógu góð. Við erum hinsvegar að hrinda af stað sérstöku átaki til að reyna markvisst að lengja ferðamannatímann, þar sem við bjóðum upp á styrki til markaðssetningar á ferða- þjónustu utan hefðbundins ferðamannatíma gegn fram- lagi heimamanna. Við höfum fengið góð viðbrögð við þeim auglýsingum. Á þessum fundum hefur einnig verið mikið rætt um skort á lánsfjármagni til ferða- þjónustunnar á landsbyggð- inni. Byggðastofnun hefur vissulega lánað mikið til greinarinnar á lánskjörum sem best þekkjast. Það verður hins- vegar að segjast eins og er að það vantar mikið á að aðrar lánastofnanir, á höfuðbogar- svæðinu, hafi skilning á at- vinnumálum á landsbyggð- inni, þar með talið ferðaþjón- ustunni.” Einar kveðst ánægður með árangur af fundaherferðinni það sem af er. „Það er mikil þörf fyrir svona fundi en þeir eru fyrst og ffemst lærdóms- rikir fyrir okkur og styrkja tegslin við ferðaþjónustuaðil- ana, þá sem við erum að vinna fyrir”, sagði Einar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.