Feykir


Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 29/2002 Sauðí) árslátrun að hefjast Slátrun er að hefjast þessa dagana í sláturhúsunum á Blönduósi, Sauðárkróki og Hvammstanga og verður vænt- anlega komin á fúllt í næstu viku. Slátrað verður á bilinu 57-58 þúsund ijár hjá SAH á Blöndu- ósi, sem er heldur færra en á síð- ustu sláturtíð. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga verður slátrað um 52.000 dilkum sem er heldur meira en á síðasta ári og á Hvammstanga verður slátruð svipuðu magni og á árurn áður, 35-40.000 dilkum, en slátrun hjá KVH byijaði á síðasta hausti aft- ur eftir nokkurt hlé vegna Goða- málsins, og segja má að markað- urinn sé að jafna sig að nýju eft- ir þá holskeflu. Reiknað er með að sauðfjárslátrun ljúki í lok október. í samtölum við sláturhús- stjórana kom fram að vel hefði gengið að ráða starfsfólk, en að þessu sinni verða að vinna við slátrunina fleiri útlendingar en áður, mest skandinavar og Pól- veijar. Á Blönduósi verða um 25 útlendingar, tæplega 20 á Sauð- árkróki og svipaður fjöldi á Hvammstanga. Kjaminn í slátur- liðinu er þó eins og áður bændur og búalið úr sveitinni, en Ágúst Andrésson hjá KS sagði að það hefði í raun komið sér á óvart hvað fólk var á lausu nú, en það hefði verið of seint að sækja um sumhvert, og sjálfsagt hefðu út- lendingarnir orðið færri ef þetta hefði komið í Ijós fyrr. Sigurður Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Sölufélags Austur - Húnvetninga segir að eftir tals- verðar hræringar á kjötmarkaðn- um á þessu ári og greinilega birgðasöfnun í landinu, sé vissu- lega ástæða til að hafa varann á. Það verði væntanlega ekki til að bæta markaðinn, að ráðherra skyldi ekki fara að tihnælum markaðsráðs með útflutnings- skylduna. Ráðið mælti með 28% Títanleit í gabbroninnskot- um í Húnaþingi, er meðal nokkurra verkefna sem Fjár- festingarstofan - orkusvið hef- ur haft til skoðunar á Norður- landi vestra að undanförnu. Fulltrúar á þingi SSNV á Bakkaflöt um helgina urðu eg- inlega hálf undrandi við þessar fregnir um títanið, sem fram komu í framsöguerindi Andr- ésar Svanbjömssonar yfirverk- fræðings hjá Fjárfestingarstof- unni, en lítið hefur verið minnst á þessa títanleit, sem mun hafa farið af stað að litlu leyti fyrir nokkrum árum, og jafnvel er til skoðunar að gefa þessu frekari gaum. Þessi gabbroninnskot með títaninu eru að sögn Andrésar aðallega á svæði í Víðidalnum, skammt frá bænum Lækjar- móti, í árfarvegi, og sagði Páll Pétursson, sem staddur var á þinginu og hefúr greinilega fylgst með þessu máli, að þetta útflutningskyldu, en ráðherra lækkaði hana niður í 25%. Út- flutningsskyldan var 21 % í fyrra. „Ég óttast að þetta komi í bakið á bændum. Hingað til hef- ur birgðasöfnun og minni eftir- spum en framboð ekki þýtt neitt annað en verðlækkun. Ég óttast að sú verði raunin”, segir Sigurð- ur Jóhannesson. væri sérstaklega áberandi við gömlu brúna hjá Lækjarmóti. Páll fræddi þingfúlltrúa á því að þegar títanið var skoðað fyr- ir nokkrum árum, hafi mólikúlsamsetningin í því ekki þótt nógu hagstæð, en Andrés sagði að vegna breytinga sem orðið hefði í vinnslu efria á undanfömum árum, væri sjálf- sagt ástæða til að kanna títan- ið frekar, enda skoðunin ekki ítarleg á sínum tíma. Þau verkefni sem Fjárfest- ingarstofan hefúr unnið að á Norðurlandi vestra að undan- förnu tengjast: steinull, olíu- hreinsun, lífefitaiðnaði; kítin úr rækuskel, sterkju úr fiskafúrð- urn, matvælaiðnaði; pakkasúp- ur til útflutnings (Vilko), fisk- eldi (barri, sandhverfa, kræk- lingur o.fl.), námuvinnsla; kalkþörungar úr Hrútafirði og títanið úr gabbrónámum í Húnaþingi, smáiðnaður: sokka- verksmiðja, skinnaiðnaður. Títanleit í Húnaþingi Geislandi söngkona Á kyrru lognværu ágúst- kvöldi tíndist fólk til sumar- tónleika á kirkjunni okkar hér á Króknum. Svana Berglind Karlsdóttir söng með undir- leik Rögnvaldar Valbergsson- ar, tónlist frá Englandi, Skotlandi, Wales og írlandi, i bland við annað. í byrjun flutti Rögnvaldur „Pomp og prakt’’ eftir Elgar á orgel kirkjunnar með ívafi af sálminum „Land of hope and glory”. Þetta var áhrifamikill flutningur. Svana Berglind söng fyrst með orgelundirleik, síðan við píanó, framan við kór kirkj- unnar. Glæsilegur flutningur hennar úr ópemnni Dido og Aenas eftir Purcell sýndi svo ekki verður um villst að Svana Berglind er meðal fremstu kvenna í söng á íslandi. írska þjóðlagið um siðustu rós sum- arsins (Last rose of sommer) var hrífandi fagurt í flutningi Svönu. Þá söng hún „Little thing mian a lot” gamla lagið hennar Guðrúnar Á. Símonar og jafnaði flutning hennar. Söngvar um ástina voru áber- andi. Skoska þjóðlagið „The vater is wide” var hreint út sagt ffábært. „I could have dance all night” úr My fair lady var flutt með slíkum glæsileik að jaffiaðist á við það besta á heimsvísu. Undirleikur Rögnvaldar á tónleikunum var með mikilli smekkvísi og öryggi. Svana Berglind söng „Summertime” í lokin með hrífandi hætti, leið um kirkjuna milli gestanna ftill öryggis geislandi af feg- urð. Þvílík rödd, þvílík rödd. Svana Berglind er sem nýút- sprungin rós á vordegi. Blómskrúð Svana Berglind Karlsdóttir. sumarsins bíður hennar hvert sem hún kýs að fara. Hún er effii í heimssöngvara. En við í hennar heimaranni, þekkjum við fegurstu rósirnar í garðinum okkar? Áheyrendur voru um fimmtíu talsins, söngskráin samanstóð af fimmtán verk- um og flutt í samfellu. Það geislaði af fólki er það yfirgaf kirkjuna sína þetta eftirminni- lega kvöld. hing. Gordon Mckenzie skólastjóri Belwerie skólans í St. Andrews í Edinborg og Jackie Flentming aðstoðarskólastjóri við sama skóla ásanit Oskari G. Björnssyni skólastjóra Arskóla og Hallfríði Sverrisdóttur aðstoðarskólastjóra. Skoskt skólafólk leiðbeinir í Árskóla Kennsla hófst í Árskóla á Sauðárkróki skömrnu fyrir mánaðamótin, en segja má að eginlegt skólastarfi hafi byrjað nokkru fyrr, þar sem að skóla- stjómendur og kennarar notuðu fyrstu vikurnar í ágúst til að fara í gegnum alla þætti kennsl- unnar og starfsins. Eins og á síðasta ári vori fengnir til að leiðbeina i þessari vinnu, skot- arnir Gordon Mckenzie skóla- stjóri Belwerie skólans í St. Andrews í Edinborg og Jackie Flemming aðstoðarskólastjóri við sama skóla. Að sögn Óskars G. Björns- sonar skólastjóra Árskóla voru skotamir fengnir til aðstoða við svokallaðar umbótaáætlanir í skólastarfinu í kjölfar sjálfs- matsvinnu sem þeir aðstoðuðu við í fyrra. Skosku skólastjóm- endumir vom hér í vikutíma en þau eru talin meðal þeirra fremstu á þessu sviði í Skotlandi. í samtali við Feyki sagði Óskar Bjömsson skólastjóri að mjög mikilvægt væri að endur- meta skólastarfið og gera áætl- anir sem unnið er að með rnark- vissum hætti, gera umbætur ef þurfa þykir. Skosku leiðbeinendurnir vom leystir út með gjöfúm þeg- ar þeir fóru frá Sauðárkróki. Gordon Mckenzie sagði i þakk- arávarpi, að þeim hafi fúndist dvölin á Sauðárkróki mjög skemmtileg og það hefði verið gaman og áhugavert að vinna með kennaraliði Árskóla, sem greinilega væri mjög hæft fólk. Áskóli væri að sínum mati mjög góður skóli, kannski sá besti í landinu og að lokum færði Gordon kennurum og nemendum ámaðaróskir i skólabyijun. KVH kaupir Kaupfélag Hrútfírðinga á Borðeyri Kaupfélag Vestur - Húnvetn- inga á Hvammstanga hefur keypt Kaupfélag Hrútfirðinga á Borðeyri og yfirtekið reksturinn, að undanskildum Brúarskála sem Olíufélagið hefúr keypt. Eignaskiptin áttu sér stað um síðustu mánaðamót og frá þeim gengið í síðustu viku. Að sögn Bjöms Elísonar kaupfélagsstjóra á Hvamms- tanga verður reksturinn á Borð- eyri í svipuðu horfi og áður, en verðlag verður samræmt á þess- um tveimur stöðum. Þá verður áfram starfrækt sviðavinnsla í húsnæði sláturhússins á Borð- eyri. Aðalhagræðingin í yfirtök- unni á Borðeyri felsti í því að yfirbyggingin sparast og sagði Bjöm að skrifstofúhald yrði lagt niður á Borðeyri og fært á Hvammstanga. Bjöm vildi ekki gefa upp það verð sem Kaupfé- lag Vestur - Húnvetninga greið- ir fyrir Kaupfélag Hrútfirðinga. Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feyklr @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Amason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.