Feykir


Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 5

Feykir - 04.09.2002, Blaðsíða 5
29/2002 FEYKIR 5 Sameinum sveitarfélögin á Norðurlandi vestra Er munur á húnversku hrossi og skagfirsku? Eru blá- berin í Skagafirði betri en í Húnvatnssýslum? Er vatnið betra í Fljótum en í Hrútafírði? Um þetta má deila en varla heldur því nokkur ffam í al- vöru að munur sé á fólki eftir þvi hvorum megin Vatnsskarðs það býr, - þetta er allt jafngreint eða vitlaust. Auðvitað er munur á fólki eftir búsetu og uppruna, segja sumir. Hreppamir voru fundn- ir upp sem einföld leið til að skilja fólk að sem ekki átti saman lund, gáfur eða gjörvi- leika. Að öllu þessu gleymdu spratt upp sú íþrótt sem menn hafa til þessa dags tíðkað af miklu kappi, hrepparígurinn. Leynt og ljóst ræður hann för og þess vegna eru 124 sveitar- félög i landinu og meðalfjöldi íbúa er aðeins rétt rúmlega tvö þúsund manns. Á Norðurlandi vestra eru tólf sveitarfélög, tvö í Skaga- firði auk Sigluijarðar, eitt í Vestur Húnvatnssýslu og hvorki meira né minna en átta i Austur Húnavatnssýslu. Flest em afar fámenn og vanmáttug og eiga sér enga vörn gegn þeim draugi sem ríður röftum á landsbyggðinni, fólksfækkun- inni. Stærri sveitarfélögin eiga sér litla framtíð, þeirra er ekki einu sinni getið í byggðaáætlun Alþingis. Byggöaröskunin Sífelld fækkun íbúa í sveit- arfélögum utan suðvestur- homsins heflir halt í för með sér alvarleg vandmál fyrir þjóðfélagið. Reynt hefur verið að draga úr byggðaröskun en það heför ekki tekist. Fækkun- ina má iýrst og fremst rekja til breytinga á atvinnuháttum. Þær hafa ýmist leitt til ákveðins vilja fólks til að flytja þangað sem atvinnuástand er gott eða þvingaðs flutnings vegna að- stæðana þar sem fólk heför ekki átt annan kost en að flytja. Vægi hefðbundinna burðar- ása í atvinnulífinu heför minnkað; sjávarútvegur, fisk- vinnsla og landbúnaður em nú ekki eins mannffek eins og fyr- ir t.d. tuttugu ámm eða fjörtíu árum. Ekki hafa allir gert sér grein fyrir þessum breytingum og því er enn „beðið eftir að síldin komi afför“, þorskstofh- inn stækki, hægt sé að fram- leiða og selja meiri mjólk og meira lambakjöt. Tæknibyltingin heför leitt til þess að störföm heför fækkað í frumvinnslugreinunum og ó- bein afleiðing þess heför orðið sú að fólk hefur flust frá land- búnaðarsvæðum og sjávarút- vegsbæjum til höfuðborgar- svæðisins. Þar hafa byggst upp mikilvægar atvinnugreinar sem byggjast á menntun, þekkingu og þjónustu. Á lands- byggðinni siför hins vegar eft- ir ffumffamleiðslan en sáralítill þekkingariðnaður og fjárvana þjónusföiðnaður. Kjarnasvæði eða ekki í byggðaáætlun stjómvalda á að leggja megináherslu á þijú kjarnasvæði á landinu. Engin slík svæði em á Norðurlandi vestra heldur er landshlutanum ætlað að njóta góðs af kjarna- svæðinu Akureyri. Sætti Norð- lendingar sig við að sitja hjá og hirða þá mola sem falla ffá Ak- ureyri er ekkert við því að segja. Hins vegar er hver sinn- ar gæfu smiður og árangursrík- asta leiðin í atvinnu- og byggðamálum er að sameina Norðurland vestra í eitt öflugt sveitarfélag sem marki sér sína eigin atvinnu- og byggðastefhu og framkvæmi hana. Byggða- stefna verður hvergi annars staðar til en í héraði, ekkert kemur í stað ffumkvæðis heimamanna enda þekkja þeir best til. Ég hvet fólk til að íhuga þetta mál, ekki sist hvet ég sveitarstjómarmenn til að skoða kosti sameiningar með opnum hug. Byggðastefna Al- þingis beinist ekki að þvi að styrkja byggð hér í kjördæm- inu. Sjálf Byggðastofnun sem ffött var með harmkvælum á Sauðárkrók stendur þar völtum fóföm og bíður eftir að verða hlutuð í sundur eða flutt til Ak- ureyrar. Frá svokölluðum „höf- uðstað Norðurlands” er greini- lega einskis að vænta. Þaðan heyrast jafnvel raddir sem krefjast þess að byggður verði upp hálendisvegur milli Reykj avíkur og Akureyrar sem sneiði alfarið framhjá vestur- hluta Norðurlands. Áhugaleysi Akureyringa Þéttbýlisstaðir á Norður- landi vestra unnu í vor tillögur í byggðamálum sem meðal annars fólu í sér gerð jarð- gangna undirTröllaskaga í því skyni að styrkja samgöngur, byggðir og atvinnulíf beggja vegna hans. Áhugi stjórnmála- manna á Norðurlandi eystra og Akureyri heför ekki reynst vera fyrir hendi og er þó byggða- málaráðherrann í þeim hópi. Þeir telja göng undir Vaðla- heiði vænlegri kost. Á Norðurlandi vestra búa nú um 9.400 manns, einungis fimm sveitarfélög á landinu eru fjölmennari. 1 stærðinni felst styrkur til þess sem gera þarf, styrkur til uppbygginar í atvinnumálum, styrkur til fjár- hagslegs sjálfstæðis, styrkur í varnarbaráttu, styrkur til að ffamkvæma eigin byggðaáætl- un. Sameiningar í Vestur Húnavatnssýslu og Skagfirði hafa tekist svo vel að óhætt er að fullyrða að Vatnsskarð ætti ekki að verða nein fyrirstaða né heldur átta sveitarfélög í Aust- ur Húnavatnssýslu. Vilji er allt sem þarf og glögg framtíðar- sýn. Sigurður Sigurðarson, atvinnuráðgjafi hjá Iðnþró- unarfélagi Norðurlands vestra sigurdur@inv.is Atvinna! Dögun elif. auglýsir eftir konum til vinnu í rækjuvinnslu félagsins. Reyklaus og snyitilegur vinnustaður. Nánari upplýsingar gefur Sigurjón verkstjóri að Hesteyri 1 eða í símum 453 5923 og 892 5867. Veðrið svipað áfram segja Dalbæingarnir í septemberspánni Samkvæmt septemberspá Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dal- vík verður veðrið svipað og und- anfarið, ffam til 7 - 8 sept. 7. sept kviknar nýtt tungl í NNA. Um- ræður föndarins snerust einmitt mikið um þetta tungl sem kvikn- ar á þessum stað og sumir bjugg- ust við norðan átt og kalsa og frekar leiðinlegu veðri, aðrir héldu því opnu að hann myndi standa á tunglið og það yrði suð- austan átt en með vætu en mun hlýrra heldur en ef hann er að norðan.Ofan á varð að um eða fljótlega eftir þessa helgi 7,- 8. sept snúi hann sér í norðan átt með kaldara veðri. í heildina verði veðrið í sept aðgerðalítið, sennilega frekar vætusamt og upp úr 21 - 22 . sept verður breyting á veðri frá því sem verður þar dagana á undan. Um þetta leyti er tunglið föllt, stórstreymi 4 metrar og jafndægur. Stundum er sagt að veðrið ffá krossmessu að hausti 14. sept og ffam til allraheil- agramessu 1. nóv, ráði veðurfari til ársloka. í tilkynningu frá Dalbæing- um segir að langt sé síðan að svona miklar umræður spunnust um spána á föndi klúbbsins, menn vom ekki sammála og það gerir þetta skemmtilegt. Erfitt sé að Iesa í ýmis veðurtákn þessa dagana eða að veðrið geti orðið eitthvað snúið í mánuðinum. Fleiri vom á því að veðrið yrði svipað áffam, en eðlilega kannski aðeins svalara. Dalbæingar telja ágústspána hafa gengið eftir á köflum, veðr- ið var köflótt og tunglið heför verið að svíkja. Veðrið á höföð- daginn 29 . ágúst skiptir marga máli fyrir framhaldið, og allt bendir til þess að hann verði vot- ur hér Norðanlands. Kannski segir það okkur eitthvað um erf- iðan vetur ffamundan. Meira um það síðar. MÁLEFNI FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Byggðasamlag um málefni fatlaðra Nl. vestra Auglýsir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra sbr. 27. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Heimilt er að veita fötluðum aðstoð vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir: 1. Styrk til verkfæra- og tækjakaupa eða fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæörar starfsemi að endurhæfingu lokinni. 2. Styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga. Umsóknarfrestur er til 1. október Nánari upplýsingar hjá félagsþjónustu, sem jafnframt tekur við umsóknum. Siglufjörður s: 460 5600 Skagafjörður: 455 6080 A-Hún. s: 452/455 4100Húnaþing vestra s: 451 2853

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.