Feykir


Feykir - 11.12.2002, Side 4

Feykir - 11.12.2002, Side 4
4 FEYKIR 43/2002 „Ekki í fyrsta skipti sem rættist úr fyrir okkur“ Það ríkir mikill ljómi yfir minningu Jónasar Kristjánssonar læknis, sem fæddist á Stein- nýjarstöðum og ólst upp í Húna- vatnssýnslunni, en varð síðan þekktur af störfum sínum á Sauð- árkróki og víðar. Jónas gekkst sem kunnugt er íyrir stofnun Náttúru- lækningafélags Islands og lifði að sjá óskadraum sinn, heilsuhæli NLFÍ, rísa og var ötull að boða betri lífshætti. Það fer ekki á milli mála að kenningar Jónasar eiga meira sameiginlegt með heilsuræktar- stefnu nútímans en skoðunum velflestra samferðamanna hans. Jónas var því ótrúlega framsýnn maður. I ævisögu Jónasar Kristj- ánssonar læknis, sem Benedikt Gíslason frá Hoftegi skráði er ekki ítarlega vikið að lækningastörfum Jónasar. Þar er t.d. sagt að lengstu ferðir Jónasar þegar hann var læknir á Sauðárkróki, hafi verið út á Skaga og fram í Goðdalasókn, enda náði læknishérað hans ekki um stærri radíus. Það er hinsvegar í ævisögu Sæmundar Dúasonar frá Kraka- völlum í Fljótum, Einu sinni var, sem finna má skemmtilega frásögn af læknisferð Jónasar út í Fljót. Sagan lýsir því vel hve Jónas var mikill læknir af lífi og sál og greiðvikinn með afbrigðum við náungann. Saga Sæmundar Dúasonar bónda og bamakennara ffá Krakavöllum er mjög ffóðleg og skemmtileg, lýsir vel aldarhætti og vinnubrögðum, og lífi fólks við erfið skilyrði á seinasta hluti nítjándu aldar og fyrri hluta síðustu aldar. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þeim Sæmundi og Guðrún Þorláksdóttur á Krakavöllum, enda jörðin langt ffam í Flókadal, rétt neðan afféttargirðingar, og mjög snjóþungt á þessum slóðum. Svo kom að fjölskyldan sá sér betur komið að flytjast til Siglufjarðar, en samt togaðist þetta á í nokkur ár, sveitin eða mölin. Það var líka ansi strembið lífið á Sigluflrði. Það er kannski dæmigert að þegar fjölskyldan var búin að byggja sér hús, gera það fokhelt og þurfti að flytja í húsið óíbúðarhæft, þá fauk af því þakið i norðaustan byl, þannig að það þurfti að treysta á góðsemi nágranna með húsaskjól. „Úr þessu rættist eftir nokkra daga. Það var ekki í fyrsta skipti sem rættist úr fyrir okkur Guðrúnu. Það hefur svo oft ræst úr fyrir okkur bæði fyrr og siðar“, segir Sæmundur. Þegar hér er komið sögu er fjölskyldan frá Krakavöllum búin að vera nokkur ár á Siglufirði og bömin, Magna sem var á tólfta ári þegar flutt var í fjörðinn og Karl nærri fjögurra ára, orðin hálfþreyjulaus í óyndi. Þau voru óð og uppvæg að vera hjá afa sínum og ömmu sem þá vom ennþá á Krakavöllum. Kemur frásögnin hér á eftir, þetta gerist í kringum 1925. Jónas Kristjánsson læknir. Eftir að snjó hafði leyst af fjallinu um sumarið, svo að fært var orðið með hesta yfir, kom pabbi til Siglufjarðar. Þá vildu þau Karl og Magna óvæg fá að fara með honum til baka og vera hjá afa sínum og ömmu á Krakavöllum til haustsins. Þetta var látið eftir þeim. Pabbi lagði af stað inneftir með krakkana um kvöldið. Ég fór með þeim á leið, ætlaði að fylgja þeim yfir fjallið. Ég hafði verið að grafa skurð um daginn og gaf mér ekki tíma til að hafa fataskipti. Enda ætlaði ég að vera aðeins skamma stund burtu. Pabbi reiddi Kalla á gráum hesti sem var ffá Helgustöðum, miklum stólpa- gripi. Ég reið Andvara, en Magna Brún pabba. Brúnn var eldfjörugur hestur og léttur á sér. Hann var svo léttur í taumi og auðsveipur, að jafnvel bam gat haft hann eins og það vildi. Við höfðum reiðing á Litlu-Rauðku og einhverja böggla hengda á klakkana. Ég gekk upp bröttustu brekkurnar Siglufjarðar megin og eins niður hinum megin við skarðið. Pabbi og Magna riðu á undan. Andvari og Rauðka lötruðu eftir þeim götuna, ég þar á eftir. Niðri í Hraunadal byijaði gijót að hrynja úr fjallinu fyrir ofan veginn. Andvari og Rauðka urðu hrædd við hrunið. Þau fóru að hlaupa og hrifu þá Brún með sér. Fyrst þutu hrossin ekki eins hratt og þau gátu komist, síðan hraðar, og þá ekki lengur eftir veginum, heldur beint af augum. Spölkorni fyrir ofan veginn var gisin breiða af allstórum steinum, sem einhvern tíma hafa hrunið úr fjallinu og gróið gras á milli. Yfirþetta klungur ædduhrossin. Rauðka litla losnaði við reiðinginn. Reiðingstorfur og bögglar þeyttust sitt í hveija áttina. Rétt um leið missti Magna jafnvægið á baki Brúns og féll af baki. Hún var föst með annan fótinn í ístaði. Brúnn hentist áfram. Magna lyftist og slóst niður við hvert stökk. Eftir tvö, þrjú stökk losnaði hún og lá, þar sem hún var komin. Hrossin héldu sitt strik og vom þegar komin í hvarf. Gráni, hesturinn, sem pabbi reið, varð líka hræddur og vildi þjóta með. En gamli maðurinn ríghélt honum þannig að hann kom aftur og aftur niður í sama farið, þegar hann reyndi að heija sig til stökks. Magna var allhress, þegar við komum til hennar, hélt hún væri ekki mikið meidd. Hún gat gengið. Annan handlegginn gat hún ekki hreyft. Ég yfirgaf þau pabba og krakkana og fór að vita, hvort ég sæi ekki neitt til hestanna. Niðri á Eggjum mætti ég manni, sem var að fara til Siglufjarðar. Hann var að fara með hestana, hafði mætt þeim við Lambanesána. Þeir vom þá enn á sama kastinu. Maðurinn þóttist sjá, að hér var ekki allt með felldu. Honum tókst að stöðva gripina og rak þá síðan veginn undan sér til baka. Það tók stutta stund að tjasla saman reiðingnum af Rauðku og komast aftur af stað af Hraunadalnum. Við héldum ferðinni áfram inn að Illugastöðum í Austur-Fljótum. Þar var sest að með Mögnu. Ég hafði þar litla eina viðdvöl, en hélt um leið til baka til Siglufjarðar að leita læknis. Guðmundur Hallgrímsson héraðs- læknir var ekki heima. Á Siglufirði var þá ekki um annan lækni að ræða en Hinrik Thorarensen. Hinrik stundaði yfirleitt aldrei mikið lækningar, þó að hann væri læknir. En nú var fyrir mig ekki í annað hús að venda en finna hann. Ég fór að húsi hans og gat vakið hann. Ég sagði honum, hvað fyrir hafði komið, og bað hann að fara með mér inn eftir. „Það kemur mér ekkert við“, sagði Thorarensen. Ég vissi seinna að honum datt ekki í hug að þetta væri neitt alvarlegt. Ég fór með fjóra hesta til reiðar, hvem öðrum ágætari. Það voru þeir Andvari og Brúnn og tveir sem þau áttu hjónin á Illugastöðum. Guðrún reið með mér til baka að Illugastöðum. Það var kominn morg- unn, þegar við komum þangað. Símstöð var næst á Hraunum. Ég fór þangað til að síma. Fyrst náði ég í Jónas Kristjánsson lækni á Sauðárkróki. Hofsóslæknir var ekki heima. Jónas taldi engan hlut sjálfsagðari, en að hann kæmi út að Illugastöðum, svo fram- arlega sem ég sæi nokkur ráð að koma sér þangað, annað hvort á sjó eða landi. Þá var næst að fá bát til Sauðárkróks eftir lækninum. Ég gekk í skrokk á útgerðarmönnum á Siglufirði, en þannig stóð á að flestir bátar voru á sjó. „Guð veit ég hefði sent Hugo ef hann hefði verið í landi“, sagði Ole Tynæs, þegar ég hafði borið upp við hann erindið. Ég hafði að lokum upp á manni, sem átti bát í landi og vildi líka allt fyrir mig gera. Það var Guðmundur Bjömsson. Guðmundur átti vélaverkstæði á Siglufirði. Hann var oft kallaður Guðmundur mótoristi. Hann átti lítinn mótorbát, hét Nítjánda öldin, venju- legast kallaður Öldin. Þennan bát sendi Guðmundur Bjömsson til Sauðárkróks eftir Jónasi lækni. Þeir fóm með lækninn í Hraunakrók. Þar var ég fyrir með hesta. Þaðan riðum við Jónas að Illugastöðum. Þeir biðu á Öldinni í Hraunakróki. Jónas svæfði Mögnu, áður en hann snerti á henni til að skoða meiðslið. Hann komst að því að handleggurinn hafði brotnað upp við öxlina, einnig herðarblaðið. Öxlin þar fyrir ofan var Sæmundur Dúason kennari og bóndi frá Krakavöllum í Fljótum. líka eitthvað brotin. Kassi var rekin saman úr fjölum og Magna flutt í honum í byttu eftir Miklavatni í Hraunakrók, þaðan með Jónasi á Öldinni til Sauðárkróks. Ég fór með þeim upp eftir. Jónas bjó um meiðslið á þann hátt, að hann smiðaði þríhymdan tréklossa með einni langri hlið, setti annað krappa homið upp i handarkrikann og strengdi handlegginn yfir gleiða hornið. Ég fór heim eftir tvo eða þijá daga. Seinna um sumarið sótti ég Mögnu. Þá voru brotin gróin og Magna komin á fætur. Ég var enn á þeim Andvara og Brún og lagði nótt við dag, þangað til komið var að Krakavöllum í bakaleið. Á leiðinni til Sauðárkróks varð ég svo syfjaður einlivers staðar í Viðvíkur- sveitinni, að ég fór út af veginum og lagði mig til svefns pínulitla stund. Ég tyllti hestunum við mig með spotta til þess að þeir fæm ekki ffá mér á meðan. Jónas sagði við mig, þegar ég hitti hann á Króknum. „Hann er ofurlítið skakkur.“ Hann átti við handlegginn brotna. Hann bætti síðan við: „En ég gat það ekki betur.“ Brotni handleggurinn var ögn holdminni en hinn, þegar hér var komið. Af þeim sökum hefir hann líklega sýnst skakkur. Þegar ffá leið sást lítill eða enginn munur á handleggj- unum. Ég fór með Mögnu að Krakavöllum. Hún fékk að vera þar hjá afa sínum og ömmu, það sem eftir var haustsins. Það er að segja af Guðmundi Bjömssyni og uppgjörinu við hann fyrir alla hjálpina, að hann setti upp sextíu krónur fyrir allt saman, tvær ferðir til Sauðárkróks með tveim mönnum og öðru, sem til heyrði. Ég hugsa þetta hafi varla verið meira en fyrir olíu. Þrátt fyrir það dróst fyrir mér að borga skuldina. Var það hvort tveggja, að ég hafði í mörg hom að líta, enda gekk Guð- mundur ekki eftir greiðslunni. Veturinn effir gekk ég svolítinn tíma niður eftir til Guðmundar og las ögn með drengjunum hans, Sigurði og Þórði. Það sagði Guðmundur Bjömsson að væri nóg borgun. Ég komst að því í þessum ferðum á heimili Guðmundar, að hann stóð ekki aleinn, að öllu, sem fyrir mig hafði verið gert. Guðbjörg kona hans og bömin öll vom þar á einu máli.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.