Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 43/2002 Hagyrðingaþáttur 351 hhhhi^^^hhhhhhhhihi^^^h^^^^hhhhhhh Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrsta vísan að þessu sinni barst mér án þess að höfundar væri getið. Það sem áður stóð í stað staulaðist á fætur. Þegar ljósið læddist að lengsta myrkri nætur. Það er Sveinbjöm fyrrverandi alsheijargoði sem mun hafa ort þessa. Veldur grandi glæpastrikið grimmur vandi hefst á ný. Okkar land er selt og svikið sólgnir fjandar ráða þvi. Önnur vísa mögnuð af orðgnótt kemur hér eftir goðann. Er í hverfult syndasukkið sóttur skerfur táls, þar senn erfi út er dmkkið alls þess gervipijáls. Haraldur Bjömsson ffá Ytri-Fagradal mun hafa ort næstu vísu er rætt var um trúmál. Tökum það dæmi að trúin sé veik og tilgangur verði ekki séður. Þá er að gera sér lífið að leik og láta svo ráðast hvað skeður. Jón Arason áður verkamaður í Reykjavík mun eitt sinn hafa ort svo um hið háa Alþingi. Hér er sálin hroka klædd hér eru öflin verstu. Hér em málin mikið rædd minna af viti en festu. Þegar Björn Pálsson á Ytra- Löngumýri hafði fellt Jón Pálmason á Akri og tekið sæti á Alþingi, var gengi íslensku krónunnar fellt. A sama tíma stóð Bjöm í hinu ffæga Skjónumáli. Jón á Akri sem þá var nær áttrætt orti svo að þessu tilefni. Þingið er við þekkta tjöm þar er lækkað gengi. Skyldi gamli Skjónu Bjöm skreyta staðinn lengi. Önnur vísa kemur hér sem Jón mun hafa ort er hann hugsaði til kynna sinna afAlþingi. Þingsins valda þungt er loft þrútin alda og raki. Þræðir kaldir þekkjast oft þar að tjaldabaki. Hinn kunni hagyrðingur Friðbjöm Bjömsson ffá Staðartungu orti þessa. Gakktu státinn lífsins leið lítt mun grátur bæta. Láttu kátur hverri neyð kuldahlátur mæta. Heyrt hef ég að Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki hafi eitt sinn sent Friðbimi eftirfarandi vísu. Áður var röddin æfð og snjöll upp við hæðadrögin. Nú em gleymd og glötuð öll gömfu kvæðalögin. Effirfarandi svar barst ffá Friðbirni. Meðan falleg ferskeytla fjörgar æðaslögin, gleymast varla greiðlega gömlu kvæðalögin. Sigurborg Bjömsdóttir ffá Barká var kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Eftir hana er þessi bitra vísa. Sá sem kannar kuldann hér kannski verður feginn, ef hann fær að oma sér við eldinn hinum megin. Alltaf er gaman að rifja upp vísur eftir Jakop Ó. Pétursson ritstjóra á Akureyri. Eftir hann mun þessi. Ungur fól ég allt mitt ráð eiginkonu minni. Hjari ég af hennar náð hér í veröldinni. Það er Eiríkur Einarsson ffá Hæli sem hefúr þessa skrýtnu sögu að segja. Háski er að ala á holdsins þrá hún er oft skammvinnt gaman. Margur er til, sem meiddist á mýktinni einni saman. Einar Þórðarson kenndur við Skeljabrekku yrkir svo. Haustsins ómar hvessa brár hásum rómi gjalla. Sumarblóm og æskuár eins og hjómið falla. Valdimar Benónýsson gerir sér ljósa þá staðreynd að leið okkar allra liggur í sömu átt. Við andlát vinar yrkir hann svo. Andi þinn á annað land er nú fluttur burt ffá mér. Blandað hef ég bleikan gand ber hann mig á eftir þér. Mig minnir að hinn kunni hesta- maður og ferðalangur Sigurður Jónsson ffá Brún hafí ort þessa velgerðu vísu. Á því kunna engir skil eru þó verkin fögur. Hvemig em orðnar til íslendinga sögur. Það sem líkur em á að hér fari síðasti þáttur þessa árs vil ég þakka lesendum gott samstarf og vona að það haldist á nýju ári. Að því sögðu er gott að fá Ósk Skarphéðinsdóttur til að hjálpa okkur með lokavísuna. Oft þó hafi illu kynnst á það hiklaust treysti að búi í hvers manns eðli innst einhver góður neisti. Veriði þar með sæl að sinni. GuðmundurValtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Af vettvangi atvinnumála í Skagafírði Margt hefúr áunnist á undanförnum árum í nýsköpun í atvinnulífi í Skagafirði. En leggja þarf ríkari áherslu á að skapa umhverfi sem örvar fjölbreytni og nýsköpun í at- vinnulífinu. Standa ber öflugan vörð um þau atvinnufyrirtæki sem við höfiim þegar í héraðinu. Þannig skiptu kröftug viðbrögö sveitarfélagsins sköpum þegar tryggð var áffamhaldandi starf- semi Loðskinns á Sauðárkróki. Loðskinn er nú um 40 manna vinnustaður og bjart ffamundan í rekstrinum. Dæmi um spennandi ffamtíðarmöguleika er samstarf Hólaskóla og Fiskiðjunnar í rannsóknum og þróun fiskeldis. Það sama má segja um þá djörfú ákvörðun að byggja upp sögu og ferðaþjónustusetur við hina fomu höfn Hólastaðar í Kolkuósi. Atvinnuuppbygging og sam- starf- við nágrannasveitarfélög Sveitarstjóm sveitarfélagsins Skagafjaröar hefúr ákveðið að efla samstarf við önnur sveit- arfélög á svæðinu. Hafhað var hugmyndum sem fólu í sér að slíta samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra í atvinnuþróunarmálum. Miðað er við að einn starfsmaður INVEST verði staðsettur í Skagafirði auk þess sem aðrir starfsmenn INVEST munu áfram nýtast í héraðinu. Þannig verða tengsl Skagafjarðar aukin við atvinnuþróunarfelög og ný- sköpunanniðstöðvar á landsvísu. Ennfremur hefúr verið ákveðið að stofna til viðræðna við starfs- menn Atvinnuþróunarfélagsins Hrings um að yfirtaka hlut sveitarfélagsins í félaginu og stuðla þannig að áframhaldandi rekstri þess í nýju formi. Jafhframt er stefnt að samstarfi við fyrirtækið í völdum verk- efnum. Eitt þeirra er leit að nýjum iðnaðarkostum og fyrir- tækjum sem vilja tjárfesta hér. Ekki hefur enn náðst neinn sý- nilegur árangur í að laða hingað ný iðnfyrirtæki eða fjárfesta. Ljóst er að leita þarf nýrra leiða í þeim efhum. Mikilvægt er að leitað verði iðnaðarkosta sem falla að því umhverfi og byggðamunstri sem við höfum í héraðinu. Stærstur hluti iðnaðar er ekki mjög orkukræfur og nota fyrirtæki eins og Steinullarverksmiðjan að jafnaði um 4 MW. Til sam- anburðar er Blönduvirkjun sett upp fyrir 150 MW framleiðslu, Þó sú geta sé reyndar ekki fhllnýtt. Sú orka sem tapast á leið frá Blönduvirkjun suður yfir heiðar nemur um tvöfaldri orkuþörf Steinullarverksmiðj- unnar. Við eigum mikla vannýtta orku sem hefur verið virkjuð í Blöndu og við getum nýtt hana betur ásamt frændum okkar Húnvetningum. Frekari virkjun jarðvarma er einnig spennandi kostur. Mikið þróunarstarf stendur yfir hér á landi í virkjun jarðvarma til raforkuframleiðslu þar sem jafnvel samhliða er hægt að virkja orkuna til annarra nota eins og fiskeldis, ylræktar eða húshitunar. Skagfirðingar ættu að gerast þátttakendur í þessu starfi. Þær hugmyndir sem raforkubændur hafa verið með eru einnig athygliverðar. Það liggur fyrir að Villinga- nesvirkjun er ekki á nokkum hátt forsenda iðnaðaruppbyggingar í Skagafirði. Rangfærslur um annað eru því til þess eins fallnar að fæla ffá áhugasama fjárfesta og iðnfyrirtæki, sem er talið trú um að ekki sé hægt að stofna til starfsemi í Skagafirði miðað við núverandi aðstæður, sem er rangt. Við njótum nálægðar við Blönduvirkjun og möguleika á samstafi við Húnvetninga um orkunýtingu og uppbyggingu iðnaðarkosta. Þegar heftir verið leitað eftir viðræðum við Hún- vetninga um samstarf á þessu sviði en þessar byggðir verða vel tengdar sem eitt atvinnusvæði með tilkomu Þverárfjallsvegar. Það er því sérkennilegt að ætla að keyra upp gegn vilja heimamanna virkjanir eins og Villinganesvirkjun með tiltölulega litla framleiðslugetu án þess að fyrir liggi að not séu fyrir orkuna í héraði eða iðn- fýrirtæki hér. Ummæli fúlltrúa Fjárfestingastofúnnar á ársfúndi SSNV um að Villinganesvirkjun væri ekki samkeppnisfær á markaði fyrir stóra orkunotendur voru einnig eftirtektarverð. Það er dapurlegt til þess að vita að sumir sjá hagnað af virkjuninni einna helst liggja í bóturn fyrir þann skaða sem hún veldur. Skertum möguleikum til annarra nota og því sem tekið er frá komandi kynslóðum. Eðlilegra er að einbeita sér að því að leita iðjukosta sem hentað gætu í Skagafirði og vinna að því að koma þeim á legg. Það er hins- vegar ein af grunnforsendum atvinnustarfsemi og þá sérstak- lega frekari iðnaðaruppbygg- ingar í Skagafirði að dreifikerfið sem verið hefúr að drabbast niður verði endumýjað. Það hamlar einnig starfsemi atvinnufyrir- tækja og býla víða um hérað að hafa ekki aðgang að þriggja fasa rafmagni. Það ásamt því að ná fram leiðréttingum á hækkuðu raforkuverði til fyrirtækja á Sauðárkróki eftir sölu á Rafveitu Sauðárkróks er verðugt verkefni að sameinast um að beijast fyrir. Um atburði síðustu missera Samkeppnishæfni fyrirtækja á Sauðárkróki hefúr veikst eftir umdeilda sölu á Rafveitu Sauð- árkróks. Almenningur á Sauð- árkróki hefur einnig liðið fyrir þennan vanhugsaða gjöming. Lágt raforkuverð á Sauðárkróki og ein ódýrasta hitaveita landsins virkaði sem mjög hvetjandi umhverfi fyrir ný fyrirtæki að hasla sér völl á svæðinu og styrkti þar með búsetu í öllu héraðinu. Aukning skulda hjá fyrir- tækjum á landsbyggðinni er al- varlegt mál og staða þeirra mjög viðkvæm. Vel rekin fyrirtæki eins og Steinullarverksmiðjan em skyndilega orðin mjög skuldug og veikir það rekstrar- grundvöll hennar. Kaupendur tóku dijúgan hluta kaupverðsins út úr verksmiðjunni í stað þess að greiða það út sjálfir og rýrði það verðgildi annarra hlutabréfa. Meðferð á smærri hluthöfúm sem tóku þátt í að koma verksmiðj- unni á legg á sínum tíma er ámælisverð. Hinir nýju eigendur neyddu þá beint eða óbeint til að

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.