Feykir


Feykir - 05.03.2003, Side 6

Feykir - 05.03.2003, Side 6
6 FEYKIR 8/2003 Að lesa landið Á næstu árum margfaldast fjöldi þeirra sem hefja víðtæka skógrækt í Skagafirði. Svokölluðum skógræktaijörð- um mun fjölga um mörghund- ruð prósent, ef áætlanir stand- ast. Eðlilegt er að bændur taki áskorun um búháttabreytingar á þessum óvissutímum. Allir vilja jú búa í haginn fyrir fram- tíðina. En þetta er ekki vanda- laust. Það er ekki sama hvar skógur er ræktaður. Skógrækt þarf að skipuleggja vel. Tré eru fallegur gróður, sumsstaðar fara þau vel, annarsstaðar alls ekki. Naktir hólar, hálsar og skriðurunnar hlíðar munu sum hver örugglega verða fallegri klædd skógi, jafnvel tún og engi á stöku stað. Það er erfitt að sjá fyrir sér skagfírskt landslag framtíðarinnar. Ásýnd okkar ægifagra fjalla- salar mun vafalaust breytast talsvert við skógrækt og vist- kerfí munu víkja fyrir nýjum með tilkomu hennar. Mig langar til að minna á eitt atriði sem gæti horfíð ef við ekki hemjum okkur í kappinu við að gróðursetja sem flestar plöntur. Þetta eru spor geng- inna kynslóða, þess fólks sem gerðu okkur að því sem við erum. Skógræktarbændum geng- ur gott eitt til. Þeirra ffamlag er ekki hugsað sem aðgerð gegn minjum og náttúru, heldur sjá þeir skógrækt sem möguleika til nýsköpunar í búgreinaflóru landsins. Auk þess fá þeir op- inberan stuðning til ræktunar- innar. Forstöðumenn Fom- leifavemdar ríkisins og Húsa- friðunamefndar ríkisins minntu okkur á það í Bænda- blaðinu, þriðjud. 11. febr. síð- ast liðinn (3. tbl. 9. árg.) að hundrað ára búsetuminjar eru friðaðar samkvæmt þjóð- minjalögum. Ákvæði laganna em þau að svo gamlar minjar teljast til fomleifa,, og að þeim má enginn, hvorki landeig- andi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né afla- ga,, (9. og 10. gr. Þjóðminjalög nr. 107/2001). Fæstir hugsa um þetta í daglegri umgengni og sumir hafa svosem lagt sig fram um að afiná merki um búsetu á jörðum sínum og þar með heimildir um búskapar- hætti gamla bændasamfélags- ins. Gamlar tóftir vitna ekki um vanhirðu, þær vitna um hætti horfinna kynslóða og bændur sem hafa þolað þeim tilvemna án þess að hrófla við þeim eiga heiður skilinn. Þannig sýnum við þeim mesta virðingu. Ef þær fá að vera á sínum stað getur hver sem er lært að lesa í landið og haft gagn og gaman af. Þessi arfur forfeðranna, sem er sameiginlegur arfúr Öldrunarþankar í Feyki 26. febrúar er grein eftir Guðmund Mámsson for- mann Félags eldri borgara í Skagafirði um afsláttarkjör, sem öldmðum bjóðast á Norðurlandi vestra. Þó lands- samband eldri borgara semji og sjái um birtingu afsláttar- kjara félaganna þá er eðlilegt að félögin hvert á sínu svæði séu vakandi um þessi mál. Þómnn Magnúsdóttir var upphafsmaður að skrifúm i Feyki um afsláttarmál, fyrir það ber henni þökk, þó að Feykir sjái ekki ástæðu til að birta lista yfír þau fyrirtæki og verslanir í Nv sem afslátt veita öldruðum, þrátt fyrir óskir þar um. Fyrir liggur að eitt stærsta verslunarveldið á svæðinu gefúr engan afslátt til aldraðra ískjóli þess að vömúrvalið sé svo mikið að afsláttar sé eng- in þörf, um réttmæti þess mega aðrir dæma. Listinn langi leynir á lempni verslananna aldna fólkið á að flá og aura þess spanna.... Allt það sem að öldmn lítur eflir neyðina. Sannleikurinn sárast bítur, sjáið greinina.. Og að endingu þegar marg- breytileiki vömnnar jafngildir afslætti: Kaupfélags er svarið sent svona beint að orði. Afslættinum er hér hent út af nægtaborði.... Sauðárkróki 26. febrúar. Pálmi Jónsson. uss molar. þjóðarinnar, skiptir miklu máli fyrir okkur og komandi kyn- slóðir. Þegar skógur er ræktaður. á minjasvæðum vaxa rætur tijánna niður í gegn um marg- ar aldir í búskaparsögu þjóðar- ftmar og trén fela kennileiti á yfirborði jarðar. Búsetuminjar geta svo sem vel horfíð sjón- um í lággróðurinn líka, en hafi verið tekið tillit til þeirra við gróðursetningu ftjáa þá geym- ast þær óskemmdar. Ummerki búsmalans fara sömu leið. Göngufólk sem vill njóta ríkis náttúmnnar rekur sig oft eftir kindagötum um fjöll og fym- indi. Það er stundum sagt í hálfkæringi, er gengið er um ókunnugt land, að best sé að nota „rollusálffæðina,, og hún hefúr einmitt oft bjargað göngufólki, á ferð um ókunnar slóðir, frá vandræðum. Það er í eðli sínu einföld sauðheimsk sálfræði og gengur út á það að kroppa grænu grösin, hvar sem þau nást. Eilíft ráp sauðkindarinnar vitnar þó varla um annað en það að skepnan sú er eins og mannanna bömin, haldin þeirri áráttu að vilja skoða hvort grasið er ekki grænna hinum megin. Oftar en ekki reynast kindagöturnar eina færa leiðin að settu marki, ef markið er handan mýrardrags, lækjar, gilskomings eða urðar. „Rollusálffæðin,, bregst sjald- an þar sem skepnumar fara sínu ffam óáreittar. Þær þekkja sinn heim og við höfúm notað okkur það. Kynslóð eftir kyn- slóð hafa æmar tiplað götumar sínar, að því er virðist urnhugs- unarlaust, en þær vita sínu viti. Ef við hyljum götumar þeirra veitir landið sjálft okkur ekki sömu upplýsingar og áður. Sama gildir um aðra menjar eins og kúagötur, kermslóðir, túngarða, áveituskurði og hvaðeina sem er löngu horfið úr minninu, en víða em enn glögg merki um í umhverfinu. Búsmalinn bændanna sem enn um sinn halda sig við hefð- bundnar búgreinar mun senni- lega renna á gómsætan gróður skógarakranna. Það verður að girða reitina af og banna fer- fætta og tvífætta umferð, reit- imir umhverfast á leiksviði herskárra plantna, vistkerfi breytast og kennileiti hverfa í gróðurinn. Hvað er eilífðin löng? spurði bamið. Eg get enn ekki svarað því, en það er víst að ef við temjum okkur ekki virð- ingu fyrir landinu og menjum um aðrar kynslóðir getum við spillt því, til eilífðar litið. Ein- hvem veginn á ég ekki von á að sú framtíðarstefna sem nefnd er Staðaradagskrá 21 og sveitarfélagið Skagafjörður hefúr skrifað undir, verði höfö að leiðarljósi við skipulag skógræktar. Staðardagskráin sem er í samræmi við Agenda 21, áætlun Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun, hef- ur enn sem komið er ekki haft sjáanleg áhrif á skipulag yfir- leitt, þrátt fyrir góð orð og und- irskriftir bæði ríkis og sveitar- félaga um vemdun lands og minja. Ættum við kannski ffemur að beina skógræktinni á svæði þar sem skógur óx áður og skila þeim mnna- klæddum til komandi kyn- slóða? Ámi Magnússon og Páll Vídalín segja í Jarðabók sinni að árið 1713 hafi enn ver- ið skógarleifar, nothæfar til kolagerðar, á stöku stað í Vala- dal, Vesturdal, Austurdal, Öxnadalsheiði, Deildardal, Höfðaströnd, Sléttuhlíð, Fljót- um og Stíflu. Áður hafði líka vaxið þétt kjarr á Skaga, Hegranesi, Vatnsskarði, Brim- nes- og Viðvíkurskógum, Deildardal og Fellsströnd og þar var rifinn hrís og fjalldrapi til eldiviðar. Þetta vom reynd- ar talsvert öðmvísi skógar en þeir sem ræktaðir verða á skógræktaijörðum framtíðar- innar og sjálfsánir skógar fæm sennilega best á þessum svæð- um. Fagmálastjóri Skógræktar ríkisins og forstöðumaður Rannsóknarstöðvar skógrækt- ar segja reyndar, í Bændablað- inu þann 25. febrúar síðast lið- inn (4. tbl. 9. áig.), afar litlar líkur á sjálfsánum skógum eða að búsetulandslagið spillist vegna þeirra næstu árþúsundin, með óbreyttu beitarálagi. Það em því meiri líkur á að við sjálf afrná- um eigin spor freinur en sjáf- val plantna, sem er þeiin ann- marka háð þrátt fyrir fegurð gróðursins að þar ríkja lögmál náttúrunnar en ekki mannanna. Saga og spor genginna kyn- slóða em og verða þeim fjöl- mörgu sem vilja ganga sér til heilsubótar eða uppfræðslu í margmiðlunarþjóðfélagi fram- tíðarinnar, uppspretta ánægju, uppgötvana og ffamþróunar. Það gefúr skógum framtíðar- innar margfalt gildi ef skóg- ræktarfólk ber gæfú til að þyrma búsetuminjum liðinna alda. Þær em arfúr kynslóða ffamtíðarinnar. Skoðum land- ið, skráum það og skipuleggj- um áður en við gróðursetjum. Sigríður Sigurðardóttir. Tindastólsmenn í kröppum dansi gegn Valsmönnum Tindastólsmenn lentu í kröppum dansi á Króknum sl. fimmtudagskvöld þegar Vals- menn komu í heimsókn. Tindastóll byrjaði betur í leiknum og var með mjög góða stöðu strax eftir fyrsta leikhluta, fimmtán stiga mun, 31:16. Valsmenn náðu sér heldur á strik í öðmm leikhluta og í hálfleik var staðan 50:40 fýrir Tindastól. Heimamenn byijuðu seinni hálfleikinn svo afleitlega og Valsmenn gengu á lagið með mikilli baráttu og náðu smám saman að vinna upp muninn. Ólafúr Ægisson jafnaði svo fyrir Valsmenn með tveimur þriggja stiga körfúm á síðustu andartökunum í þriðja leik- hluta, 68:68. Síðasta leikhluti var æsispennandi og þó Tinda- stólsmenn næðu að halda frumkvæðinu var það ekki fyrr en á síðustu 40 sekúndum leiksins sem þeir náðu að knýja ffam sigurinn. Kristinn og Cook bmgðust ekki á víta- línunni undir lokin og Tinda- stólsmenn fognuðu sigri, 90:86. Stig Tindastóls: Kristinn Friðriksson 29, Clifton Cook 18, Mikhail Andropov 16, Helgi Rafn Viggósson 14, Einar Öm Aðalsteinsson 4, Sigurður G. Sigurðsson 4, Axel Kárason 2, Óli Barðdal 2 og Gunnar Andrésson 1. Síðasti leikur Tindastóls í deildinni verður annað kvöld gegn ÍR syðra. Tindastóll er jafn ÍR að stigum og á enn möguleika á 5. sætinu, en með tapi lenda Stólamir í 7. sæti.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.