Feykir


Feykir - 28.01.2004, Page 1

Feykir - 28.01.2004, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI ..Atvinnuþróunarfélagið Hringur“ Kannar áhrif af samvinnu FISK og Skagstrendings Fiskiðjan Skagfirðingur hef- ur samið við „atvinnuþróunar- félagið" Hring um að ráðgjafar þess geri athugun og kanni möguleika á því, hvemig at- vinnulíf á svæðinu geti eflst í kjölfar náins samstarfs FISK og Skagstrendings, ekki síst í þjónustugeiranum. Þetta kem- ur ffam í viðtali við Jón E. Friðriksson fi'amkvæmdastjóra FISK í blaðinu í dag. Þar segir Jón það mat sitt að þjónustan eigi eftir að deilast í báðar áttir, enda um sama atvinnu- og þjónustusvæðið að ræða, og kaupin á Skagstrendingi skapi möguleika á að ná hingað heim þeim þjónustuþáttum sem hingað til hefur þurft að kaupa inn á svæðið. I viðtalinu kemur ífam að ffamkvæmdastjórinn telur að FISK muni ráða vel við kaupin á Skagstrendingi, en rekstur FISK heíur verið í miklu jafn- vægi síðustu sex árin, veltuijár- myndun stöðug og góð og jaffi stígandi í aukningu eiginfjár og að sama skapi á lækkun skulda. Fyrsti stjómarfundur í Skag- strendingi eftir eigendaskipti var haldinn sl. föstudag. Þar var farið yfir ýmiss mál varð- andi kaupin og kosin ný stjóm. Hana skipa Jón E. Friðriksson stjómarformaður og aðrir í stjóm Siguijón Rafnsson og Þórólfur Gíslason. Hart barist um Fljótaána Eftir útboð á Fljótaá í Fljót- um er ljóst að hart er barist um ána. Þtjú hæstu tilboðin em mjög svipuð og ætlar stjóm Veiðifélags Fljótaár að effia til almennrar atkvæðagreiðslu í félaginu um hveiju tilboðinu verði tekið. Ekki em allir sátt- ir við þá ákvörðun, Trausti Sveinsson á Bjamagili sem á hæsta tilboðið, er til að mynda mjög andsnúinn þessu fyrir- komulagi, en Trausti er einnig í samvinnu við þann sem á þriðja hæsta tilboðið í ána, Ama Baldursson og fýrirtæki hans Laxá. Jóhannes Ríkharðsson for- maður Veiðifélags Fljótaár segir að þar sem hæstu tilboð- in hafi verið mjög svipuð séu skiptar skoðanir í stjóminni og einnig þar sem að heimaaðili eigi í hlut, hafi mönnum fúnd- ist eðlilegt að almennur félag- fundur skeri úr um hvaða til- boði verði tekið. Heimaðilinn meðal tilboðshafa, Trausti Sveinsson, segir hinsvegar að þetta fyrirkomulag sé alveg út í hött, hann eigi sjálfsagt ekki mikla möguleika, enda verið lagður í einelti í sveitinni í mörg ár. Trausti telur hinsveg- ar augljóst mál að semja eigi við þann sem er með hæsta bilboðið. Veiðifélag Siglufjarðar hefúr haft Fljótaána á leigu síðustu árin og hefúr félagið gert samkomulag við Orra ef hann fær ána og verður það samkomulag borið undir fé- lagsfúnd í vikunni. Almennur fundur í Veiðifélagi Fljótaár mun ákveða 8. febrúar við hvem tilboðsaðila verði samið. Sex tilboð bámst í Fljóta- ána. Trausti Sveinsson á Bjamagili bauð 3,660 milljón- ir og hefúr hann lagt fram tryggingu fyrir tilboðinu. Orri Vigfússon fyrir hönd Veiði- klúbbs íslands býður 3,600 milljónir, Ámi Baldusson fyr- ir hönd Laxár 3,525 milljónir, Ferðaþjónustan Bjamagili 3,060 milljónir, Veiðifélag Siglufjarðar 3,054 milljónir og félagið lagði einnig fram annað tilboð á 2,7 milljónir. Athyglisvert er hvað hart er barist um Fljótaána, kannski einkum í ljósi þess hve veiði hefúr verið dræm í ánni undanfarin ár, en fyrir nokkmm ámm var ákveðin sú regla að sleppa veiddum fiski á stöng. Netabændur við Miklavam stunda hinsvegar sína veiði og er mikil tog- streita um þetta fyrirkomulag. Hafa ýmsir viljað afleggja netalögn í Milavami, en það ekki hafst í gegn. Orri Vigfús- son einn bjóðenda í ána núna er líklega harðasti andstæð- ingur netalagna fyrir lax í landinu. Þessi vetur ætlar að verða mun betri fyrir skíðafólk en þeir síðustu. Undanfarið hefur verið skíðagöngukennsla á íþrótta- svæðinu á Sauðárkróki og verður framhald á henni mcðan snjór og aðstæður endast. Hún tekur sig vel út á skíðunum hún Hugrún Magnúsdóttir, en þátttaka hefur verið ágæt. Enn er fjöldi ný- bura í lágmarki Fæðingar í Skagafirði vom með færra móti á síðasta ári og virðist sú þróun halda áfram að fólk gefi sér ekki tíma til að eignast böm. Á síðasta ári komu 46 nýir Skagfirðingar í heiminn og segir Birgitta Pálsdóttir yfir- ljósmóðir á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki að nokk- ur ár séu síðan svo fá böm fæddust í Skagafirði. Reyndarvareinungis tek- ið á móti 16 þessara einstakl- inga á fæðingardeildinni á Króknum, níu stúlkum og sjö drengjum. Nýburamir skag- firsku fæddust 28 á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og tveir í Reykjavík. —Kjen^if! chjíl— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA yfETTh ílaverkstæði ÆAÆ.M-JML Sæmundargata Jb 550 Sauðárkrókur jfcBílaviðgerðir 0 Hj tþ Réttingar # ólbarðaviðgerðir Sprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.