Feykir - 28.01.2004, Page 4
4 FEYKIR 4/2004
„Það versta sem gat gerst var að
veiðiheimildirnar hyrfu af svæðinu“
Spjatlað við Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóra FISK
Mál málanna síðustu vikuna í
Skagafirði og á Skagaströnd eru
áreiðanlega kaup Fiskiðjunnar
Skagfirðings á Skagstrendingi.
Samkvæmt könnun netmiðilisins
Skagafjordur.com virðist vera al-
menn ánægja með þennan gjöm-
ing Fiskiðjumanna, 84% segjast
vera mjög ánægð með kaupin.
Forvitnilegt verður að fylgjast
með því hvemig samvinna þess-
ara fyrirtækja þróast og einnig því
hvemig Skagfirðingar og Skag-
strendingar nái saman í að nýta þá
möguleika sem skapast í þjónustu
við fyrirtækin. S.l föstudag var
kosin ný stjóm í Skagstrendingi
hf. Stjómina skipa Jón Eðvald
Friðriksson, sem jafnframt er for-
maður, Sigurjón R. Rafnsson og
Þórólfur Gíslason. Til að forvitn-
ast frekar um kaup FISK á Skag-
strendingi ræddi blaðamaður
Feykis við Jón E. Friðriksson
framkvæmdastjóra FISK og lagði
fyrir hann nokkrar spumingar,
m.a. hvemig hann sæi fyrir sér
samvinnu fyrirtækjanna og samfé-
laganna beggja vegna Þverár-
fjallsins.
- Nú kann að vera að það hafí kom-
ið ýmsum á óvart að Fiskiðjan Skag-
firðingur keypti Skagstrending. Var
talsverður aðdragandi að þessum
kaupum, höfðuð þið kannski lengi
rennt hýru auga yfir Þverárfjallið?
„Það er ekkert nýtt að forsvarsmenn
þessara félaga ræði saman um sam-
starf eða sameiningu þessara félaga og
við höfum unnið saman t.d. varðandi
nýtingu fiskveiðiheimilda. Má nefna
að núna er Amar að veiða kvóta okkar
í Barentshafinu, en á móti fengum við
kvóta frá Skagstrendingi í íslensku
lögsögunni. Það var nú gengið frá
þessu skömmu áður en við keyptum,
en tengdist því samt ekki á neinn hátt.
Ég minnist þess að fljótlega eftir að
ég hóf hér stöif hringdi Láms Ægir
Guðmundsson, þáverandi stjómarfor-
maður Skagstrendings í mig og kvaðst
hafa verið upp á Mælifelishnjúki og
tekið eftir því hve stutt var á milli fyr-
irtækjanna. í ffamhaldi af þessu sím-
tali ræddum við um hvort rétt væri að
taka upp aukið samstarf milli fyrir-
tækjanna, sérstaklega með tilkomu
Þverárfj allsvegarins.
A þessum tíma var einmitt farið í
viðræður um samvinnu eða samein-
ingu fyrirtækjanna. Gerðar vom sam-
eiginlegar rekstraráætlanir sem komu
ágætlega út, sérstaklega eins og við
höfúm alltaf vitað að veiðiheimildimar
lægju vel saman, en þeir völdu þá aðra
leið.
Þannig að þetta hefúr verið skoðað,
þó aðdragandinn núna hafi í sjálfur sér
verið frekar stuttur. Bankinn kynnti
fyrirhugaða sölu á þessum þrem fyrir-
tækjum í Brimi á fúndi með okkur
þriðjudaginn 6. janúar. I framhaldi af
fúndinum var okkur gefinn kostur á
því eins og öðrum að koma með hug-
myndir um verð og rekstur þessara
fyrirtækja, höfðum við frest til að skila
því af okkur til 12. janúar, eða tæpa
viku. Það var í raun bara Skagstrend-
ingur sem við töldum í okkar valdi að
fást við. Það var síðan að kvöldi 12.
janúar sem okkur bámst boð um við-
ræður um kaup á Skagstrendingi. For-
svarsmönnum Brims leist vel á okkar
hugmyndir og töldu möguleika á sam-
starfi. Það vildi svo óheppilega til að
það var vitlaust veður á þessum tíma
þannig að við komust ekki suður til
viðræðnanna fyrr en á miðvikudegin-
um og kaupin vom síðan undirrituð á
miðnætti fimmtudaginn, ló.janúar.”
Stöðugur rekstur í sex ár
Er Fiskiðjan Skagfirðingur svo
sterkt fyrirtæki að það ráði vel við
þessi kaup?
„Já ég met það svo og held við get-
um alveg sofið rólegir. Kaupverðið á
hlutabréfúnum í Skastrendingi er 2,7
milljarðar. Það var reyndar stofnað fé-
lag um þessi kaup, FISK- eignarhalds-
félag, eða öllu heldur nýtt félag sem
við áttum fyrir. I þessu hlutafélagi var
hlutaféð reyndar ekki nema 500 þús-
und áður, en það var nú aukið um tæp-
lega ellefúhundruð milljónir. Til að
Fiskiðjan tæki ekki alla áhættuna við
þessi viðskipti, lagði fyrirtækið fram
helming hlutafjáraukningarinar, en
hinn helmingurinn kemur frá sam-
starfsfyrirtækjum, tryggingarfélögum
og lífeyrissjóði. Það sem upp á vantar
í 2,7 milljarða er síðan fjánnagnað
með lántöku til langs tíma.
Til að gera sér grein fyrir stöðu
þessara fyrirtækja beggja, FISK og
Skagfirðings má geta þess að veltufé
frá rekstri hjá fyrirtækjunum sameig-
inlega hefur verið um 840-850 millj-
ónir að meðaltali síðustu fjögur árin,
550 milljónir hjá FISK og 290 hjá
Skagstrendingi. Eiginfjárhlutfall FISK
í dag er tæplega 60% og 35% hjá
Skagstrendingi. Eigið fé FISK hefúr
aukist um einn og hálfan milljarð á sex
síðustu árum og á sama tíma hafa
skuldir lækkað í svipuðu hlutfalli.
Veltufjármyndunin og aukning eigin
fjár sýnir mikið jafnvægi í rekstri fyr-
irtæksins og að mínu mati er það at-
hyglisvert að þrátt fyrir þessa miklu
lækkun skulda og aukningu eigin fjár
hefur FISK verið að styrkja efnahags-
stöðu sína með fjárfestingum, eins og
til að mynda 500 milljónum sem settar
voru í Hesteyri vegna kaupa 25%
eignarhluta í VÍS.”
Vomð þið ekkert uggandi yfir þvi
að kaupa Skagstrending í ljósi þess
hvað rækjan er stór hluti í því dæmi.
Nú er staða rækjunnar erfið. Verður
ekki erfitt að halda úti rækjuvinnslum
á þremur stöðum, Skagaströnd, Hólma-
vík og Gmndarfirði?
„Jú það er hárrétt að staða rækju-
iðnaðarins í dag er mjög erfið. Ég veit
að þeir hjá Skagstrendingi hafa verið
að horfa á þau mál síðustu misserin og
við munum skoða hvaða tillögur eru í
gangi. Jú það er ljóst að það verður
ekki auðvelt að halda úti verksmiðjum
á öllum þremur stöðunum, en þetta em
mikilvæg fyrirtæki fyrir atvinnulífið á
viðkomandi stöðum.”
Auknir möguleikar skapast
Hvernig hefur samvinnan við
Gmndfirðinga gengið?
„Almennt held ég að megi segja að
hún hafi gegnið nokkuð vel. Það hafa
komið áfoll eins og á síðasta hausti
þegar hörpudiskurinn hrundi og það
setur vemlegt strik í reikninginn. Við
höfúm verið að keyra þar á rækju und-
anfarið og einnig tekið þátt í samstarfi
við aðra aðila, Reykofninn, um tilraun-
ir á vinnslu sæbjúgna. Við leggum til
húsnæði fyrir þá starfsemi og emm
rúmlega þriðjungsaðili að fyrirtækinu.
Síðustu árin hefúr svipaður fjöldi starf-
að hjá FISK á Gmndarfirði, starfs-
mannafjöldi verið í jafnvægi síðustu
fimm sex árin, en mun fleira fólk vann
þar hjá okkur á ámm áður þegar land-
vinnsla var á fúllu. Við fjárfestum í
hörpuskelskvóta sem svo hvarf núna
en vonandi kemur hann aftur. Fólk
hefúr verið mjög sveigjanlegt þama
fyrir vestan og er tilbúið til þess að
takast á við ný verkefni.”
- Nú spá menn ömgglega í það
hvort að skipin muni landa í heima-
höfn áfram og einnig hvemig þjónust-
unni við skipin verði skipt?
„Eins og lagt er af stað, verða fyrir-
tækin rekin sem sjálfstæðar einingar.
Það liggur ekkert annað fyrir í dag,
þannig að ég sé ekki fyrir mér neinar
breytingar á því, en að sjálfsögðu
munu heildarhagsmunir ráða varðandi
ýmsar ákvarðanir sem teknar verða.
Hinsvegar verða menn að fara að
venja sig á að líta á þetta sem eitt at-
vinnu-og þjónustusvæði og ég lít
þannig á að með samstarfi skapist
möguleikar á að taka að sér aukin
verkefhi og jafnvel sinna þeirri þjón-
ustu hér heima sem hingað til hefúr