Feykir - 28.01.2004, Blaðsíða 8
28. janúar 2004,4. tölublað, 24. árgangur.
Sterkur auglýsingamiðill
VlDE
o*t
m
n
Sími:
453 6666
Sími:
453 6622
Björgunarsveitarmenn í Strönd að störfum á Skagaströnd í
liðinni viku, þegar þeir höfðu í mörg horn að líta.
Strandarmenn fá
sérstakt þakklæti
Hreppsnefnd Höfðahrepps
þakkar Björgunarsveitinni
Strönd íyrir ómetanlega aðstoð
við íbúa og atvinnulíf þegar ó-
veður gekk yfir Skagaströnd
dagana 12. - 16. janúar sl.
Hreppsnefndin metur mikils
hið fómfusa starf björgunar-
sveitarmanna og annarra sjálf-
boðaliða sem unnið hafa við
björgun verðmæta og aðstoð
við íbúa. Sá samhugur sem
birtist í störfúm þessa fólks er
til fyrirmyndar og styrkir sam-
félagið á erfíðum tímum.
A fréttavef Skagstrandar
segir að gangur lífsins sé nú
sem óðast að taka á sig eðlilegt
horf eftir óveðurskaflann sem
gekk yfir í síðustu viku. Snjó-
mokstur gekk vel og hlákan
sem kom í kjölfar óveðursins
hjálpaði mikið til við að breyta
öllu útliti byggðarinnar. Bát-
amir sem sukku í höfninni em
allir komnir á þurrt og hafa
ýmist verið teknir til viðgerðar
eða settir í biðstöðu þar til á-
kveðið verður um framtíð
þeirra. Hreinsun á niðurbrotnu
þaki Vélsmiðju Karls Bemd-
sen stendur yfir og hönnun við-
gerða er hafin. Ekki er fyrirséð
hvemig verður leyst úr því
máli.
Fundur um ferðamál á Vatnsnesi
Hugur í fólki að nýta
áhuga fyrir selaskoðun
Á fúndi um ferðamál á
Vatnsnesi, sem haldinn var í
Hamarsbúð i fyrrakvöld var
m.a. fjallað um vaxandi áhuga
ferðamanna fyrir selaskoðun á
nesinu. Gudmn Cloes ferða-
málafulltrúi kynnti við-
horfskönnun sem hún gerði
nýlega varðandi þennan þátt
ferðamennskunnar og spunn-
ust út ffá því talsverðar umræð-
ur. Á fúndinn mættu 25 manns,
sem Gudmn telur mjög gott
rniðað við árstíð og afskekktan
fúndarstað, og þar af lýstu 17
fundarmanna sig reiðubúna að
taka þátt í þróunarvinnu í sam-
vinnu við ferðamálafélag varð-
andi ferðamálin á Vatnsnesinu.
Um þessar mundir em fjór-
ir hópar undir leiðsögn Ásgeirs
Jónssonar hagfræðings að
vinna framgreiningu stefúu-
mótunar í atvinnumálum í
Húnaþingi vestra. Einn af af-
þreyingarmöguleikum sem tal-
inn er geta skapað héraðinu
sterka ímynd, og hefúr verið
vaxandi þáttur í ferðamennsk-
unni, er selaskoðun. Nú þegar
aka hundmðir, ef ekki þúsund-
ir ferðamanna ár hvert um
Vatnsnes til náttúmskoðunar,
en þjónustuna við þá mætti
auka til muna, allt ffá bækl-
ingagerð og upplýsingarskilt-
um til veitinga- og minjagripa-
sölu og margt þar á milli.
Atvinnuráðgjafí Húnaþings
vestra, Gudmn Cloes, gerði
nýlega könnun á viðhorfi
ferðaþjónustuaðila, fyrirtækja,
sveitastjórnarmanna, íbúa
Vatnsnes og áhugsamra um at-
vinnumál héraðsins til aukinn-
ar markaðssetningu selaskoð-
unar sem eins af aðaleinkenn-
um héraðsins. Spurt var m.a.:
hversu hlynntur ert þú aukinni
markaðssetningu selaskoðunar
sem lið í sjálfbærri ferða-
mennsku á Vatnsnesi? Svöm
vom á þá leið að 76,1 % em
mjög hlynntir, 22,2% ffekar
hlynntir, 1,6% hlutlausir.
Þá var spurt: Plöntu- og
dýralíf Vatnsness myndar nátt-
úmlegan arf allra. Hversu mik-
ilvægan metur þú þátt sela í
náttúmarfi þessa svæðis?
61,9% telja viðfangsefni
spumingarinnar mjög mikil-
vægt, 28,6% ffekar mikilvægt,
4,8% em hlutlaus, en 3,2%
telja það ekki mjög mikilvægt.
Einnig var spurt um önnur
svæði í Húnaþingi vestra sem
þú villt setja í forgangsröð
varðandi uppbygingu í ferða-
þjónustu og ímyndunarsköpun,
í staðinn fyrir Vatnsnes? Staðir
sem offast vom nefúdir em:
Bjarg, Amarvatsheiði og Tví-
dægra, væntanleg Grettissýn-
ing á Laugarbakka („Grettis-
ból”), auk þess var bent á lélegt
GSM-samband og einnig á það
að uppbygging selaskoðunar
verði að hafa uppbyggingu at-
vinnulífs á svæðinu í för með
Fjölbrautaskólinn
BrottfaU minnkar
Á heimasíðu FNV og
Skag.com er sagt ffá því að
þegar niðurstöður prófa á
haustönn lágu fyrir höfðu þau
tíðindi gerst helst að brottfall
minnkaði úr 10% niður í 7,8%
milli haustanna 2002 og 2003,
ef miðað er við nántseiningar.
Nú í byijun árs fóm tveir
fúlltrúar fii FNV og þrír ffá
Árskóla á stærstu sýningu
sinnartegundar í heiminum, en
þar er sýndur og kynntur
tækni- og hugbúnaður fyrir
skóla. Sýningin var í London.
Með því að sækja svona
sýningu er hugmyndin að
skólar tileinki sér það sem best
má verða nemendum og ken-
numm til gagns.
Fulltrúar sörnu skóla sóttu
sýninguna í fyrra og þá varð
Fjölbrautaskóli Norðurlands
vestra fyrstur ffamhaldsskóla á
Islandi til að festa kaup á gagn-
virkum stofutöflum og hafa
margir skólar síðar fylgt í kjöl-
farið.
Niður úr þakinu
Sem kunnugt er var
körfúknattleiksdeild Tindastóls
sektuð á dögunum fyrir að fara
upp úr launaþakinu í úrvals-
deildinni, sem er að gmnni til
500 þúsund á mánuði. Að sögn
Hjalta Ámasonar stjómarmanns
verður væntanlega búið að leysa
þetta mál fyrir föstudagsleikinn,
gegn Grindavík syðra, og bjóst
Hjalti ffekar við því að málið
yrði leyst án þess að félagið
þyifti að fækka leikmönnum.
Það var aðeins 27 þúsund krón-
ur sem stóðu upp úr þakinu og
var það vegna óljósra reglna um
spilandi þjálfara, en þeir em
tveir hjá Tindastóli, Kristinn
Friðriksson þjálfar meistara-
flokk og Cliffon Cook tvo yngri
flokka.
Flísar - flotgólf
múrviðgerðarefni
Aðalsteinn J.
Maríusson
Sími: 453 5591
853 0391 893 0391
toyota tryggingainiðstöðin kodak express :: bækur og ritföng :: ljósritun í lit :: gormar og plösturt :: fleira og fleira
bókabúdixt
BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐARKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com
BOKABUÐ
BRYMARS
■fji’ii' 91)3 í •rjoisK-jidunni
I