Feykir - 28.01.2004, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 4/2004
Skólahús
i!
Skagafjörður
Steinsstaðaskóla
til leigu
Eignasjóður Sveitarfélagsins Skaga-
ijarðar auglýsir til leigu skólahús
Steinsstaðaskóla og atvinnuhúsnæði suður
af félagsheimilinu Árgarði í Steinsstaða-
byggð í Skagafirði.
Steinsstaðabyggð er í um 10 km. fjar-
lægð frá þjóðvegi 1 í Varmahlið. Á
Steinsstöðum er m.a. félagsheimili, sund-
laug, orlofshúsasvæði í uppbyggingu.
Svæðið er rómað fyrir náttúmfegurð og
þekkt fyrir rnikinn jarðhita.
Kennslu var hætt í Steinsstaðaskóla
vorið 2003 en undanfarin sumur hefúr
húsið verið nýtt undir ferðaþjónustu og því
fylgir búnaður til þess. Með í leigunni
fylgir aðgangur að landsvæði neðan
Árgarðs sem nýtt hefúr verið sem tjald-
stæði. Atvinnuhúsnæðið sem stendur
sunnan Árgarðs er einnig auglýst til leigu,
það hefúr meðal annars hýst aðstöðu fyrir
gesti tjaldstæðis.
Húseignir þessar og landsvæði em
auglýst til leigu um óákveðinn tíma. Allar
nánari upplýsingar um húseignimar gefur
sviðsstóri Eignasjóðs í Ráðhúsinu á
Sauðárkróki.
Með því að auglýsa skólahúsið til leigu
vonast Sveitarfélagið Skagaijörður til þess
að þar hefjist atvinnustarfsemi sem geti
orðið til að efla atvinnulíf og byggð í næsta
nágrenni. I ljósi þessa verða umsóknir
metnar út frá eftirfarandi þáttum: (tekið
skal fram að eftirfarandi þáttum er ekki
raðað hér eftir mikilvægisröð.)
Áhrif á svæðinu
- Litið verður til þess sérstaklega hvort
áætlanir umsækjanda séu líklegar til þess
að efla atvinnulíf og mannlíf í Steins-
staðahverfi og nágrenni þess.
- Hugmyndir um heilsársrekstur
umfram árstíðabundinn rekstur verða met-
nar sérstaklega.
Aðstandendur umsóknar
- Litið verður til reynslu umsækjenda af
rekstri og stjómun og mat lagt á það
hversu líklegir þeir em til að koma í
framkvæmd þeim hugmyndum sem ffarn
koma í umsókninni.
Viðskiptaáætlun
- Litið verður sérstaklega til þess að
rekstraráætlun sé vel unnin, raunhæf og
ýtarleg.
- Metið verður sérstaklega hversu líklegt
verkefnið er til að ná þeim tekjum sem
áætlað er.
Tekjur sveitarfélagsins af verkefninu
- Litið verður til þess hversu mikið
umsækjandi er tilbúinn að borga í leigu
fyrir það sem til leigu er.
- Litið verður sérstaklega til þess hversu
mörg ársverk umsóknin mun skapa.
Mikilvægt er að fjallað verði um alla
þessa þætti í umsóknum.
Umsóknir skulu vera greinargóðar og
vel unnar og þeim skal skila í fimm ein-
tökum á skrifstofu Sveitarfélagsins
Skagafjarðar fyrir hádegi föstudaginn 1.
mars 2004.
Umsóknir verða einungis metnar út frá
innsendum gögnum, en stjóm Eignasjóðs
áskilur sér rétt til að kalla effir viðbótar-
upplýsingum frá umsækjendum.
Stjóm Eignasjóðs mun fjalla um
umsóknir og meta þær út ffá áðumefndum
þáttum.
Sviðsstjóri Eignasjóðs nrun svara fyrir-
spumum og gefa ffekari upplýsingar um
málið.
Eignasjóður áskilur sér rétt til að taka
hvaða umsókn sem er eða hafúa öllum
umsóknum.
Eignasjóður
Ráðhúsinu
Skagfirðingabraut 21
sími 455 6000
Erling Örn
Pétursson
F. 11. okt 1945, D. 24. des. 2003
Genginn er góður vinur
grátur er ýmsum nær.
Andríkur ekta hlynur,
ótal mörgum svo kær...
Erlings var skarpur andinn,
ástríkis helguð lund.
Eldsnöggur upp með brandinn,
átaka er sótti fúnd...
Ætíð í geymi góður,
glettinn, en fylginn sér.
Minningin mikill sjóður,
rnargir hann syrgja hér...
Hversu sem ljúft við leikum
líkast til sannast er
að honum, ávallt keikum,
alvaldið heppni lér...
Hugum-stór hress í tali,
hýsti ei dapra lund,
nú arkar urn æðri sali,
okkar er liðin stund...
Hana við þýðast þökkum
þar fáum engu breytt,
endurfúnds öll til hlökkum,
ævi vor líður greitt...
Ættingjum öllum sendi
alúðar kveðjur hér
allt er í annars hendi,
alföður tigna ber.
Sauðárkróki 5. jan. 2004
Pálmi Jónsson.
Fljótaleiðin - Kynn
ingarátak 2004
Á opnum stjómmálafúndi á
Siglufirði fyrir viku lýsti verð-
andi forsætisráðherra Halldór
Ásgrímsson því yfir að staðið
verði við fyrri yfirlýsingar rík-
isstjómarinnar að boðnar yrðu
út ffamkvæmdir við jarðgöng á
milli Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar í ársbyrjun 2006. Ég var
staddur á þessum fúndi og lýsti
því yfir að Héðinsfjarðargöng-
in væm alveg út í hött, nema
bætt yrði við þriðju göngunum
inn í Fljót ffá Siglufirði, en þá
þyrfti að bæta við Héðinsfjarð-
aráætlunina kostnaði upp á ca
3,5 milljarða. Að öðmm kosti
yrðu öll jarðskriðuvandamálin
á Almenningum áffam óleyst,
svo og öll snjóflóðavandamál-
in á þeirri leið líka.
Ég krafði Halldór um skýr
svör á fúndinum hvenær farið
yrði í gerð þessara jarðgangna
inn í Fljót og Héðinsfjarðaleið-
in klámð. Sú yfirlýsing kom að
sjálfsögðu ekki og er því alveg
ljóst að hætta á við Héðins-
fjarðarleiðina og flytja fjár-
magnið yfir á Fljótaleið. Það
sem styður ennfrekar þessa
skoðun er að tvö stór snjóflóð
hafa fallið á veglinuna í Skútu-
dal og annað rétt við veglínuna
í Héðinsfirði með skömmu
millibili.
Á síðasta vetri hélt ég fjóra
fúndi með fúlltrúum sveitarfé-
laganna á Eyjafjarðarsvæðinu
og boðaði harða stefúu gegn
Héðinsfjarðarleiðinni. Kristján
Þór Júlíusson bæjarstjóri á Ák-
ureyri lýsti því þá yfir, og ég
mætti hafa það eftir, að það
væm nánast engin von um að
þriðju jarðgöngin kæmu á ut-
anverðan Tröllaskaga í náinni
framtíð, sem þýðir a.m.k.
næstu 50 árin. „Það verður að
nýta þessa miklu fjármuni sem
búið er að samþykkja að veita
til samgöngubóta á þessu
svæði af skynsemi og flytja þá
yfir á Fljótaleiðina ef hún er í
raun ódýrari sem nemur millj-
örðum króna og nýtist samt
betur fleimm íbúum á þessu
svæði.”
í byrjun september lýsti
sveitarstjóm Skagafjarðar yfir
eindregnum og afdráttarlaus-
um stuðningi við úttekt á áhrif-
urn Fljótaleiðará atvinnu, sam-
félags- og byggðalega þróun í
Skagafirði og Fljótum sérstak-
lega. Þessi yfirlýsing sveitar-