Feykir


Feykir - 28.01.2004, Side 5

Feykir - 28.01.2004, Side 5
4/2004 FEYK3R 5 þurft að kaupa að”, segir Jón og bendir á að sjálfsagt eigi verkefnin eftir að deilast í báðar áttir, og mannskapur nýt- ist betur þegar t.d. framkæma þarf við- hald og lagfæringar á skipum meðan á löndun og landlegu stendur. FISK hefur jafnframt samið við atvinnuþróunarfé- lagið Hring um að það taki að sér með- al annars að skoða og koma fram með hugmyndir um á hvem hátt þetta nána samstarf FISK og Skagstrendings hf. geti elft atvinnulíf á svæðinu, ekki síst í þjónustugeiranum. Hvemig líst þér á horfur með rekstur fyrirtækjanna á þessu nýbyrjaða ári? „í sjálfu sér er margt sem bendir til að rekstraraðstæður verði erfiðari en verið hefur. Afurðaverð mörg hver hafa farið lækkandi á erlendum mörkuðum, en samt held ég að með auknu samstarfi geti menn náð fram hagræðingu, t.d með nýtingu aflaheimilda, með sam- starfi emm við að mörgi leyti betur í stakk búnir að takast á við erfiðara rekstrammhverfi. Gífurlegur styrkur fyrir svæðið Hefur fyrirtækið markað stefnu hvemig mönnun skipa Skagstendings verður háttað, hvort Skagstrendingar t.d. fái að njóta forgangs þar? „Ég er harður á því að þetta sé sama atvinnu- og þjónustusvæðið. Ég held að þessi kaup styrki svæðið gifurlega. Það versta sem gat gerst í þessu sambandi var að veiðiheimildir hyrfú af svæðinu. Svæðið erþað veikt fyrir að við máttum ekkert við því, við veruðum að halda þessu héma heima. Ég held að þetta sé líka ágæt útkoma fyrir Höfðahrepp, eins og þeir gerðu að selja hlutabréfin í Eimskipafélaginu og geta notað þessar 600 milljónir tii uppbyggingar, og kvót- inn helst á svæðinu. Það er svolítið sérstakt ef maður veltir því fyrir sér hvað hefur verið að gerast að undanfömu hringinn í kring- um landið. Þá kemur það í ljós að alls- staðar er það sama að gerast. Menn em að verja sína stöðu, slá skjaldborg um veiðiheimildimar og heimafyrirtækin. Menn fóra í það á sínum tíma að kaupa kvóta og setja fyrirtækin á hlutabréfa- markað, ná þannig í fjármagn, en nú em þau að koma til baka, fara út af mark- aðnum. Þama hefúr orðið mikil breyt- ing á örskömmum tíma, en ég veit ekki hvort að stjómmálamenn hafa gert sér grein fyrir þessu. En ég held að umræð- an eigi almennt eftir að breytast, þegar eignarhaldið er komið heim afiur.” Ert þú kannski á sama máli og sveit- arstjóri Höfðahrepps, að samvinna þessara fyrirtækja sé fyrsta skrefið í sameiningu Skagafjarðar og Skaga- strandar? „Ég skal ekki um það segja. Siðast þegar tekin var umræða um samstarf, þá töluðu Skagstrendingar um að í stað þess að línan milli sveitarfélaganna lægi út Skagann, þá yrði hún færð inn fyrir Skagaströnd. Ég tek ekki afstöðu til þess livort sveitarfélögin komi til með að sameinast, læt aðra um það. Ég held að meginrökin séu þau að gömlu hreppamörkin eigi ekki að hindra sam- starf. Menn eigi að skoða þá möguleika vel með þeim kostum sem því fylgja.” Þorrablótin strax í algleymingi Strax og þorrinn gekk í garð byrj- uðu þorrablótin. Lýtingar blótuðu á föstudagskvöld í Argarði, en Fijóta- menn sem venjulegast hafa blótað þorra þetta kvöld, frestuðu hinsvegar sínu blóti til 6. febrúar, þar sem þeir fylgdu til grafar fyrrverandi sveitunga sínum um helgina. Þorrablót Kven- félagsins Vöku á Blönduósi var hald- ið í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardagskvöld. Aðsókn var mjög góð á Vökublót- ið og segir vefiniðillinn Húni hvert sæti hafa verið skipað í húsinu. Borð- hald hófst stundvíslega kl. 20:30 og var á veisluborðum hinn hefðbundni þorramatur, s.s. sviðakjammar, slát- ur, hrútspungar, hákarl, rófústappa, kartöflur, rúgbrauð, harðfiskur og hangikjöt. Að venju stigu félagar í Leikfélagi Blönduóss á svið og skemmtu veislu- gestum þar sem síðasta ár var gert upp á skoplegan hátt. Segja má að þema kvöldsins hafi verið „Löggu- ríkið Blönduós” en Blönduóslöggan var mikið í fréttum á síðasta ári og því af nógu að taka til að grínast með. Þá var grín gert af þekktum persónum úr bæjarlífi Blönduóss, spaugilegar aug- lýsingar lesnar og maður ársins val- inn, sem að þessu sinni var Láms Jónsson. Lögreglan fékk vænan skerf af gríninu á Blönduósblótinu. Lokaatriði skemmtiatriðanna og rúsínan í pylsuendanum var Idol stjama Húnvetninga, Ardís Ólöf Vik- ingsdóttir og söng hún eitt lag. Við- tökur veislugesta vom frábærar og stóð allur salurinn upp og hyllti Ardísi með lófaklappi. Miðað við hlátrasköllin í Félags- heimilunu féllu flest skemmtiatriðin í góðan jarðveg og á Leikfélagið enn og aftur hrós skilið fyrir frábæra skemmtun. Þegar búið var að klappa fyrir Kvenfélagskonum, sem eiga líka mikið hrós skilið, og fyrir góðum mat hófst Ijöldasöngur og að honum Ioknum dansaði fólk og skemmt sér ftarn á rauða nótt við undirspil Stuð- bandalagsins úr Borgamesi. KOSTABÓK Hentar vel fyrir reglubundin sparnað og lægri innborganir www.kbbanki.is ■ KB BANK I Sauðárkróki s: 455 5300 Hofsósi s: 453 7400 Varmahlíð s: 453 8200

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.