Feykir - 28.01.2004, Page 3
4/2004 FEYKIR 3
Brettapakka
bretti, skór og bindingar
Barna frá kr. 27*20®
Unglinga frá[kr. 33.,“00
FuHorðinna fra kr. 34.90
Skiðavörur—Skjðavorur
•GSnguskíðapakki frá kr. 1190«
•Skíðapakki barna frá kr. LSAM
■Skíðapakki unglinga fra kr. 27A_
•Skíðapakki fullorðmna kr. 32300
.f
Landsmótssumar
á Króknum
Á dögunum var skrifað undir
samstarfssamninga milli Lands-
móts UMFÍ og aðalsamstarfsað-
ila Landsmóts og Unglinga-
landsmóts UMFI sem haldin
verða á Sauðárkróki í sumar.
Aðalsamstarfsaðilar Landsmóts-
ins eru: Kaupfélag Skagfirðinga,
Vátryggingarfélag íslands, Vísa
Island og KB Banki. Fulltrúar
íyrirtækjanna ásamt fomianni
UMFI og formanni Landsmóts-
nefndar skrifbðu undir samning-
ana. í fyrsta skipti í sögu UMFÍ
eru haldin tvö landsmót sama
árið og jafnframt í fyrsta skipti
sem Landsmótin hafa verið opn-
uð fyrir þátttöku allra íþróttafé-
laga í landinu. Reiknað er með
um 15.000 manns á Landsmótið
8 - 11. júlí og um 8000 manns á
Unglingalandsmótið um versl-
unarmannahelgina.
Miklar framkvæmdir hafa
staðið yfir við íþróttavallargerð
á Sauðárkróki frá því að ákvörð-
un um að halda Landsmót á
Króknum var tekin. Aðstæður til
íþróttaiðkunar á Sauðárkróki í
dag em orðnar afar glæsilegar.
Sveitarfélagið Skagafjörður hef-
ur sett mikið fjármagn til upp-
byggingar og framkvæmda, auk
þess sem ríkið hefúr lagt til fjár-
magn til ffamkvæmdanna.
Landsmót UMFÍ 8. -11. júlí
Landsmót UMFI er stærsta
íþróttahátíð sem haldin er á ís-
landi. Þar taka á þriðja þúsund
íþróttamenn þátt í tæplega 30
keppnisgreinum í flokki fullorð-
inna. Landsmótin em öllum opin
og boðið er upp á fjölbreytta af-
þreyingu og skemmtun, sam-
hliða íþróttakeppni, þannig að
allir geti fúndið eitthvað við sitt
hæfi. Fyrsta Landsmót UMFÍ
var haldið árið 1909 og þau em
haldin á þriggja ára fresti.
Keppnisgreinar
Á Landsmóti UMFÍ er keppt
í 29 íþróttagreinum: badminton,
blak, borðtennis, bridds, dans,
fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma,
golf, handbolti, hestaíþróttir, í-
þróttir fatlaðra, judo, knatt-
spyma, körfubolti, siglingar,
skák, skotfimi og sund. Auk þess
verður keppt í níu starfsgreinum
sem meðal annars em dráttar-
vélaakstur, jurtagreining, lagt á
borð og pönnukökubakstur; en
starfsgreinar hafa jafnan notið
mikilla vinsælda og athygli á
Landsmótum UMFÍ. Einnig
verður keppt í fjallahlaupi fyrir
almenning og eins munu íþróttir
eldri borgara skipta veglegan
sess á mótinu.
Afþreying
Samhliða keppni í íþróttum
verður boðið upp á fjölbreytta
afþreyingu og skemmtun fyrir
gesti Landsmótsins. Fjölmargir
skemmtikraftar, landsþekktir
sem og minni spámenn munu
halda uppi góðri stemmningu
landsmótsdagana, með tónlist,
leiksýningum, uppistandi og
menningarviðburðum ýmis kon-
ar. Á Landsmótinu má finna
ýmiss leiktæki, þrautir og fleira
fyrir unga sem aldna.
Allir velkomnir -
ókeypis aðgangur
I fyrsta skipti í tæplega hund-
rað ára sögu Landsmóta, hefur
Landsmót verið opnað keppend-
um úr öllum ungmenna- og í-
þróttafélögum á landinu. Gert er
ráð fyrir á þriðja þúsund kepp-
enda í þeim 29 íþróttagreinum
sem keppt er í á mótinu. Fritt er
fyrir alla gesti á Landsmótið,
m.a. á alla íþróttaviðburði,
kvöldvökur og alla þá dagskrá
sem er á vegum Landsmóts-
nefndarinnar. Tjaldsvæði eru
einnig ókeypis. Sérstakt þátt-
tökugjald er fyrir keppendur á
Landsmóti UMFI.
Unglingalandsmót UMFÍ
- verslunarmannahelgina
Unglingalandsmót UMFÍ er
vímuefnalaus fjölskylduhátíð
um verslunarmannahelgina þar
sem böm og unglingar, 11-18
ára taka þátt í sjö íþróttagreinum,
samhliða sem boðið er upp á
fjölbreytta afþreyingu, leiki og
skemmtun fyrir alla fjölskyld-
una. Fyrsta Unglingalandsmót
UMFÍ var haldið 1992. Ung-
lingalandsmót eru haldin á
hveiju ári um verslunarmanna-
helgina. Gert er ráð fyrir 7 - 8000
gestum á mótið.
Fjölskylduhátíð
Lögð er áhersla á að Ung-
lingalandsmót UMFÍ er fjöl-
skylduhátíð og að sjálfsögðu
vímuefúalaus. Vissulega mun í-
þróttakeppnin skipa stóran sess
en ekki síður sú afþreying sem í
boði verður en þar munu stórir
sem smáir skemmtikraftar koma
fram. Unglingalandsmótin hafa
undanfarin ár náð athygli íjöl-
skyldunnar í ljósi þess að þau eru
vímuefnalaus og heilbrigð
skemmtun. Unglingalandsmótin
em orðin ein af stærstu hátíðun-
um sem í boði em þessu mestu
ferðamannahelgi landsins.
Keppnisgreinar
Á Unglingalandsmótinu
verður keppt í; fijálsum íþrótt-
um, knattspymu, körfúbolta,
sundi, golfi, glímu og hesta-
íþróttum. Fyrirkomulag keppn-
innar er þannig að allir geta ver-
ið með og tekið þátt í skemmti-
legri dagskrá þar sem áhersla er
lögð á að vera með og taka þátt.
Hæfileikakeppni
Fjölbreytt hæfdeikakeppni
verður á mótinu þar sem ungu
fólki gefst kostur á að spreyta sig
og láta ljós sitt skína. Fyrirkomu-
Frá undirskrift forsvarsmanna Landsmóts UMFÍ 2004 og helstu styrktaraðila mótsins
á Grand Hóteli í Reykjavík í Iiðinni viku.
lag keppninnar verður kynnt
ffekar þegar nær dregur.
Landsmót UMFÍ er fjöl-
mennasta íþróttamót á íslandi.
Fyrsta mótið var haldið árið
1909, en síðan 1940 hefúr það
verið haldið 3ja hvert ár. Á þessu
móti er keppt í mörgum greinum
íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta
eins og dráttarvélarakstri, starfs-
hlaupi, línubeitingu auk annarra
greina. Fjöldi keppenda er um
2000 og þeir sem koma og fylgj-
ast með eru frá 12 til 20.000, en
hefúr mest farið uppí 25.000
rnanns árið 1965. Það sem gerir
mót þetta að stórviðburði á ís-
landi er hinn mikli fjöldi kepp-
enda og áhorfenda auk mikillar
fjölbreytni í keppnisgreinum.
Landsmót UMFÍ hafa sett sterk-
an svip á íslenska íþróttasögu og
þeim hefúr jafnan fylgt mikil
uppbygging á þeim stöðum sem
mótin eru haldin.