Feykir


Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 8/2004 Tvítugur og áttræður um sömu helgina Spjallað við hlaupársbarnið og Fljótamanninn Gest Frímannsson Sumum gengur betur en öðrum að koma auga á spaugilegu hlutina í líf- inu og til eru þeir menn sem maður hittir varla án þess að þeir séu með gamanyrði á vörum. Einn úr þeim hópi sem hefur þessi ágætu einkenni er frændi pistilritara, Gestur Árelius Frímannsson, einn sextán systkina frá Austar-Hóli í Fljótum. Gestur er líka fágætur að því leyti að hann er fædd- ur á hlaupársdegi 29. febrúar 1924, og fagnar því stórum tímamótum um næstu helgi, hefúr reyndar alltaf hald- ið upp á sitt afrnæli seinasta dag febr- úar eins og mörg hlaupársdagsböm. Það eru því ekki margir sem halda upp á áttræðis og tvítugsaftnælið sömu helgina eins og Gestur Árelíus orðar það sjálfúr. Gestur hefúr lengst af alið manninn á Siglufirði, en dvaldi um árabil í ellinni hjá syni og tengdadóttur á Barði í Fljót- um, sinnti þar búskapnum sem hann hefúr alltaf hneigst til, einkum haft yndi af hestum og átt marga fallega og vilj- uga. Núna síðustu mánuðina hefúr Gestur svo búið í Skálahlíð dvalarheim- ilinu á Siglufírði og blaðamaður heils- aði upp á frænda núna á dögunum svona rétt áður en hann slippi á níunda áratuginn. Við vomm svona á alvarlegu nótun- um til að byqa með í okkar spjalli. Það var enginn dans á rósum að alast upp í Flókadalnum á þriðja og fjórða tug síð- ustu aldar. Gestur fæddist eins og flest systkinin í torfæ í Steinhóli, það voru aðeins þau fjögur yngstu sem fæddust á Austari-Hóli. Aðbúnaðurinn var léleg- ur, húsakynnin lek og köld og það rifj- ast upp saga af því þegar einn Flókdæl- ingurinn kom í heiminn á þessum tíma og móðurin þurfti að veija ungabamið fyrir vatninu úr þekjunni með því að breiða yfir það gæmskinn. „Þetta var ógurleg fátækt eins og þú getur ímyndað þér með þennan stóra hóp. Það þýddi ekki að bjóða konum það í dag sem mamma hafði að sýsla, var alltaf að frá morgni til kvölds á hverjum einasta degi.” Gamanvísur og eftirhermur - En þið kunnuð samt að hafa gam- an af hlutunum? „Já það var ýmislegt til gamans gert. Maður var á skautum, ríðandi á priki um allt og þóttist hafa það fyrir hesta og svo vom það skíðin yfir veturinn. Það var alltaf svo mikill snjór þegar maður var krakki.” Og það var fleira sem Gestur og bræður hans gerðu sér til gamans. Þeir sömdu bragi um nágrannana og sungu. Gestur segir að Guðbrandur hafi verið ansi magnaður í því, Brandur sem seinna var slökkiliðsstjóri á Króknum. - Og svo vom það líka eftirhermum- ar. Þar vom þeir lunknir bæði Zophoní- as, Guðmundur og þá ekki síst Sigur- bjöm einn af eldri bræðmnum sem þótti afarsnjall í þeirri íþrótt. Þegar hann var unglingur í húsmennsku á Laugalandi hjá Jónmundi, var hann oft sóttur til að skemmta á þorrablótunum á Ketilási. Með hláturmildari mönnum vom bræð- umir kenndir við Þrasastaði í Stíflunni, Þorvaldur bóndi á Deplum og Eiríkur byggingarmeistari á Siglufirði. Sagan segir að þegar Sigurbjöm Frímannsson var kallaður á svið með sínar eftirherm- ur þar sem hermt var eftir helstu kemp- um sveitarinnar, þá hafi Þorvaldur rétt augnabliki áður haft orð á því að nú væri brátt komið að því að ganga út fyr- ir vegg til að létta af sér vatni. „En ég má ekki missa af Bimi”, sagði Þorvald- ur og hristist þessi lifandi skelfing af hlátri meðan Sigurbjöm lét dæluna ganga. Eiríkur sagðist ekki hafa séð bet- ur en buxnaskálmar bróður síns hafi verið famar að blotna þegar hann gekk út að gríni loknu. Eftir að Sigurbjöm kom til Siglu- fjarðar og fór að vinna þar m.a. í verk- smiðjunum hjá SR hélt hann áffarn að herma eftir þekktum karakterum þar í bæ, m.a. Guðmundi nokkmm Þor- grímssyni bróður Ingibjargar húsffeyju á Steinavöllum í Flókadal. Þegar Guð- mundur dó var það Dóri Pé bílstjóri sem ók honum síðasta spölinn í garðinn. Dóri þótti aka greitt. Sigurbjöm var staddur niður á bílastöð hjá Balda blúss þegar hann sér að Dóri Pé er að koma inn á stöðina. Hann laumast á bak við útidyrahurðina og þegar hurðin var að byija að opnast hefúr „Guðmundur heit- inn” upp röddina og segir: „Þú ókst of hratt”. Dóri náfölnaði við það sama og steinlá inn á gólfið. Þurfti að bera hann upp á bekk og stumra þar yfir honum þar til hann rankaði við sér úr yfirliðinu. Átta mínútur ot'an úr Skarði Veturinn 1949 var með þeim snjó- þyngstu á öldinni og það voraði seint i Fljótum. Þeir vom út á Siglufirði þenn- an vetur og vor bræðumir Gestur og Guðmundur, Gestur að vinna á Hólsbú- inu. Níunda júní um vorið lögðu þeir bræður af stað á skíðum inn í Fljót. Pálína elsta dóttir Jóns bróður þeirra, sem þá var ráðsmaður á Barði hjá prest- hjónunum Guðmundi og Guðrúnu, hafði verið veik um tíma og vantaði meðöl handa henni. Bræðumir tóku að sér að fara með meðölin. „Klukkan var tíu um kvöldið þegar við fómm héðan og þá var blindhríð, snjórinn í hné, logndrífa svo ekki sá út úr augum. Við fómm upp í Skarðið og af Fellunum niður í Göngudalinn, styttri leiðina, og svo beint ofan að Hraunum. Við villtumst á Miklavatninu, það vom engin kennileyti og við sáum ekki glóm. Rönkuðum ekki við okkur fyrr en rétt utan við Hamar, sunnan við Grind- il. Vissum þá að við vomm á vitlausri leið, fórum hlíðina, eiginlega í hugsun- arleysi og fúrðulegt að við skyldum sleppa við snjóflóð, því sjálfsagt var mikil hætta í þessari miklu úrkomu og harðfenni undir. Við stoppuðum smá- stund á Barði, þegar við komum þang- að um þijúleytið um nóttina, héldum svo ferðinni áffam og komum ffam í Austara-Hól á fimmta tímanum. Gamli maðurinn var nú ekki ánægður þegar við birtumst og var okkur reiður fyrir að hafa lagt af stað við þessar tvísýnu að- stæður. Við vomm svo heima ffam á næsta dag og lögðum síðan af stað aftur í fjörðinn seinni part dagsins. Okkur sótt- ist ferðin vel út eftir enda snjórinn að- eins farinn að setjast. Það var tignarlegt að horfa yfir hvíta auðnina ofan af Skarðinu og enn tilkomumeira þegar við að kvöldi 10. júní renndum okkur í einni sælubunu ofan úr Skarði og niður að Hóli. Guðmundur tók tímann á úrinu sínu og við vomm ekki átta mínútur þessa leið, enda færið rosalegt í púður- snjónum. Við stóðum báðir niður og Guðmundi bróður gekk nú miklu betur en nokkmm ámm áður þegar hann kom heim í Hól í jólaffíinu, úr Gagnffæða- skólanum á Siglufirði, og var þá að sýna okkur Þórhalli heitnum hvemig sigl- firsku skíðakappamir tækju það í slalom, eins og Guðmundur kallaði það, svigið. Hann rak niður stangir með vissu millibili upp allan Hjallhólinn fyr- ir ofan bæinn og fór svo að sviga niður. Það tókst ekki betur til en svo að hann hreinsaði allar stangimar með sér. Þór- hallur hló óskaplega og spurði hann hvort Siglfirðingamir færu virkilega svona að.” Aldarfjórðungur með Vísi Gestur Frímannsson var lengi söng- maður í þeim þekkta kór Vísi á Siglu- firði. Vísir átti geysilegum vinsældum að fagna og það var stemning yfir tón- leikum kórsins og tilkomumikið að sjá hljóðfæraleikarana með kómum spila, blásarana alla með Gerhard Smith stjómanda í broddi fylkingar og þá Gautlandsbræður Guðmund og Þórhall, sem virtust geta spilað á flest hljóðfæri. Ungir Siglfirðingar röðuðu sér þá gjam- an á fremsta bekk opinmynntir og fylgdust með af andakt, meðal annarra Guðmundur Ragnarsson sem seinustu árin hefúr svo sungið með Heimi og annast þar skemmtilegar kynningar. En Gestur vill svo sem ekki mikið tala um tímann hjá Vísi, sem hann seg- ir þó hafa verið geysilega skemmtileg- an. „Gerhard Smith var snillingur. Kór- inn var ákaflega vinsæll á þessum ámm. Við fómm suður um vorið eftir að við vomm búnir að þjálfa hér heima, tvisvar fylltum við Áusturbæjarbíó, þegar Karlakór Reykjavíkur fékk fáa á konsert. Hápunkturinn var þegar kóm- um var boðið til Frakklands eftir að platan okkar hafði verið sú söluhæsta í landinu. I París tókum við á móti gull- plötu ásamt fleirum metsöluflytjendum úr heiminum. Þar á meðal hinum þekkta dægurlagasöngvara Tom Jones sem þá var á toppnum með sína hljómsveit. Þetta var vorið 1965. Við sungum eitt lag á sviðinu, ,Austan kaldinn á oss blés”. Það þurfti að hespa þessu af og uppstillingin á sviðinu var ekki sú sem við höfðum vanist. Ég fann að sá sem stóð mér á aðra hlið, skalf af spenningi. Menn vom að vona að þetta tækist hjá okkur og ég held það hafi gert það. Svo fór kórinn í skemmtiferð til Ital- íu í þessari sömu ferð og það var stór- kostlegt. Þar fengu menn sér spaghetti í fyrst sinn, en kunnu ekkert á það. Ég man að Þórður heitinn Kristins var kominn með taumana í góða meters hæð yfir diskinn, hélt þetta ætti að vera svona og menn höfðu gaman af. Þetta var einstaklega skemmtileg ferð.” * 1 •4 r Ól ey: táð fréttablað á Kl Norðurla [] ndi \ R estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriflarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.