Feykir


Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 3

Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 3
8/2004 FEYKIR 3 Matur og gleði á þorrablóti Heimis á Hótel íslandi Það má með sanni segja að andi há- tíðarinnar „Food and Fun” hafi svifíð yfír vötnum á Broadway sl. laugar- dagskvöld þegar Karlakórinn Heimir stóð fyrir skagfirsku þorrablóti. Nóg var af matnum, súrum og ósúrum, og enn meira af fjörinu sem fylgdi í kjöl- far borðhaldsins. í húsinu voru 400- 500 manns, ijölmargir burtíluttir Skag- firðingar, og skemmtu allir sér hið besta. Veislustjóri var Oskar Pétursson ffá Álfíagerði og átti hann auðvelt með að fá salinn til að syngja fjöldasöng, á milli þess sem hann sagði gamansögur af sveitungum og öðrum samferða- mönnum. Og að sjálfsögðu tók hann lagið með kómum, sem flutti nokkur lög á Broadway ásamt einsöngvumm Einari Halldórssyni ffá Kúskerpi, Sig- fúsi Péturssyni ffá Alftagerði og Mar- gréti Stefánsdóttur ffá Víðidal. Einnig söng Gísli Pétursson Alftagerðisbróðir tvísöng með Einari. Söngatriðin em ekki upptalin því Heimismenn sýndu það og sönnuðu að eplið fellur sjaldan langt ffá eikinni, þó í kvenlegg sé. Þær Sigurlína Ein- „Abba-systurnar" úr Blönduhlíðinni tók lagið við góðar undirtektir, þær Sigurlína Einarsdóttir og Kolbrún Erla Geirsdóttir, dætur tveggja Heimis- manna. Árni Bjarnason, Óskar Pétursson veislustjóri, Kristján Stefánsson og Sig- urður Hansen láta Ijós sitt skína í bundnu máli. Myndir og texti: Björn Jóhann Björnsson. Óskar og Gísli frá Álftagerði fóru á kostum ásamt Einari Halldórs á Kú- skerpi og settu á svið mjaltir undir einu sveitalaginu sem var kyrjað. arsdóttir Halldórssonar og Kolbrún Erla Grétarsdóttir Geirssonar komu ffam sem Abba-systur og sungu nokk- ur lög þeirrar fomffægu söngsveitar. Ekki má svo gleyma hagyrðingun- um úr kómum sem létu, auk Sigurðar Hansen frá Flugumýri, ljós sitt skína milli söngatriða. Kristján Stefánsson frá Gilhaga var meðal þeirra og hittir hann oftar en ekki naglann á höfúðið þegar bundið mál er annars vegar. Þama um kvöldið var honum hugsað til fuglaflensunnar sem herjað hefúr á íbúa Austurheims, þar sem þeir hafa verið hvattir til að snerta ekki fíðurfén- aðinn: Áður fyrr í útlandinu off var gaman, fféttist oft af Frónsins sonum fíktandi í gleðikonum. Læknar þetta ljótan töldu og leiðan vana. En nú er læknaöldin önnur, og á það líka færa sönnur. Ef þið farið út í heim í einum grænum; elskumar í öllum bænum ekki fara að klappa hænum. Kristján átti fleiri góða spretti og gat að sjálfsögðu ekki látið hjá líða að minna viðstadda blótsgesti á helstu kosti Heimismanna: Það er eins satt, og sem ég héma stend og sögur em það um víða á sveimi; að feimni eða minnimáttarkennd muni ekki vera til í Heimi. Loks mátti Kristján til með að skjóta létt að veislustjóranum, Óskari og þeim bræðmm ffá Álftagerði, sem jafnan hafa vakið mikla aðdáun og hrifúingu kvenna, ekki síst þeirra eldri: Frétt um þessa söngvasveina káta sífellt hefur vakið eftirtekt. En að láta gamlar konur gráta getur varla talist skemmtilegt. Hlaðborðin á Broadway svignuðu undan kræsingunum, sem að sjálf- sögðu voru að mestu gerð úr skagfírsku hráefni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.