Feykir


Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 7

Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 7
8/2004 FEYKIR 7 Glæsilegt íslandsmet Vilborgar Meistaramót íslands í fjöl- þrautum fijálsra íþrótta fór ffam um helgina, 21 .-22. feb., í Egilshöll í Reykjavík. Vilborg Jóhannsdóttir UMSS sigraði í sexþraut kvenna hlaut 4486stig, sem er nýtt íslandsmet, gamla metið átti Vilborg sjálf, en það var 4407stig frá árinu 2001. í 2. sæti varð Kristín Bima Ólafs- dóttir ÍR með 4265stig og Jó- hanna Ingadóttir ÍR í 3. sæti með 3813stig. í sjöþraut karla sigraði Ó- laíur Guðmundsson UMSS með yfirburðum, hlaut 4927stig, sem er besti árang- ur hans í fjögur ár. í 2. sæti varð Unnsteinn Grétarsson ÍR með 3764stig. Fleiri luku ekki keppninni, en sex voru skráðir til leiks. Stelpumar í 2. sæti Annar flokkur kvenna náði frábærum árangri í ísl.mótinu innanhúss. Þær spiluðu 14.febrúar í úrslitum og skemmst ffá því að segja að þær höfhuðu í 2.sæti í úr- slitunum. Tindastóll sigraði Fylki 4- 0, tapaði fyrir Breiðablik 1-5. Þar með endaði liðið í öðru sæti í sínum riðli og spilaði því við Fjölni í undanúrsli- tum. Þar hafðist sigur 4-3 og þurftu stelpumar loks að spila við Breiðablik öðru sinni og nú um Islandsmeistaratitilinn, en töpuðu aftur, nú 4-2. Engu að síður ffábær árangur. Þess má geta að Inga Bima Friðjónsdóttir gerði 8 mörk af þeim 11 sem liðið gerði í keppninni. Mynd nr. 474. Mynd nr. 475. Atvinnuþróunarfélag Nv Hólaskóli fékk hvatningarverðlaun Stjóm Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra ákvað á fúndi sínum 23. janúar sl. að veita Háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun ársins 2003. Félagið veitir verðlaunin árlega til fyrirtækja eða stofnana sem skarað hafa ffam úr í starfsemi sinni. Verðlaunin em nú veitt í fimmta sinn. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaunum kominn og er þeim óskað áffamhaldandi velgengni í upp- byggingu skólans. Afhending verðlaunanna fer ffam á Hólum þann 27. febrúar kl. 11:30. Áskrifendur góðir! Þeir sem eiga ógreidda seðla fyrir áskriftargjöldum eru vinsamlegast beðnir að greiða hið fy rsta. Hver er maðurinn? Ýmsar vísbendingar bámst um hvaða bæjir vom birtar myndir af í síðasta myndaþætti sem enn hefúr ekki verið hægt að staðfesta. Vonandi tekst það á næstu dögum. Nú em birtar fjórar myndir sem bárust safn- inu úr ýmsum áttum. Þau sem þekkja myndimar em vinsamlegast beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Smáauglýsmgar Til sölu er Lancer árg. ‘91 ekinn 220.000 km. og gæða- biffeiðin Seat Ibiza árg. ‘90 ekinn 54.000 km.. Uppl í s: 695 9016 (Bjöm) Félagsvist! Félagsvist i Höfðaborg Hofsósi fimmtud. 26. febrúar kl. 21. Vinningar og kaffiveitingar. Félag eldri borgara Hofsósi. Húsnæði! Ibúð, fjögurra herbergja eða stærri, óskast til leigu á Sauðárkróki eða Hofsósi. Upplýsingar í síma 868 7964. Fyrsta töltmótið í Arnargerði Föstudaginn 13. febrúarvar haldið fyrsta töltmót vetrarins í Reiðhöllinni Amargerði við Blönduós. Keppt var í þremur flokkum; flokki unglinga og ungmenna yngri en 20 ára, á- hugamannaflokki og opnum flokki. Úrslit urðu sem hér seg- ir: Flokkur unglinga og ung- menna yngri en 20 ára: 1. Helga Una Bjömsdóttir á Orðu 7v. 5,8 2. Sigrún íris Eysteinsdóttir á Frama 9v. 5,35 3. Magnús Asgeir Elíasson á Glettu 6v. 4,87 Áhugamannaflokkur: 1. Sigríður Lámsdóttir á Svikamyllu 6v. 5,67 2. Elín íris Jónasdóttir á Plat- ínui 13v. 5,55 3. Þorgeir Jóhannesson á Neista llv. 4,9 Opinn flokkur: 1. Reynir Aðalsteinsson á Leik 8v. 6,6 2. Einar Reynisson á Rökkver 6v. 6,5 3. Jóhanna Friðriksdóttir á Stefnir 8v. 6,37 Laugardaginn 28. febrúar verður keppt í fjórgang og slaktaumatölti og hefst sú keppni kl. 13:00 en skráning upp úr kl. 12:00. Keppt verð- ur í sömu flokkum og í töltinu. Intersport-deildin TindastóU - ÍR fímmtudagskvöld kl. 19,15 Áfram Tindastóll! Tindastóll lyftir sér ofar á töfluna Tindastóll skaust í sjötta sæti Intersport-deildarinnar sl. fimmtudagskvöld með góðum útisigri á liði Hamars í Hvera- gerði, en þeir hafa oftar en ekki reynst Stólunum erfiðir. Hamar bytjaði betur en Stólamir náðu yfirhöndinni og vom yfir í hálf- leik, 45-49. Okkar menn juku muninn í upphafi síðari hálf- leiks og héldu sínu allt til loka. Lokatölur 82-94. Kári Marísson aðstoðar- þjálfari Tindastóls segir að þetta hafi verið sigur liðsheild- arinnar, allir leikmenn hefðu lagt sig ffam í leiknum. Nick Boyd var stigahæstur Stólanna með 30 stig og tók að auki 13 fráköst, Cook var með 24 stig, Sanders með 15 stig og 11 fráköst og Friðrik Hreinsson setti niður 10 stig. Næsti leikur Tindastóls er að annaðkvöld í Síkinu gegn IR-ingum. Þá munu þeir félag- ar Sanders og Kristinn þjálfari taka út leikbann - Sanders reyndar einn leik til viðbótar. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Sérfræðikomur í febrúar - mars. Pöntunarsími 455 4000. 25.02. - 26.02. Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 26.02. - 27.02. Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir 01.03. - 05.03. Anna Helgadóttir kvensjúkdómalæknir 08.03. - 12.03. Shree Datye skurðlæknir 15.03. - 19.03. Haraldur Hauksson æðaskurðlæknir 29.03. - 02.04. Hafsteinn Guðjónsson þvagfæraskurðlæknir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.