Feykir


Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 8
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 25. febrúar 2004, 8. tölublað, 24. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill © SheJJ * £ Xr«<* VlDEQ^íftun 4536622 Leigir tjaldstæðið til næsíxi fiimn ám í dag, miðvikudag, verður á Hvammstanga gengið frá samn- ingi um leigu á tjaldstæði stað- arins, uppi í Kirkjuhvammin- um, til næstu fimm ára. Jafn- framt verður undirritaður samn- ingur um byggingu þjónustu- miðstöðvar í hvamminum. Þjónustumiðstöðin verður rúm- lega 70 fermetra hús, með sturt- um og snyrtiaðstöðu ásamt 50 fermetra sal. Það er Skúli Guðbjömsson, er hefúr haft tjaldstæðið á leigu síðustu þrjú árin, sem búinn er að framlengja samninginn til næstu fimm ára, og jafnframt stendur hann fyrir byggingu þjónustuhússins, sem bygging- arfyrirtækið Tveir smiðir á Hvammstanga hefúr tekið að sér að byggja. „Þetta er rnjög skemmtilegt tjaldstæði en þessa aðstöðu hef- ur vantað á svæðið”, segir Skúli. Um 1300 gestir komu á tjald- stæðið síðasta sumar og varð þá 28% auking á milli ára. Skúli og fjölskylda eiga fyrirtækið Bland í poka sem rekur tjaldstæðið. Geirmundur Valtvsson Býður til mikillar tónlistarveislu Feykir og fleiri miðlar vom „skúbbaður” rosalega þegar út kom menningar- og afþreying- arblað um Norðurland í síðustu viku og dreift með Morgunblað- inu. Þar kom m.a. fram, og mörgum á óvart, að sveiflu- kóngurinn Geirmundur Valtýs- son mun bjóða til mikillar tón- listarveislu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á annan í páskum, 12. apríl, í tilefni sextugsafinæl- is síns. Þessi fregn kom víst Geirmundi sjálfúm líka á óvart að því leyti að hann stóð í þeirri meiningu að umrætt blað, Norðurland.is, kæmi ekki út fyrr en einhvem tima í næsta mánuði. Geirmundur býður öllum Skagfirðingum og landsmönn- um til veisjunnar, meðan hús- rúm leyfi. A tónleikunum verð- ur flutt ný tónlist eftir Geir- mund, sem mun koma út sama dag á geisladiski. Textar við lög Geinnundar eru allir eftir Skag- firðinga og flytjendur eru líka allir úr Skagafirði, sem dæmi iná nefna þá Álftagerðisbræöur og Jóhann Má Jóhannsson á- samt fleimm, en væntanlega verður vikið nánar að þessum tónleikum síðar í Feyki. „Þetta er í raun allt öðmvísi tónlist en ég hef fengist mest við, ekki dæmigerð sveiflulög, heldur sönglög fvrir einsöng, dúetta og kvartett. Eg samdi allt efni fyrir diskinn á einum og hálfúm mánuði, byijaði á þessu verkefni um miðjan nóvember og lauk við það um áramótin. Þetta var mjög skemmtilegt og kom mér á óvart hversu vel mér gekk að fást við þetta”, segir Geinnundur, en hann fagnar einnig um þessar mundir 46 ára tónlistaraffnæli. Magnús Kjart- ansson og hljómsveit leggur Geirmundi lið á nýja disknum og sömuleiðis á afrnælistónleik- unum á Króknum, segir í Norðurl.is. Geirmundur hefur verið mjög afkastamikill í plötuútgáf- unni síðustu misserin, en þetta er þriðji diskurinn sem kemur ffá honum á skömmum tíma. Viðurkenningin afhjúpuð fyrir utan Frændgarð, Valgeir, Helga og Siv. Vesturfarasetrið hlýtur umhverfisverðlun UMFÍ Enn ein fjöðrin bættist í hatt Vesturfarasetursins og Valgeirs Þorvaldssonar forvígismanns þess í síðustu viku þegar um- hverfisverðlaun UMFÍ og poka- sjóðs komu í þeirra hlut og voru afhent á Hofsósi. Þetta er i átt- unda sinn sem þessi verðlaun voru veitt og þau afhenti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, að viðstöddum stjómar- mönnum UMFI, sveitarstjóm Skagafjarðar, starfsfólki Vestur- farasetursins og fleiri gestum. í kaffisamstæti sem haldið var í Frændgarði lék hannonikku- leikarinn ungi Jón Þorsteinn Reynisson nokkur lög. Valgeir Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Vesturfaraseturs- ins bauð gesti velkomna og því næst tók til máls Helga Guð- jónsdóttir varaformaður UMFI. Helga gerði grein fyrir um- hverfisverðlaunum UMFI og pokasjóðs sem vom fyrst veitt 1996 sama árið og Vesturfara- setrið var opnað. Þá vék hún að því mikilvæga hlutverki sem Vesturfarasetrið sinnir sem miðstöð fyrir samskipti Islend- inga og fólks af íslenskum ætt- um í Vesturheimi. Með tílkomu Vesturfarasetursins hafi gamli þorpskjaminn á Hofsósi fengið mikilvægt hlutverk sem stuðlar að bættri umgengni og fegrun umhverfis. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra sagði það vera sér- staka ánægju og heiður að taka þátt í því að afhenta viðurkenn- ingu frá svo stómm umhverfis- samtökum sem ungmennafé- lagshreyfingin væri. Á Hofsósi hefði verið unnið gott starf und- ir ffábærri fomstu Valgeirs á Vatni. Það væri ekki einungis hér innanlands sem þetta mikla framtak við Vesturfarasetrið væri þekkt, heldur einnig er- lendis, því hefði hún orðið vitni að í Kanada fyrir ekki alls löngu þegar þar var á ferð Forseti Is- lands Olafúr Ragnar Grímsson. Ársæll Guðmundsson sveit- arstjóri Skagafjarðar lauk eins og aðrir lofsorði á starf Vestur- farasetursins og sagði það ekki aðeins mikilvægt fyrir það litla samfélag sem væri á Hofsósi, heldur væri þar leyst af hendi metnaðarfúllt menningarstarf sem hefði áhrif langt út fyrir landsteinana. Valgeir Þorvaldsson sagði í þakkaroðum að viðurkenning sem þessi virkaði mikil hvatn- ing og það væri mjög mikilsvert að finna fyrir stuðningi samfé- lagsins og stjómvalda við þeirri uppbyggingu sem átt hefði sér stað á Hofsósi. Að loknum á- vörpum var gengið út fyrir Frændgarð og þar var viðukenn- ingin afhjúpuð, listaverk hannað af Oddi Hermannssyni arkitekt. Pokasjóður, áður Umhverf- issjóður verslunarinnar, úthlutar styrkjum til verkefha sem heyra undir almannaheill, s.s. um- hverfismál, menningarmál, list- ir, íþróttir og mannúðarmál. í dag greiða 160 verslanir víðs- vegar um land í sjóðinn. Flísar - flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Mariusson Sími : 453 5591 853 0391 893 0391 tnynta :: tryggingamiðstöAin :: Vnriafr pypross :: haplmr ng ritfnng :: 1 | I i jnsritnn í lit :: gnrmar og plöstun :: flnira og fleira bókabúðin É BÓKABtJÐ 1 BRYTÍJARS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - 3) |3 '\ -f jo) SKi I dliOD j

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.