Feykir


Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 25.02.2004, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 8/2004 „Han kender slne stederu Spjallað við fuglaáhugamanninn og veiði- manninn Jón Pálmason á Sauðárkróki Fyrst að veiðimennska fekk talsvert rúm 1 siðasta blaði Feykis, finnst kannski sumum vera borið í bakkafullan læk- inn að koma hér með enn einn pistilinn um veiðimennsku og gætu kannski sumir haldið að þetta væri sérstakt áhuga- mál ritstjóra blaðsins, en svo er ekki, enda sá sá hinn sami aldrei úr byssu skotið né verið duglegur að dífa færi í vatn. Jón heitir maður Pálmason á Sauðárkróki, mikill áhuga- maður um fugla og skotveiðar, og lesendum Feykis ekki ókunnur, þar sem haustið 1997 birtist í blaðinu frásögn hans af ferð sem hann fór til Póllands þetta haust á villisvínaveiðar ásamt félaga sínum og öðrum Króksara, Sigurfmni Jónssyni. Jón Pálmason mun á næstunni, nánar tiltekið þriðjudagskvöldið 9. mars flytja íyrirlestur í Gamla Bamaskólanum, í íyrirlestrarröðinni; náttúra, saga, menn- ing. um skotveiðar í íslenskri náttúru. Það var kveikjan að þessu viðtali við Jón Pálmason, en hann er formaður Skot- félagsins Ósmanns í Skagafirði. „Það má segja að ég sé bæði að veiða og skoða fiagla, en ég vann í samstarfi við Náttúm- fræðisstofnun og Wild and Wetland Tmst, síðasta sumar ásamt fleimm að merkja álftir í Skagafirði og hef einnig verið í gæsamerkingum”, segir Jón í upphafi þessa spjalls okkar. Talið berst einmitt að fugla- skoðuninni, en það er blaða- manni Feykis minnisstætt þeg- ar Jón var fenginn til leiðsagn- ar hinum þekktu meðlimum í dönsku jasshljómsveitinni Bazars þegar hún lék á tónleik- um í Króknum í Sæluvikunni á afmælisári. Þá fór Jón Pálmson með þá Bazarsmenn í fúgla- skoðunarferð um Skagafjörð, á Skagann og víðar. „Þetta var mjög skemmti- legt, en var samt í því fyrsta að vorinu að hitta á fuglana. Himbriminn var t.d. nýkominn upp á vötnin, og við sáum straumönd á sjónum, flórgoða á Garðsvatninu og fleiri fbgla. Þeir voru ákaflega hrifnir, mjög ánægðir. Þeir höfðu farið um allan heim að skoða fugla og merkurdýr en aldrei séð pól- arref eða heimsskautaref, við sáum einn út á Skaga, við Ketubjörg. Það var svona upp- bót á fuglaskoðunarferðina. Það var gaman að heyra þá segja, „han kender sine steder”, og þegar við héldum heimleiðis úr ferðinni og þeir ánægðir að hafa kynnst skag- fírskri náttúru, þá sögðu þeir „nú spilum við” og tónleika- gestir urðu ekki fýrir vonbrigð- um. En svo við víkjum að þess- um fyrirlestri „skotveiðum í ís- lenskri náttúru”, þá er ég mjög ánægður með þetta frábæra ffamtak hjá þeim félögum Þor- steini Sæmundssyni á Náttúm- stofunni og Þór Hjaltalín hjá Minjavemdinni. Þetta hressir upp á menningarlíf staðarins og lýsir víðsýni þeirra að bjóða skotveiðimönnum að taka þátt. Það hitti mig maður í vinn- unni um daginn og sagði: „Jæja, þú ætlar að fara að kenna okkur að veiða.” Nei, það sem ég ætla að gera er að tala um skotveiðar í íslenskri náttúm. Og í klukkustundar fyrirlestri er ekki um tæmandi úttekt að ræða. Ég býst við að ég fari í söguna, hvenær veiðar byija, þróun veiða og skot- vopna. Kem svo inn á breyt- ingar í veiðimennskunni, með aukinni ffæðslu, sérstaklega í seinni tíð, skotnámskeiðum og veiðikortanámskeiðum. Fræðsl- an er orðin samræmd, strangari kröfur sem er að hinu góða. Það er af miklu að taka þegar fjallað er um svo viðamikið mál og hægt að koma víða við. - Fékkstu veiðibakteríuna snemma? „Frá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á veiðum, al- veg ffá því ég var smástrákur í sveit þá hreifst ég að veiðiskap og fuglum. Skotvopn til veiða vom til hjá afa og ömmu i Laugardal í Lýtó og eins á heimili foreldra minna, þó er ekki hægt að segja að ég hafi alist beint upp við veiðiskap. Hinsvegar fór ég sjálfúr til veiða áður en ég hafði löglegan aldur til að meðhöndla skot- vopn. Síðan þegar ég kynntist konunni minni, Sigrúnu Öldu, og kom inn i Stöðvarfjölskyld- una, þar sem var mikil veiði- menning, má segja að það hafi virkað sem vítamínsprauta á minn veiðiáhuga. Tengdafaðir minn Sighvatur P. Sighvats, var t.d. alltaf á kafi í veiðiskap. Síðan er ég sjálfsagt eini mað- urinn í landinu sem skráður er skotveiðimaður í símaskránni. Það var reyndar mjög erfitt, þurfti að fara fýrir nefnd, og nokkrir dagar liðu áður en ég fékk heimild fyrir þessari skráningu. A Stöðinni var alla daga verið að spjalla um veiðiskap og veiðivopn, eins og maður sjálfúr gerir daglega, hugsar um þetta á hveijum einasta degi, enda í formennsku fyrir skotfélagið og svolítil vinna sem er alltaf í kringum það.” - Er þá ekki mikill spenn- ingur þegar farið er í veiði- ferðirnar? „Það er rosalegur spenning- ur sem fylgir því. Ég þarf ekki vekjaraklukku þegar ég er að fara til gæsaveiða. Oft er erfítt að sofha ef maður er búinn að plana eitthvað og ég held þetta hálfversni með aldrinum. Þó maður hafi verið að veiða ijúp- ur og endur þá er gæsin sá fúgl sem er langskemmtilegast að fást við. Ég nýt þess náttúrlega hvað ég er lengi búinn að veiða gæs, skaut þá fyrstu á Þverá í Blönduhlíð og fyrir velvilja bændanna þar er það minn uppáhaldsstaður enn þann dag í dag. Gæsaveiðin er að breytast samfara aukinni komrækt. Aður sótti hún mikið meira í græn tún, en efúr að komið er farið að þroskast og eftir að búið er að þreskja, þá liggur hún í ökmnum. Asókn í gæsa- veiði er alltaf að aukast. Þegar ég var að byija að skjóta gæs, þá fannst mér ekki vera svo margir í þeirri veiði, ekkert í líkingu við það sem er í dag, þetta hefúr margfaldast. Til rjúpna í hádeginu Það gengur stundum mikið á í skemmtilegum veiðitúmm, þegar spenningurinn er hvað mestur. I eitt skiptið man ég eftir að veiðifélagi minn týndi byssunni, hann hafði lagt hana ffá sér í hávaxið grasið á slétt- unni og það var töluverð stund sem tók okkur að finna hana aftur. Það er kannski til marks um Páll Stefánsson og Sigurfinnur Jónsson virða fyrir sér byssuna sem notuð var án árangurs í Málmey. veiðiáhugann að þegar við nokkrir vomm við vinnu í Blöndubúðum þegar virkjunin var byggð, þá sömdum við um það við verkstjórann að fá að skreppa í hádegishléinu til að kíkja eftir rjúpu. Fómm þá alltaf sama hringinn gangandi. Mér lá svo mikið á í eitt skiptið að ég gleymdi lyklinum að byssulásnum niður í búðum. Ég gekk samt þennan hring sem við vomm vanir, en skaut að sjálfsögðu enga rjúpu í þeirri ferð. Svo kom það oft fyrir að maður fór í gæs um miðja nótt niður í Skagafjörð, mætti svo til vinnu aftur á til- settum tíma um morguninn. Það er þá svona dagur Yfírleitt er verið að segja sögur af því þegar vel gengur. Það hefúr verið svo til árvisst á vegum Gunnars Þórðarsonar að skjóta veiðibjöllu, til að fækka þessum vágesti æðar- bænda. Hann hefúr þá jafnan fengið nokkra veiðimenn með sér. Ég var með þegar farið var í Málmey sumarið 2001, fór í þessa ferð með Browning hálf- sjálfvirka haglabyssu, sem var nýkominn úr viðgerð, fékk hann seint um kvöldið, áður en farið var út í eyju. Þegar komið var upp í Málmey skiptu menn liði og héldu til veiða. Ég fór með Palla Stefáns norður eftir eynni og við fómm að skjóta þegar fúglar kornu í færi. í stuttu máli sagt þá hitti ég ekki neitt, ekki einn einasta fúgl sama hvað ég reyndi. Það kom á mig þegar svona gekk en ég hugsaði með mér, ja héma þetta er þá svona dagur hjá mér. Maður var auðvitað líka að velta fýrir sér hvemig félag- inn Páll hugsaði til manns. Svo kom að því að Páll skaut veiði- bjöllu sem ekki drapst við fýrsta skot, en hann er vanur að hitta vel og steindrepa bráðina. Veiðibjallan vængbrotnaði og datt nær mér en honum. Ég kallaði til hans og sagði „ég skal skjóta þessa”. Ég skaut á hana, það var ágætis færi en ekkert gerðist. Ég kallaði til Palla, „heyrðu sástu þetta ég hitti ekki fúglinn”. Þá gerist það að veiðibjallan rauk af stað með heila vanginn uppi. Ég skaut affur og sá þá að ég skaut efst í vængendann. Páll kom nú að og aflífaði veiðibjölluna. „Þetta er ekki eðlilegt með hittnina hjá þér, það hlýtur eitthvað að vera að skotunum sem þeir sköffúðu okkur karlamir”, sagði Palli þá. Við prófún á skotunum og skoðun á byssunni kom hið sanna í ljós, að hlaupið var töluvert bogið uppá við að ffamanverðu. Við viðgerðina hafði þetta óhapp gerst að hlaupið yfirhitnaði og bognaði. Ég skaut að sjálfsögðu ekkert meira þennan daginn, því eng- in varabyssa var til staðar. Skotvöllurinn á Steini Eins og áður hefúr komið fram er ég formaður Skotfé- lagsins Ósmanns. Félagið var stofnað 1991. Við höfúm byggt upp skotvöll og aðstöðu okkar út á Reykjaströnd. Vomm svo heppnir að komast að hjá þeim hjónum á Steini, Halldóri og Höllu. Það er ffábært sam- komulag og gott að vera ná- grannar þeirra. Aðstaðan er orðin alveg til fýrirmyndar í dag og við erum búnir að lána völlinn í sambandi við Lands- mótið í sumar. Það er stefnt á að bjóða upp á keppni í utan- hússkotfimi. Félagar í Ósmann em rúm- lega 30 talsins. Við auglýsum ekki eftir félögum, þetta em allt saman menn sem hafa komið fýrir einskæran áhuga. Skot- völlurinn er krydd í afþreying- ariðnaði Skagafjarðar. Það er svolítið um að ferðamenn nýti sér þessa aðstöðu. Við emm með fastan opnunartíma yfir sumarmánuðina, annars er opið effir samkomulagi. Þá er skotvöllurinn mjög mikilvægur í sambandi við skotvopnanámskeiðin, ásamt þvi að vera æfingaaðstaða fýrir skotveiðimenn, hvort heldur þá sem nota haglabyssu eða riffil.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.