Feykir


Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 13/2004 ,Jafnan verið eitthvað sem togar í mann“ Jói í Stapa að flytja heim í héraðið að nýju til að eyða ævikvöldinu Núna þegar lóan er nýkomin, til að kveða burt snjóinn og kveða burt leið- indin það getur hún, eins og segir í söngvísunni þjóðkunnu, og vorið er á næsta leyti, er einmitt að flytja á heimaslóð að nýju aldinn Skagfírðingur, maður sem er í uppáhaldi hjá mörgum unnendum stökunnar, og gjaman er sótt í sjóð hans þegar sérstök stemning er í loftinu. Þetta er hann Jóhann Guðmundsson, kunnari undir nafninu Jói í Stapa. „Já það er mjög gott að koma heim núna á þessum tímamótum. Ég varð áttræður núna í janúar og þá fannst mér einmitt tilefni til að skipta um umhverfí og koma aflur. Það hefur jafnan verið eitthvað sem togar í mann. Mig hefur alltaf langað heim í aðra röndina og svo lét ég loksins verða af því. Það eru sautján og hálft ár núna síðan ég hættir búskap í Stapa. Það var haustið ‘86, íyrstu tvö árin var ég í Reykjavík, en lensti svo austur í sveitum og fannst það miklu betra, enda er ég svo mikill sveitamaður í mér”, sagði Jói þegar blaðamaður Feyk- is átti spjall við hann á dögunum en þá var gamli smiðurinn einmitt nýkom- inn ffá því að sækja sér nokkra naglapakka og efni til smíðanna á Eyrina. „Þó að hugurinn hafi stefnt til þess að verða bóndi á sínum tíma, hef ég lengst af unnið við smíðar”, segir Jói og þegar hann er spurður um hvort hann sé lærður smiður, þá segir hann að svo sé ekki, hann hafi fengið aukaréttindi hér á heimaslóð á sínum tima, svokallað ráð- herrabréf og það mun hafa verið Ingvar Gýgjar byggingarfullti'úi sem var milli- göngumaður um það. Jói er fæddur í Grundargerði í Blönduhlíð, en rústirþess kots sjást ekki lengur, voru skammt fýrir ofan Mið- gmnd, uppi í Dalsáreyrunum. Svo skemmtilega vill til að þessi staður blas- ir nú við þar sem Jói hefúr komið sér fyrir við Norðurbrúnina í Varmahlíðar- þorpinu. í hreysi á Eyrinni „Foreldrar minir bjuggu aðeins árið í Gmndargerði og ég var ekki nema hálfs árs þegar þau fluttust þaðan fram í Sólheimagerði til ársins, en þaðan út á Sauðárkrók vorið 1925 og þar fór ég fýrst að muna eftir mér. Þau fluttu í gamalt og lélegt hús í brekkunni upp af Eyrinni þar sem Gísli lági bjó seinna. Víðar vom þau en þama man ég fýrst eftir mér. Frá Sauðárkróki fluttu þau til Siglu- fjarðar er ég var 4 eða 5 ára. Ég man vel eftir mér á Siglufirði og þegar ég kom þangað fyrir stuttu rifjuðust upp fyrir mér ýmiss gömul ömefni. Þama vann pabbi í Síldarverksmiðjum ríkisins en mamma var alltaf heima og hafði í nógu að snúast þar. A Siglufirði vom þau til vorsins 1933, þegar ég var 9 ára, að þau fara upp í Skeið í Fljótum. Ég man vel eftir mér á Skeiði og hvemig allt leit út áður en virkjað var við Skeiðsfoss. Bæjarstæðið var uppi á háum hól og bærinn lélegt hreysi, ein stofa og eldhús og geymsluloft yfir og þetta var svo illa byggt og óvistlegt, hrikti allt til í stonni enda mjög vinda- samt. Þama rann lækur sem veitt hafði verið heim á túnið. Pabbi kom vatns- leiðslu heim, en fallið var það lítið að rétt mátti smeygja fötu undir kranann og fá leka úr honum. Langur fjárrekstur Frá Skeiði í Fljótum fluttum við eft- ir tveggja ára búsetu lengst inn i Skaga- fjarðardali, að Giljum í Vesturdal. Far- ið var snemma vors, seint í apríl, og snjór yftr öllu í Fljótum. Búslóðin var flutt á sleðum ofan í Haganesvik. Ná- grannar komu með hesta og sleða og hjálpuðu til. Svo vom kindumar og kýmar reknar í slóðina á eftir. í Haga- nesvík var önnur kýrin seld en hin flutt á skipi ásamt búslóðinni upp á Sauðár- krók. Æmar, um 60-70 talsins, rákum við faðir minn hins vegar alla leið utan að og upp í Gilji og þetta tók nærri viku- tíma. Fyrsta daginn vom kindumar rekn- ar ofan í Haganesvík og síðan vestur í Mósvík þar sem þær vom hýstar í fjár- húsum frá Ysta-Mói um nóttina. Sjálftr gistum við hjá Benedikt Guðmundssyni í Haganesi. Morguninn eftir fór ég vest- ur í víkina til kindanna að hleypa þeim út og stóð þar yfir þeim og beið eftir föður mínum sem var við að skipa út búslóðinni um morguninn og var orðið dagsett er við komumst af stað. Þegar kom niður á Bakkana og í Sléttuhlíðina var farið að verða meira og meira autt og Skagafjörðurinn að mestu orðinn auður. Við tókum fyrst gistingu á Miðhóli í Sléttuhlíð. Þaðan komumst við upp í Grafargerði í næsta áfanga. Þar keypti faðir minn hnakk hjá Jóni Vilhjálmssyni söðlasmið. Frá Graf- argerði komumst við upp að Bjama- stöðum í Blönduhlíð og gistum þar. Frá Bjamastöðum tókum við stefnu á Grundarstokksbrúna og þegar við fór- um framhjá Grundargerði sýndi pabbi mér vegg sem stóð uppi og sagði að þama væri staðurinn þar sem ég hefði fæðst. Þá var Grundargerði komið í eyði fyrir fullt og allt tveimur ámm áður. Við komumst i næsta næturstað á Steinsstöðum. Þaðan fór ég framhjá Stapa í fyrsta skipti og gmnaði þá ekki að ég ætti eftir að lenda þar. Við héldum þar niður í Dalsplássið og síðan fram með Héraðsvötnum um Teigana og vorum næstu nótt á Tunguhálsi. Dagleiðimar vom margar ekki lang- ar. Pabbi var lasinn í þessari ferð og stundum lagði hann sig úti í móa og ég passaði féð á meðan. Síðasti áfanginn var svo ffam að Giljum og þar var fénu sleppt beint á haga. Þetta var allur ann- ar heimur sem maður kom í þama frammi í dalnum og ólíkt að búa með sauðfé í snjóþyngslunum í Fljótum eða í snjóleysinu frammi í Vesturdal. Á Giljum er sérlega snjólétt og kjörað- stæður til hjarðbúskapar á gamla vísu. Á flækingi Á Giljum vomm við þijú ár, fórum þaðan ofan i Ámes. Þar vomm við í tvö ár. Þá var féð alltaf á vorin rekið ffam í Hof. Svo eignaðist pabbi Hvamm í Svartárdal. Árnes var selt þegar hann fór þaðan en hann treysti sér ekki til að kaupa. Þá fór hann fram í Hof og var þar eitt ár en keypti svo Hvamm. Þang- að fór ég með honum 17 ára gamall árið 1941. Þama vomm við einungis í þrjú ár og það vom erfið ár. Féð var hagvant fyrir norðan og brjálað í óyndi. Okkur líkaði hvomgum þama þótt við hefðum ekkert nema gott af fólki og nágrönnum að segja. Á þessum árum fór mæðiveik- in að heija og olli miklum vanda. Loks fór það svo að ég keypti Stapa tvítugur að aldri árið 1944, var ekki einu sinni orðinn myndugur en pabbi skrifaði upp á sem vitundarvottur svo að þetta var látið gott heita.” Þannig lýsir Jói í Stapa fyrstu ámm ævi sinnar í viðtali við Hjalta Pálsson sem birtist í Heima er best fyrir örfáum misserum. Eins og rakið er var þetta mikill flækingur og foreldrar Jóa vom afskaplega fátækt fólk og í ofanálag var faðir hans ekki heilsuhraustur. En það var á þessum búskaparámm í Stapa sem mæðuveikin tók að gera óskunda og eyðilagði afkomuna, sem Jói fór að vinna við smíðar með bú- skapnum. Varþetta ekki ákaflega erfitt? „Það er óhætt að segja það. Þetta var vikilegurþrældómur. Ég reyndi að haga þvi þannig til að taka heyskapinn á stuttum tíma og fá smá aðstoð. Það gat jú stundum verið erfitt að hitta á svo- leiðis tíma, en annars var ég furðu lán- samur með það. Svo keypti ég líka hey stundum, það borgaði sig. Það var ó- skaplega lítið tún í Stapa þegar ég kom þangað og var að stækkað það svona með. Svo vom foreldar mínir hjá mér í þijú ár í Stapa og þá fóm þau hingað út á Krók og ég fór líka með þeim í smíð- ar héma, leigði jörðina Sigurði Eiríks- syni. Ég byijaði að smiða hjá Sigga Siff, var í félagi við hann og Jósep Stefáns- son. Ég held mín fýrstu handtök hafi verið við byggingu Bamaskólans sem var mikið verkefni.” En það var ekki alltaf vinna við smíðamar og Jói fór á vertíðir og til sjós að vetrinum. Enn var bóndinn honum ofarlega í huga og sú stefna var tekin að setjast á skólabekk á Hvanneyri þaðan sem hann lauk búffæðinámi 1951. Jói kemur aftur að búskap í Stapa 1952 en heldur samt áfam að vinna við smíðar út um allt land má segja. Það var síðan árið 1986 sem Jói hætti endanlega bú- skap í Stapa, þó hann eigi þar ennþá lögheimili. Náði strax hringjandanum - En hvenær byrjaðir þú að fást við kveðskapinn? „Ég var innan við tíu ára aldur þegar ég byþaði. Ég held ég hafi strax haft til- finningu fýrir þessu. Pabbi hafði mjög gaman af vísum, og var off að hafa þær yfir. Þó þær væm ákaflega bamalegar þessar fýrstu vísur sem ég gerði þá stóð- ust þær allt rim og reglur svoleiðis. Ég náði strax þessum rétta hrinjanda. Pabba fannst engar vísur almennilegar nema þær væm með miðrimi og það hefur siast inn í mig. Ég hef notað það rnikið um tíðina.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.