Feykir


Feykir - 14.04.2004, Qupperneq 1

Feykir - 14.04.2004, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Bæiarstiórn Blönduóss Mótmælir vegi yfir hálendið Flytjendur laganna 13 á nýja disknum ásamt Geirmundi Valtýssyni. Veisla þúsaldarinnar Bæjarstjóm Blönduósbæjar mótmælir harðlega tillögu til þingsályktunar um vegagerð úr Borgarfirði, um Stórasand yfir í Skagafjörð. Bæjarstjómin álítur að með þessari vegaframkvæmd sé verið að ganga þvert á hags- muni íbúa í Norðvesturkjör- dæmi. Enn bíða ótal verkefni úr- lausnar á þjóðvegi 1 og veija mætti meiri fjármunum í að auka umferðaröryggi þar. I því sam- bandi má benda á að á þjóðvegi 1 eru 66 einbreiðar brýr með til- heyrandi slysahættu. Bæjarstjóm Blönduóss hafn- ar því að umferðarþungi þjóð- vegar verði færður inná hálendið með tilheyrandi umhverfis- spjöllum. I ályktun sem gerð var á fundi rétt fýrir páskana skorar bæjarstjóm Blönduóss á stjóm- völd að veitt verði fjármunum í að kanna þjóðhagslega arðsemi legu þjóðvegar nr. 1 um Þverár- fjall, Hegranes, Hjaltadal og í gegnum Tröllaskaga með jarð- göngurn yfir í Hörgárdal. Meg- inkostur þessarar leiðar er að hún liggur í námunda við alla stærstu þéttbýlisstaðina á þessum slóð- um. Ennffemur leysir þessi leið af hólmi tvo fjallvegi, Vatns- skarð (hæst 420 m) og Öxna- dalsheiði (hæst 540 m). í ályktuninni segir enn frem- ur að þjóðvegur þessi myndi sameina þjónustu- og atvinnu- svæði þéttbýlisstaða á Norður- landi öllu, stytta leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur og síðast en ekki síst stuðla að já- kvæðri byggðaþróun á Norður- landi. Hún var með ólíkindum af- mælis- og tónlistarveislan sem Geinnundur Valtýsson tónlist- armaður bauð til í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi annars dags páska í tiiefni 60 ára af- mælis síns. Gert var ráð fyrir að samkoman yrði fjölmenti en væntanlega hefur enginn búist því þvílíkri mannmergð og varð. Áður en húsið var opnað um áttaleytið höfðu myndast biðraðir á breiðri stéttinni sem liggur upp að íþróttahúsinu, bæði suður fyrir götuna og í átt- ina að heimavist Fjölbrautaskól- ans. Áætlað er að gestir í veisl- unni hafi verið 13-1500 og að líkindum þarf að fara rúmlega þúsöld aftur í tímann til að finna sambærilegan mannfagnað sem einstaklingur hefur staðið fyrir í Skagafirði. Hjalti Pálsson sagnfræðing- ur sem þekkir vel til sögu hér- aðsins, enda ritstjóri byggða- sögunnar, segir að sú veisla sem hann telji að standi veislu Geir- mundar á sporði að fjölmenni greini landnáma frá og hafi ver- ið haldin á Hofi í Hjaltadal, reyndar af öðru tilefhi en veisla Geirmundar. Hofsveislan var haldin í tilefni dauða Hjalta Þórðarsonar landnámsmanns. Landnáma greinir frá því að þegar hann var heigður voru 12 hundruð boðsmenn og í þá daga voru stórhundruð eða 120 manns í hundraðinu, þannig að alls hafi veislugestir á Hofi ver- ið uppundir 1440. „Eg tel að veislan hjá Geirmundi sé sú stórkostlegasta sem vitað er um”, segir Hjalti Pálsson og miðar þar við nútímaheimildir. Meirihlutinn haldi út tímabilið Þó svo að Ársæll Guðmundsson sveit- arstjóri og oddviti Vinstri grænna segi að samkomulagið innan meirihluta sveitar- stjómar Skagafjarðar hafi verið tiltölulega gott og engin mál komið upp sem ástæða hafa verið til að láta bijóta á, þá hefur það væntanlega ekki farið ffam hjá þeim sem fylgst hafa með sveitarstjómarmálum í Skagafirði að samkomulagið milli nieiri- hlutaflokkanna í sveitarstjórinni hefur ekki verið sem skyldi og upp á yfirborðið komið greinileg ágreiningsefhi, svo sem lesa mátti út úr bókun Bjama Jónssonar fulltrúa Vinstri grænna vegna fjárlaga- gerðar á síðasta hausti og síðan þegar karpað var um eigninar í Varmahlíð milli fulltrúa meirihlutans, eins og greint var frá í Feyki nýlega. Þessi ágreiningur var síð- an undirstrikaður á borgarafundi 1. apríl þar sem oddviti framsóknarmanna greindi ffá viðræðum um nýjan meirihluta milli ffamsóknarmanna og sjálfstæðismanna sem farið hefðu út um þúfur. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti ffam- sóknarmanna ásakaði þar Gísla Gunnars- son forseta sveitarstjómar að hafa bmgð- ist á síðustu stundu. Gísli sakaði hinsveg- ar ffamsóknarmenn um trúnaðarbrest og sagði að hann ræddi við menn úr ýmsum flokkum en gæti vel viðurkennt að hann heföi rætt óvenjumikið við ffamsóknar- menn upp á síðkastið. Lengi hefúr verið vitað um talsverða óánægju innan Sjálfstæðisflokksins um samstarfið við Vinstri græna í sveitar- stjóminni og sú spuming verið á lofti um tíma hvort að hugsanlega mundi koma til samstarfsslita í meirihlutanum. Þeir sem gerst spá í spilin em þeirra skoðunar að þessi síðasta uppákoma verði til þess að meirihlutinn sitji út kjörtímabilið, en tni- lega verður ekki auðveldara en áður fyrir flokkana að vinna saman. í dag birtist í blaðinu yfirlýsing ffá ffamsóknarmönnum vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn sem fóm svo kyrfilega út um þúfhr að vandséð verður að fulltrúar þeirra flokka ræðist við á næstunni. Sú augljósa pattstaða sem ríkt hefúr í skagfirskri pólitík allt ffá slitum meirihluta á síðasta kjörtímabili, sölu á Rafveitu Sauðárkróks og fleiri mála, held- ur því áffam. —KTen£»f! — Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA yrtrih úlaverkstæði Æ AÆ.M-Æ. Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur ^Bílaviðgerðir & Hj Réttingar 4 ólbarðaviðgerðir Sprautun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.