Feykir


Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 13/2004 Skagaströnd Fiskmarkaðurinn stækkar við sig Fiskmarkaður Skagastrandar hefur keypt hluta af Hafir- arlóð 6, sem áður var mjölskemma SR mjöls og hefur und- anfamar vikur verið unnið að breytingum á húsnæðinu fyr- ir markaðinn. Verið er að steypa nýtt gólf í húsið og var steypunni, um 70 nr’, ekið frá Sauðárkróki. Fiskmarkaðurinn flytur væntanlega inn í húsið í júní nk. og rýmkast þá mikið um starfssemi hans. Á Skagastrandar- vefrium segir að talsverð aukning hefúr verið í veiðum smærri báta frá Skagaströnd síðustu ár enda er umtalsverð veiði í Húnaflóa allt árið um kring. I nýrri stofhmælingu botnfiska á íslandsmiðum kemur fram að mest veiddist af þorski á Húnaflóa og djúpt út af Norðausturlandi. Uppbygg- ing á þjónustu við útgerðir við Húnaflóann er því mikilvæg og varð um 6,5% aukning í lönduðum afla á Skagastrand- arhöfn á siðasta ári. Ævintýri í kirkju Á skírdagskvöldi flutti 10. bekkur Árskóla árshátíðarverkefhi sitt, þætti úr „Jesus Christ Superstar” í Sauðárkrókskirkju. Margir höfðu þegar séð þessa uppfærslu í Bifröst sem var sér- lega vel heppnuð, vönduð og mjög rómuð af á- heyrendum. Það var mjög við hæfi að færa písl- argönguna og krossfestinguna inn í kirkjulega umgjörð og það á degi síðustu kvöldmáltíðarinn- ar. Ungmennin gerðu sýninguna að ævintýri. Gæddu hana slíku lífi að allir hrifust með. Þvílík- ir hæfileikar sem búa í þessu unga fólki, agað og smekklegt og með gullraddir. Það er ný kynslóð að hefja lifsferilinn með glæstum hætti. Samfélag sem á slíkan auð hefúr engu að kvíða. í lok flutningsins flutti séra Guðbjörg þarfa hugvekju og bauð síðan öllum til heilagrar kvöld- máltíðar að hætti frelsarans. Sem allar götur síð- an á dögum Jesú var þetta táknræn athöfn, en sú nýlunda að brauðið var úr bakaríinu og blóð krists voru vínþrúur að bestu gerð. Háir sem lág- ir nutu þess að ganga til altaris og þiggja þessar náðargjafir. hing. Yfirlýsing vegna viðræðna oddvita Sjálfstæðis- flokks og oddvita Framsóknarfokks um myndun meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði Fyrir um mánuði síðan hringdi oddviti sjálfstæðismanna, Gísli Gunn- arsson í oddvita ffamsóknarmanna og spurði hann orðrétt „Langar þig enn í meirihluta?” Ástæðan fyrir þessu orðavali var eflaust sú að a.m.k. þrisvar sinnum undanfarin misseri hafa oddvitar flokkanna hist og rætt hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sveitarstjóm Skagafjarðar. Fram að þessu hafði frumkvæðið verið hjá Framsóknar- flokknum. Hins vegar fór oddviti sjálf- stæðismanna með fullum vilja stjómar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði til viðræðna við Gunnar Braga Sveinsson, oddvita ffamsóknar- manna og hafði því ffumkvæðið að því ferli sem fór í gang fyrir um mán- uði síðan. Ekki þarf að velkjast í vafa um að ffamsóknarmenn tóku vel í að ræða við oddvita sjálfstæðismanna um hugsanlegt samstarf. Oddvitar flokk- anna hittust svo í Varmahlið þar sem þeir áttu langan fúnd og fóm yfir hugs- anleg ágreiningsnrál, málefni, emb- ætti, sveitarstjóra ofl. sem fylgir slík- um viðræðum. Oddviti ffamsóknar- manna ítrekaði að málið yrði að vinna hratt því svona viðræður mætti ekki draga á langinn. Úr varð að oddviti ffamsóknarmanna setti upp drög að málaefnasamningi sem sendur var oddvita sjálstæðismanna sem hefur síðan samband aftur þar sem hann nefhdi þrjár athugasemdir við drögin. Þær vom vegna: 1. Skiptingu embætta (nefhda) 2. Orðalags um sorpmál. 3. Orðalags um verklagsreglur samstarfsins. Oddviti framsóknarmanna tjáði oddvita sjálfstæðismanna að hann myndi fyrir sitt leiti samþykkja tillög- ur hans sem einna helst fólust i því að ekki yrði hróflað við nefndaskiptingu að öðm leiti en því að ffamsóknar- menn tækju við nefndarformennskum VG og formennsku í byggðaráði. Samkvæmt drögum að málefhasamn- ingi vom oddvitamir sammála um að fjánnál og atvinnumál hefðu forgang og því er í samningnum kveðið uppúr m.a. með iðnamppbyggingu og virkj- anir. Eftir umræður í sveitarstjómarhópi Framsóknarflokksins var ákveðið að ganga að tillögum oddvita sjálfstæðis- manna svo ekkert yrði í veginum að taka upp samstarf. Var oddvita þeirra tjáð þetta og honum afhent ný drög að málefhasamningi þar sem gengið var að öllum tillögum hans. Það kom því eins og þmma úr heiðskím lofti þegar oddviti sjálfstæðismanna tilkynnti á fúndi fúlltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins miðvikudagskvöldið 31.mars sl. Að hann sjái ekkert tilefni til breytinga og vilji halda áffam samstarfi við VG. Hvað var Gísli Gunnarsson að meina með viðræðum sínurn við odd- vita ffamsóknarmanna? Hvers vegna hafði hann ffumkvæði að því að ræða við Gunnar Braga? Hvað kom í veg fyrir samstarf þegar oddvitar flokk- anna höfðu komið sér saman um mál- efiii, embætti og sveitarstjóra? Hver var vilji ráðamanna Sjálfstæðisflokks- ins? Hvers vegna fór hann á bak við félaga sína í VG allan þennan tíma ef hann meinti ekkert með viðræðum sínum við ffamsóknamrenn? Hvers vegna lét hann félaga sína í Sjálfstæð- isflokknum halda það að hann vildi breytingar? Hvers vegna kaus hann að koma ekki hreint ffam við oddvita ffamsóknarmanna og tjá honum að hann hyggðist ekki gera breytingar? Þessum spumingum teljum við að oddviti sjálfstæðismanna þurfi að svara og í raun mörgum öórum. Við blásum á kvartanir Gísla Gunnarssonar um trúnaðarbrest af okkar hálfú því nú má sjá að aldrei var nein alvara i máli hans og trúnaðar- brotið því hans. Oskiljanlegt er hvers vegna oddviti sjálfstæðismanna dró að tilkynna ffamsóknarmönnum um nið- urstöðu sína og fúndarins því þannig hefði mátt korna í veg fyrir þann hún- aðarbrest sem nú er orðinn. Að því til- efhi teljum við nauðsynlegt að Skaga- firðingar fái að heyra sannleikann í málinu. Um ffekara innihald samtala odd- vitanna verður ekki fjallað að okkar ffumkvæði enda rædd í trúnaði milli þeirra. Þvi miður er ljóst að Skagfirð- ingar munu búa við óbreyttan meiri- hluta næstu 2 árin og því rniður bend- ir allt til að þau tvö verði jafh rýr af hálfú meirihlutans og þau tvö sem lið- in em. Oddviti sjálfstæðismanna gat breytt ástandinu og skipt um meiri- hluta í Skagafirði en hann kaus að gera það ekki. Sigurður Árnason, formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar Gunnar Bragi Sveinsson, sveitar- stjórnarmaður Þórdís Friðbjörnsdóttir, sveitar- stjórnarmaður Einar E. Einarsson, sveitar- stjórnarmaður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.