Feykir


Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 6

Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 13/2004 Hagyrðingaþáttur 380 Heilir og sælir lesendur góðir. Sigríður Amadóttir frá Svanavatni er höfundur að fyrstu vísunni að þessu sinni. Áfram líður aldafans á engu er hægt að slaka. Eitt augnablik úr æfi manns aldrei fæst til baka. Okkar ágæti Bjami frá Gröf hefúr verið með döprum hug er hann orti svo. Langt er síðan lífið hló lék ég mér að vonum, ég á orðið alveg nóg af öllum vonbrigðonum. í þætti sem ég held að hafi verið númer 372 birti ég nokkrar kunnar vís- ur sem ég taldi eftir Konráð á Brekk- um. Hefúr nú glöggur lesandi þáttarins hafl samband við mig og gefið mér þær upplýsingar að í ljóðabók Jóns Þor- steinssonar frá Amarvatni, sem mun hafa komið út 1933, sé ein af þessum vísum, og reyndar aðeins öðm vísi en ég birti hana í nefndum þætti. Tel ég rétt að birta hana aftur eins og hún er í bókinni og vildi gjaman heyra frá les- endum og þá kannski helst í Skagafirði um hvað þeir telja rétt. Ef hann fer í austan byl yfir hús og gmndir, þá er skárra skömminni til að skíta vestan undir. Dagbjartur Dagbjartsson á Refs- stöðum fékk eins og aðrir landsmenn góðan hlýindakafla fyrri hlutann í mars, ásamt mikilli rigningu marga daga í röð. Við þær aðstæður varð til eftirfarandi vísa. Vonlaust alveg virðist mér að veðurspáin batni, þó mig skorti eins og er ekki meira af vatni. Margir hagyrðingar kannast eflaust við þá staðreynd sem fram kemur í næstu vísu Dagbjarts. Ymsa vísu gert ég gat sem góðir vinir muna. Oftast var þó eitthvert pat með aðra hendinguna. Ein vísa kemur hér enn effir Dag- bjart. Viðskiptanna vegum salt velgengninni lyftum. Gróðinn liggur klárt og kalt í kennitölu skiptum. Illa fór í síðasta þætti er ein af vísum Vilhjálms frá Brandaskarði skemmdist er blaðið var búið til prentunar. Rétt er hún þannig. Indið glaða árgeislar að oss laða kunna. Eyðir skaða ótíðar einmánaðar sunna. Önnur vísa kemur hér eftir Vil- hjálm. Bjartur strengur braga hlær braga engis teigur grær. Margur drengur slingur slær slátt er lengi hljóðnað fær. Alltaf er gaman að rifja upp vísur eftii' Bjama Gíslason. Hefúr eldra fólk úr Skagafirði sagt mér að án efa hafi hann verið með betri hagyrðingum sem uppi voru á hans tíð. Það er öllum búnings bót bæta úr göllum ljótum. Stríðum föllum strauma mót standa ei hölluin fótum. Spennandi skvísa hefúr verið á ferli er Bjami orti svo. Allir hljóta unga mey angurs bót að finna. Við að njóta í vorsins þey vinar hóta þinna. Um aðra draumadís yrkir Bjami. Hún er fær í flestan sjó fljót og verka lipur. Allra hugi að sér dró ekta búmanns gripur. Þá langar mig að biðja lesendur að gefa mér upplýsingar um næstu vísu. Er hún vel kunn bæði í Húnavatssýsl- um og Skagafirði og hef ég lengi hald- ið að hún væri eftir Gísla Ólafsson héð- an frá Eiríksstöðum. Nú í vetur fékk ég þær upplýsingar að vísan væri eftir Bjama Gíslason og langar mig til að fá álit þar um. Ekki gengur allt í vil úti er drengja gaman. Það er enginn tími til að tala lengur saman. Á þeim árum er blaðið Tíminn tölti um sveitir lands, mun Böðvar Guð- laugsson hafa ort svo, en ekki veit ég um tilefnið. Tíminn breytti um tón á ný til þess að setja bitran harm. Gegnum andvana graðhests hví greini ég ffamliðið rollujarm. Ef ég man rétt mun sá snjalli hag- yrðingur og fangavörður, Birgir Hart- mannsson á Selfossi, hafa sagt svo frá hestakaupum. Ennþá gerast gönuhlaup. Gettu hver á annan snéri, er þeir höfðu hrossakaup á höltum jálk og dauðri meri. Mörgum þótti nóg um þegar þýskir fóm að kenna íslendingum að ríða sín- um eigin hestum. Um slíkar hörmung- ar yrkir Birgir. Hann þykir svo móðins hinn þjóðverski siður og þónokkur treyst’onum. Jafnvel ráðsettar konur og reyndar því miður nú riða á eistunum. Nóg er nú kveðið. Veriði þar með sæl að sinni. GuðmundurValtýsson,Eiríksstöðum, 451 Blönduósi, sími 452 7154. Fyrsti torfæru- jeppinn Fyrsta bílinn minn keypti ég árið 1954, Willys jeep 1947 með tréhúsi, smíðuðu af Ólafi frá Hegrabergi bróður Einars blinda verslunarmanns á Höfn í Homafirði. Ólafúr var duglegur trésmiður. Yfirvald okkar Skagfirðinga á þessum ámm var Sigurður sýslumaður frá Vigur. Hann fékk Willisinn nýjan og lét Ólaf smíða á hann yfirbyggingu, að öðm leyti var bíllinn orginal, skráningamúmer K-1 og dekkjastærð 600x16. Sigurður sagði að svona gott skráningamumer gæti bætt upp að bíllinn væri lítill og þröngur. Kaupverð var krónur 11.000 og fékk ég víxillán fyrir mestum hluta þess hjá Sparisjóði Sauð- árkróks með ábyrgð Björgvins Friðriksens vélsmíða- meisara, sem var giftur Hallfríði frænku minni. Þau bjuggu að Lindargötu 50 Reykjavík. Um veturinn varð ég óþægilega var við að dekk jeppans vom ekki nægjanlega stór til að komast á- ffarn í snjófæri og ófærð. Ég stækkaði þau í 700x16. Það breytti miklu, en samt ekki nægjanlega að mér fannst. Ég var byijaður að læra stálrennismíði hjá Áma Guðmundssyni, sem rak bílaverkstæðið Áka á Sauðárkróki. Þar fékk ég aðstöðu og tæki til að breyta bílnum, smíðaði ný ljaðrahengi, tvöfalt lengri og færði fjaðrimar undir hásingamar, breytti stýrisbún- aði á þann veg að færa veltileguhúsið með stýrisbolt- unum niður í hásinguna, sem gerði það að verkum að fjöðmn bílsins hætti að breyta hjólamillibilinu eins og gerðist meðan boltinn var festur í grindarbita. Bíllinn varð betri í akstri effir breytinguna. Dekkin stækkaði ég svo í 750x16 og tvöfaldaði öll hjól þannig að ytri dekkin að aftan vom 700x16 með 12 pund og að ffarnan 600x 16, þrýstingur líka 12 pund. Minni dekk- in að ffarnan léttu bílinn i stýri á auðum vegi. Þau tóku ekki í fyrr en i ófærð. Svona útbúinn sökk bíll- inn álíka mikið í nýföllnum snjó og gangandimaður, flaut nánast yfir allt, mikið meir en dráttarvélar, sem þá vom ekki komnar með lfamdrif og spóluðu sig gjaman á kaf vegna stónnunstraðra afúirdekkja. Snjóhengjur gátu verið hættulegar og til að ráða við þær smíðaði ég snjóplóg á bílinn. Lét hann hanga í jámkeðjum til að stilla hæðina og flytja snjóinn til beggja hliða útfyrir breidd bílsins. Það tókst með ágætum hætti og álít ég að Willisinn K-1 sé fyrsti breytti torfæmjeppi á Islandi og ef til vill í heiminum. Að minnsta kosti veit ég ekki af eldri dæmum um lík- ar breytingar, en séu þær til vildi ég gjaman verða upplýstur þar um ártöl, lönd, tæki og eigendur... Skrifað á páskum 2003. Pálmi Jónsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.