Feykir


Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 8
14. apríl 2004,13. tölublað, 24. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill © Sh<# 5 VlDE Sími: 453 6666 Sími: 453 6622 Hluti áhorfenda á stórsýningunni á Svaðastöðum. Páskastemning í söng og hestum í Svaðastöðum Karlakórinn Heimir og Reiðhöllin Svaðastaðir buðu til listaveislu á laugardags- kvöldi fyrir páska. Þetta er í annað sinn sem þessir aðila taka saman höndum og efna til skemmtunar þar sem saman fer talað orð, söngur og gæð- ingar, og sýndi aðsóknin, þar sem hver krókur og kimi í höllinni var setinn, að gestir kunnu sannanlega að meta það sem fram var reitt og fögnuðu vel og lengi í sýning- arlok. Ljóst var af viðtökum á- horfenda að þessi þáttur í menningarlífi Skagfirðinga er þegar búinn að vinna sér fast- an sess í Dymbilvikunni. Dag- skráin hófst með því að nokkr- ir gæðingar voru teknir til kostanna en síðan kom Karla- kórinn Heimir og flutti nokkur lög meðal annars úr söng- leiknum Oklahoma, við texta eftir Sigurð Hansen, Þorleif Konráðsson og fleiri og vom þessi lög í bland við önnur er- lend og íslensk lög. Einsöngv- arar með kómum vom: Mar- grét Stefánsdóttir og Sigfus og Oskar Péturssynir. í síðari hluta dagskrárinnar vom leikgerð atriði úr skag- firsku þjóðsögunum um Galdra Loft og Solveigu á Miklabæ, sem talin var völd að hvarfi séra Odds. Við flutning sögunnar um Galdra Loft var frumflutt lag Stefáns R. Gíslasonar söng- stjóra Heimis við latneskan texta sr. Döllu Þórðardóttur, „Friður sé með sálu þinni” en bæði lag og texti vom samin í tileíni sýningarinnar. Þá fylgdust áhorfendur með einmanalegri reið séra Odds heim til Miklabæjar þar sem hann „Hleypir skeiði hörðu” á örvæntingarfullum flótta undan ásókn Solveigar. Einnig við þetta atriði var ffumflutt nýtt lag Stefáns R Gíslasonar við kvæði Einars Benediktssonar um Hvarf séra Odds á Miklabæ. Það var Jón Ormar Omts- son rithöfundur sem annaðist alla leikgerð tengdi saman og kynnti atriði ásamt Sigriði Jónsdóttur. Ingimar Ingimarsson fram- kvæmdastjóri Svaðastaða sagðist vera mjög ánægður með hvemig til heíði tekist og væri þess fullviss að samvinna þeirra aðila sem að þessari skemmtun stæðu mundi hald- ast þannig að Skagfirðingar og gestir þeirra um páskahátíðina gætu gengið að hátíðinni vísri að ári og framvegis. Knúið á ui áætlunarfhigið Siglfirðingar knýja á um að áætlunarflugi verði haldið áfram til Sauðárkróks ekkert síður en Skagfirðingar, enda flugið á Krókinn Siglufirði mjög mikil- vægt, sérstaklega þegar horft er til þess að áætluð jarðgöng um Héðinsfjörð til Ólafsflarðar mynda ekki tengingu við áætl- unarflug til Akureyrar fyrr en að fimm eða sex ámm liðnum. A- ætlunarflugið til Sauðárkróks og möguleg aðkoma ríkisins að því er enn til skoðunar í samgöngu- ráðuneytinu, en niðurstaðna að vænta á næstu dögum. Runólfur Birgisson nýr bæj- arstjóri á Siglufirði segir það ekki síður mikið hagsmunamál fyrir Siglfirðinga en Skagfirð- inga að flugið til Sauðárkróks leggist af. Hann er meðal þeirra sem gengið hafa á íund sam- gönguráðherra, en ráðherra fundaði með sveitarstjómum Skagafjaraðar og Sigluijarðar nýlega. í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Runólfur m.a.: „Við viljum allt gera til að fluginu verði haldið áffam. Á sínum tíma var flogið til Siglufjarðar og þegar það var lagt af urðu hér mikil læti. Síðan komust á rútu- ferðir í tengslum við flug ís- landsflugs á Krókinn og við emm mjög sáttir við þá þjón- ustu. Siglfirðingar hafa nýtt sér þetta vel. Það er okkur stórt mál að flugið haldist og hér er beyg- ur í mönnum ef við missum þessa samgönguleið. Við þurf- um á margskonar þjónustu að halda frá Reykjavík og þar skiptir flugið okkur vemlegu máli”, segir Runólfur. Velheppnað brúð- kaup á Blönduósi Leikfélag Blönduóss frumsýndi á skírdag leikritið Smáborgarabrúðkaup eftir Brecht í leikstjóm Ingridar Jónsdóttur. Leikritið fer fram i dansal Félagsheimilisins og em áhorfendur þátttakendur í sýningunni. Leikritið gerist í brúðkaupsveislu Maríu og Jakobs og er farsakennd ádeila. Brúðkaupsveislan byijar vel en fljótlega fer allt að fara úr bön- dunum. Leikarar í sýningunni em 9 talsins, þau Egill Pálsson, Sylvía Rún Ellertsdóttir, sem leika brúðhjónin, Ragnhildur Ragn- arsdóttir og Þórarinn Torfason, leika foreldra brúðhjónanna, en brúðkaupsgestir em Valgerður Hilmarsdóttir, Valgeir Már Eggertsson Levý, Fanney Kristjánsdóttir, Guðmundur Karl Ellertsson, og Kristín Ingibjörg Lárasdóttir. Undirleikari er Þómnn Ragnarsdóttir. Á veffniðlinum Húnahom- inu segir að hér séu á ferðinni ungir leikarar sem sumir hveijir em að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni og var eftir því tekið hve vel þau skiluðu sínum hlutverkum. Flísar - flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391 toyota :: tryggingamiðstöðin :: kodak express :: bækur og ritföng :: ljósritun í lit :: gormar og plöstun :: fleira og fleira bókabúdin BOKABUÐ BRYBcJABS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUóARKRÓKUR SÍMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - f>ii' ana í ■fjoisK.íidunni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.