Feykir - 01.12.2004, Page 2
2 Feykir 42/2004
Fréttatilkynning__________________
Frá Sparisiöði
Skagafjaroar
Á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hólahrepps sem
haldinn var 24. nóvember, var ákveðið að auka stofnfé
sparisjóðsins úr 22 m.kr. í 88 m.kr.
Vilji er hjá meirihluta stofn-
fjáreigenda að efla og styrkja
sparisjóðinn þannig að hann
verði betur í stakk búinn til að
þjónusta fyrirtæki og einstakl-
inga í Skagafirði sem og víðar.
Markmið sjóðsins er að verða
leiðandi fjármálastofnun í
Skagafirði.
Á fúndinum var jafnframt
ákveðið að sparisjóðurinn fengi
nýtt nafn sem hefði víðari
skírskotun en fyrra nafn.
Helstu rök fyrir nafnabreytin-
gunni eru þau að tengja
sparisjóðinn betur Skagafirði í
vitund fólks því ímynd
Skagafjarðar er almennt
jákvæð. Jafiiframt er mikilvægt
að Skagfirðingar allir upplifi
sparisjóðinn sem sinn eigin,
sína eigin fjármálastofnun.
Sparisjóðurinn heitir því
framvegis Sparisjóður Skaga-
fjarðar.
Stofnfjáreigendur kusu
sjóðnum nýja stjórn en í henni
sitja Sigurjón R. Rafnsson
aðstoðarkaupfélagsstjóri, Jón
E. Friðriksson framkvæm-
dastjóri, Sverrir Magnússon
bóndi, Magnús D. Brandsson
sparisjóðsstjóri og Gísli
Kjartansson sparisjóðsstjóri.
Virðingarfyllst,
Vilhjálmur Baldursson
sparísjóðsstjóri
Sparisjóði Skagajjarðar
Leiðari
86 ára lýðveldisafmæli
Sumarið 1918 komu samninganefndir íslands og
Danmerkur sér saman um lagafrumvarp sem byrjaði á þessa
leið: „Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sam-
bandi um einn og sama konung." Rílcisþing Dana og
Alþingi íslendinga staðfestu frumvarpið og það var síðan
samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu. Sunnudaginn 1.
desember 1918 var lýst yfir fullveldi íslands og fáninn
dreginn að hún.
Island varð frjálst og fullvalda ríki árið 1918.
Sjálfstæðisbarátta þjóðar er eilíft viðfangsefni. Við skulum
minnast þess að ekki eru nema 86 ár síðan þjóðin tekk full-
veldi eftir að hafa glatað því um árhundruð. Ráðamenn
verða að standa vörð um sjálfstæðið og ekki láta glepjast af
stundarhagsmunum eða persónulegum metnaði. Sporin
hræða.
Árni Gunnarsson
Óliáð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Feykir
Utgefandi:
Feykirhf.
Skrifstoía:
Aðalgötu21,
Sauðárkróki
Blaðstjórn:
Arni Gunnarsson, Áskell
Heiðar Ásgeirsson,
Guðbrandur Þorkell
Guðbrandsson, Herdis
Sæmundardóttir og Jón
Hjartarson.
RitstjóriSi
ábyrgðamiaður.
Árni Gunnarsson
arnig@krokur.is
Símar 455 7100
Blaðamenn:
ÓliArnarBrynjarsson
Pétur Ingi Björnsson
Símar.
4535757
Netföng:
feykirwkrokur. is
Askriftarverð:
210 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
250 krónur með vsk.
Póstfang:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Setning og umbrot:
Hinirsömusf.
Prentun:
\ Hvitt&Svartehf.
Ullarþvottastöð ÍSTEX á Blönduósi
Jóhann verksmiðjustjóri og Ragnheiður Ólafsdóttir í Finnstungu við færibandið
sem flytur ullina að vél sem tætir hana i sundur áður en hún fer í þvott. mynd ÖP:
Þvegið í 20 tíma
á sólarhring
Nú eru liðnar um sex vikur síðan ullarþvottastöð
ÍSTEX á Blönduósi var gangsett, en eins og flestum
mun kunnugt var talsverður aðdragandi að flutningi
hennar þangað.
Þvottastöðin er í norður-
hluta húss sem heimamenn
kalla Votmúla, en í sumar var
byggt við húsið þannig að
þvottastöðin hefur um 1400
fermetra gólffleti yfir að ráða.
Tíðindamaður blaðsins heim-
sótti þvottastöðina á dögunum
og hitti Jóhann Tryggva
Sigurðsson verksmiðjustjóra.
„Við erum komin með
þetta í það horf sem við viljum
sjá. Við gangsettum 12.
október og næstu tvær vikur
fóru í að koma þess öllu heim
og saman. Við erum búin að
keyra þetta á tveimur tíu tíma
vöktum á sólarhring virka daga
í unt fimm vikur. það fara í
gegn þrjú til þrjú og hálft tonn
af þveginni ull á hverri vakt.
Þetta er aðeins mismunandi
eftir hvernig hráefnið er. það er
heldur lengur verið að þvo
vetrarull en haustull. Það eru
komin í gegn á annað hundrað
tonn af ull síðan við byrjuðum.
Þetta eru lengri vaktir en
tíðkuðust í Hveragerði en það
gerum við til þess að vinna á
þeim miklu birðum af ull sem
söfiiuðust upp meðan engin
þvottastöð var starfandi," sagði
Jóhann.
Allur tækjabúnaður í þvotta-
stoðinni er sá sarni og notaður
var í Hverafgerði. Starfsmenn
á Blönduósi eru nú ellefu
talsins, tveir komu með stöð-
inni úr Hveragerði þótt ekki sé
afráðið hvort þeir flytji norður
en aðrir eru ffá Blönduósi og
nágrenni.
Jóhann segir að miklar
birgðir séu til af ull. Mest er í
geymslum í Hveragerði, Þórs-
höfii og Egilsstöðum og auk
þess hjá fjölda bænda víða um
land.
Hann segir að örugglega
verði að keyra þvottastöðina á
núverandi vaktafyrirkomulagi
til vors meðan verið er að vinna
á mestu birgðunum. En venjan
hafi verið að hafa aðeins eina
vakt í gangi yfir sumarmánuð-
ina enda berist þá mun minna
af ull til stöðvarinnar.
ÖÞ:
Hilmar Frímannsson ti/. frá Vélsmiðju Alla og Guðmann Valdimarsson frá
Rafþjónustu Hp voru að sinna tækjabúnaði stöðvarínnar. mynd ÖÞ:
21. skáldsagan komin út
Ný bók frá Birgittu
á Löngumýri
Ný skáldsaga er komin út eftir Birgittu Halldórs-
dóttur á Syðri-Löngumýri í Húnavatnssýslu. Nýja
bókin heitir Ókunna konan og er tuttugasta og fyrsta
skáldsaga höfundar en auk þess hafa komið út eftir
hana tvær samtaisbækur.
Ókunna konan er eins og
aðrar skáldsögur Birgittu
spennusaga og gerist í Reykja-
vík. Aðalsöguhetjan er kona
sem starfar hjá rannsóknarlög-
reglunni í Reykjavík. Hún og
fleiri persónur í bókinni komu
einnig við sögu í síðustu bók
höfúndar Tafl fyrir fjóra sem
kont út árið 2002 en þessi bók
er þó ekki ffamhald af hinni
heldur algerlega sjálfstæð saga.
Ekki er vafi á að fjölmargir
tryggir lesendur Birgittu fagna
útkomu þessarar bókar. I fyrra
kom engin bók út eftir
höfúndinn, sem vakti nokkra
athygli, því allt ffá árinu 1983
hafði komið út spennusaga
eftir hana fyrir jólin og skipað
henni meðal mest lesnu
spennusagna höfúnda lands-
ins.
Birgitta sagði í samtali að
þetta hlé á útgáfú hefði ekki
verið fyrir að hún væri hætt að
skrifa heldur hefði hún ákveðið
að taka því rólega eitt ár. Því
væri ekki að leina að mestur
frítími hennar undanfarin ár
hefði farið í að semja og skrifa.
Hún væri hinsvegar alls ekki að
hætta slíku, þó svo að ef til vill
dragi eitthvað úr útgáfu á
verkum hennar á næstunni.
ÖÞ: