Feykir


Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 4
4 Feykir 42/2004 Góður árangur í sauðfjárræktinni í Skagafirði 1000 fleiri gimbrar skoðaðar en í fyrra Margir góðir veturgamiir hrútar komu fram við skoðun í haust -Myndir: Eyþór Einarsson. Yfir 5000 lömb á 90 bæjum voru skoðuð í sauðfjárskoðun í Skagafirði í haust. Að sögn Eyþórs Einarssonar, sauðfjárrætkar- ráðunauts hjá Leiðbeiningamiðstöðinni kom mikið fram af góðum gripum í haust. Margir láta skoða stóran gimbrahóp og sameina þá lífgimbravalið og afkvæmarannsókn á hrútum búsins. Stefán Magnússon, bóndi á Þverá, heldur hér i hrútinn Gjafar, en sá er í hópi hæst stiguðu hrúta Skagafjarðar. Fullstigaðir voru 280 veturgamlir hrútar í haust. Þetta er nálægt því að vera helmingi fleiri veturgamlir hrútar en skoðaðir voru á síðasta ári. En í fyrra var stór árgangur sæðingalamba og þvi óvanalega mikið sett á af hrú- tum. í haust var meðalhrú- turinn 81 kg, 122 mm á legg og hlaut 81,7 stig. í þessum flok- ki eru það þrír hrútar sem eru mjög áberandi sem feður hæst stiguðu hrútanna og munu því setja mark sitt á Skagfirskt fé, meira en aðrir stöðvarhrútar. Þetta eru þeir Hylur og Lóði frá Hesti og Leki frá Sveinungsvík. Besti mælikvarði á kynbóta- gildi hrúta sem orðnir eru veturgamlir eða eldri er af- kvæmadómur þeirra. Þátttaka í afkvæmarannsóknum var geysilega mikil í ár og voru margir af veturgömlu hrút- unum að koma þar fram með glæsilegar niðurstöður. Sjá töflu 3 Óhætt er að segja að rækt- unin þokast áfram í rétta átt. Sífellt koma fram nýir einstakl- ingar sem eru betri en áður hefur þekkst, sameina góða gerð og litla fitu. Lykilástæða þess hverju miðar, er sá mikli brennandi áhugi sem er víða fyrir hendi og metnaður fyrir að ná árangri í ræktun sauðíjárins, þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst að bæta afkomu greinarinnar sem skyldi. I ár voru skoðaðar 4.610 gimbrar sem er 1.000 gimbr- um fleiri heldur en var skoðað á síðasta ári. Mikið kom fram af glæsilegum gripum og öflugum gimbrahópum. Fjölgar þeim búum ár frá ári sem eiga ffamúrskarandi lamba- hópa. Þetta eru búin þar sem fer saman markvisst ræktu- narstarf og vel heppnað eldi á féinu. heildina voru gimbrarnar hefur verið, þó ekki eins þung- ar og á síðasta ári. Þær voru svipaðar að gerð og eru meðaltöl fyrir frampart og læri þau sömu og í fyrra. Bak- vöðvinn var þó nokkuð minni að meðaltali og minna um mjög þykka bakvöðva. Kom þetta fram bæði hjá gimbrum, lambhrútum og veturgömlum hrútum. Leita má skýringa að einhverju leyti í hinu óvanalega þurra tíðarfari sem einkenndi TAFLA 2 Hæst stiguðu lambhrútar Skagafjarðar 2004 Uppruni Faðir Kg Fótl. Vöðvi Fita Lag Stig Syðra-Skörðugil Frosti frá Hesti 50 111 34 3 4 87 Hóll, Sæmundarhlíð Abel frá Ósabakka 52 110 32 3 5 86,5 Tunga Ljómi frá Brautart. 55 111 30 2 4 86,5 Syðra-Skörðugil Toppurfrá S-Skörðugili 50 111 30 2 4 86,5 Steinn Lækur frá Lækjahúsum 49 110 29 3 5 86,5 TAFLA 3 Hæst stiguðu veturgömlu lirútar Skagafjarðar 2004 svipaðar að vænleika og áður síðasta sumar. Nafn og uppruni Faðir Þungi Fótl. Vöðvi Fita Lag Stig Lóði frá Keldudal Lóði frá Hesti 95 119 40 6 5 86,5 TAFLA 1 ■ Muggurfrá S-Skörðug. Moli frá Hjarðarfelli 90 119 38 5 4 86,5 Fjöldi Vöðvi Lag Fita Framp. Læri Ull Fróði frá S-Skörðugili Un3' Styrmir frá KplrlnHal Lóði frá Hesti Styrmir frá Tröðum 94 92 119 125 37 36 4 6 4 4 86,0 86,0 4610 24,5 3,4 3,0 8,2 16,6 7,9 39,5 Segull frá Stóru-Ökrum Leki frá Sveinungsv. 96 120 36 6 4 85,5 Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal áttu hæst sigaðasta veturgamla hrútinn, Lóða frá Keldudal sem Guðrún heldur í á myndinni. Fullstigaðir voru ríflega 570 lambhrútar. í þeim hópi var að finna marga úrvals gripi og fóru þar fremstir í flokki synir sæðingarstöðvarhrútana. Sjá töflu 2 Sæðingar hafa stór aukist í Skagafirði á síðustu árum, sem verður að teljast sauðfjárræk- tinni á svæðinu til mikilla heilla. Þessa aukningu má skýra að iniklu leiti með því að þeim bændum hefur fjölgað sem lært hafa sauðfjársæðingar og stunda þær því í auknum mæli á sínum búum og einnig að nú er boðið upp á skipu- legar sæðingar árlega. Frá sauðfjaárskoðun i Flatatungu. Einar Gunnarsson heldurí hrútinn Stuttfót.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.