Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 4
4 Feykir 43/2004 Hilmir Jóhannesson skrifar „Oft er fiskur ekki við..." Söknuður er bakhliðin á gleðinni og sá sem hefur einhvers að sakna má þakka það liðna, þá hafa gefist gleðistundir. Veiðigleði er í mínum huga hrein og tær og mengunarlaus ánægja sem hægt er að una við þó veiðitími sé liðinn. Fleiri stundir fæ ég tæplega héðan af á Blöndubakka með alvöru stöng og hjól í hendi og tvíþríkrækjuspón á endanum. Þess vegna riíja ég upp mínar gleðistundir og gæli við söknuðinn. Mikið lærði ég af Ásbirni Skarphéðinssyni sem heitir auðvitað Böddi á Gili héðan af. - Ein ferð í Blöndu er vonlaus, það er ekki að marka nema fara fleiri, sagði hann og vissulega fórum við fleiri og margar marktækar. Hann kenndi mér líka að brýna því honum þótti spónn- inn besta veiðarfærið í Blöndu. - Þú skalt veiða á orminn góði rninn, sagði hann gjarnan. Einhvern tímann fengum við dag og þegar vestur kom úrskurðaði hann að ég ætti að byrja með orminn því áin væri maðktæk og - við Bósi komum á eftir, farðu bara með þína stöng og settu í hann, sagði Böddi. Fiskur tók snarlega og allt var nú sannarlega í blóma því ekki lét maður tólf pundara magatekinn draga sig langt heldur hélt stíft við og beið eftir löndunargenginu. Köllurn mínum var svarað að ofan og ég beðinn að vera rólegur, þetta væri allt í lagi, hann væri rétt að korna. ...niðurganga þeirra félaga Aldrei gleymi ég því þegar ég leit upp í stigann og sá hvar hjálparmaðurinn birtist. Sá var nokkið mikilúðlegur með kósakkahúfuna, kaffidót og veiðitösku á annarri öxlinni, með stöng, varastöng og háfinn í hægri hendi, en var með Bósa undir þeirri vinstri. Því þó Bósi væri merkilegur hundur gat hann ekki gengið rimlastiga. Ekki man ég glöggt hvernig þessi dagur endaði en ég gleymi aldrei hvað ég skemmti mér konunglega yfir niðurgöngu þeirra félaga. Ótrúlega margt brölluðum við Böddi í veiðistússi fortíðarinnar. Bæði seiðaeldi og gildruveiði við Höfðavatn og leit að risafiskum í Hofsá. Áttum líka trillu sarnan og man ég þegar við vorum inn í Álbotni og fengunt lítið og þá stakk hann upp á því að - fara þar sem við vorurn áðan góði minn, þarna þúfan í píanóið. Sem mér þótti mjög lýsandi mið og sagði Sigfúsi Agnari Sveinssyni frá en hann þekkti öll mið á Skagafirði að eigin sögn en hafði þó aldrei heyrt unt þetta og reyndi því að festa það í mynni sínu með vísu. Oft erfiskur ekki við, ef á sjó er róið. Þá er að reyna þrautamið -þúfan í píanóið. Píanóið var auðvitað félagsheimilið Ljósheimar en hvar þúfan var man ég ekki lengur. Þetta með að fá tilfinningar fýrir Blöndu fundu fleiri en við Böddi. Engin á sem ég hef veitt í hefur á sarna máta örvað sjötta skilningarvitið. Gestir sem gripu stöng hjá mér fengu svo oft fisk að það var langt út fýrir eðlileg líkindi. Einn fann maður vel ef einhver var í stuði og lét hann þá hafa stöngina og gátu rnenn dottið í stuð af mörgum ástæðum. ...þetta má ekki koma fyrir! Að háfa var flókin aðgerð og eins gott að allir væru samstíga ef lukkast átti. Eftir einu atviki man ég glöggt. Þá háfaði ég fisk af hjá Bödda og hann snögg- reiddist og skellti á lærið á sér og sagði: „Þetta má ekki koma fýrir!!" Ég var alveg sammála en gat lítið sagt nerna hann skildi reyna aftur því nú væri hann þó reiður. Engu svaraði hann, gnýtti útí og setti í fisk um leið og þá var tekið á stönginni en fiskurinn ekki stór svo hann kom í viðbragðinu upp á bakka og ég kastaði mér og náði að góma hann. „Nú er lítið traust á háfaranum", sagði ég en þá tók sig upp smábros hjá stangar- manni sem sagði að þetta væri nú svoddan tittur. Ég vildi að hann notaði stuðið sem væri ekki búið. 1 það skipti þurfti hann fjögur köst áður en hann setti í og þá háfaði ég eins og snillingur og sól skein í heiði. Eitt skipti komum við rétt klukkan sjö og áttum suðurbakkann. Báðar stangir að norðan fóru niður með fisk þegar við vorum að gera okkur klára og ég var fokvondur og hélt því fram að þeir hefðu byrjað fýrir klukkan sjö. „Það er í lagi góði minn, þeir veiða ekki okkar fiska," sagði Böddi. Ekki varð ég kátur þegar við komum niður og þar voru þeir að þvo 18 punda fisk og sögðust hafa misst annan stærri sem fór niður en veiðimennirnir bæði latir og stirðir svo þeir rifu úr honum á horninu. Þeir sögðu að það væri - í lagi því hér er nógur fiskur. Þá brosti Böddi og sagði að sér þætti öruggara að telja þá í pokanum en í ánni og svo sagði hann mér að byrja - því mér sýnist þú stuði núna, góði minn! Þennan dag fengum við 14 laxa og vorum ekki til klukkan 10, en þeir sem voru með okkur á bakka fengu bara þennan eina 18 punda sem vissulega var stærstur en stakur líka. Einhverja fiska misstu þeir. Því er ekki að leyna að við vorum ekkert óánægðir á heimleiðinni og spurningunni um það hvort ég vissi af hverju við fengum svona mikið svaraði ég hiklaust með því að við værum svo snjallir. Þá hló Böddi og sagði - nei góði minn, en við misstum engan því við nenntum að hlaupa. Ef til vill rifja ég seinna upp aðrar sögur ef þannig stendur á spori. Ef til vill tek ég skakkan pól í hæðina, en ég hef þá fýrr farið á þrautamið - þúfúna í píanóið. Hiltnir Jóhatmesson Teikningar: Bjöm Björnsson MINNING Guðný Ásdís Hilmarsdóttir 4. maí 1936 - 28. október 2004 Hinsta kveðja ffá eiginmanni hinnar látnu. Kveð þiggóða Guðný niín, gleðitáknið varstu. Mér er Ijúfi að minnast þín, mannkostina barstu. Andinn berst á œðra svið, ei mun njóta tafar. Hljómar lag efhittumst við hinumegin grafar. Vinurgóður varstu mér veittirstyrk í þrautum. Ljósiðfriðar lýsi þér, lista á nýjum brautum. Sveinn Skagfjörð Pálmason Komin er nú kveðjustund, kynnin viljum muna. Þá ergott tneðglaðri lund, að geyma minninguna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.