Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 8
Fevkir Óháð fréttablað m á Norðurlandi vestra 8. desember 2004 :: 43. tölublað :: 24. árgangur O Shei 1 ÍpFMzFfl Sími: Æ6+í 453 6666 ViDEg \ Sími: 453 6622 Skagafjörður Vesturfarasetrið fékk 54 milljónir frá Alþingi Frá Hofsósi. Alþingi samþykkti á dögunum að veita Vesturfara- setrinu á Hófsósi 54 milljónir króna til rekstrar setursins til ársins 2008. Féð fer meðal annars til frekari jarnanum á Hofsósi vegna uppbyggingar á gamla þorpsk- þjónustu og afþreyingar fyrir fólk af íslenskunt ættum sem býr í Norður-Ameríku. Valgeir Þorvaldsson er for- stöðumaður setursins og hann segir féð koma sér vel. Mikil aukning hefur orðið á þjónustu setursins síðan starf- serni hófst árið 1996. Byggðasafn Skagfirðinga færstyrk úr Kristnihátíðarsjóði Þann 1. desember síðasdiðinn veitti Kristnihátíðarsjóður Byggðasafni Skagfirðinga 800 þúsund króna styrk til úrvinnslu og greiningar beina úr kirkjugarðinum í Keldudal í Hegranesi. Þá veitti sjóðurinn Hóla- rannsókninnni, sent er sam- starfsverkefni Byggðasafnsins, Þjóðminjasafns íslands og Hólaskóla, hæsta styrkinn 11 milljónir. Það er í þriðja sinn sem rannsóknin hlýtur hæsta styrkinn. Þess má geta að Hóla- rannsóknin er viðamesta forn- leifarannsókn á landinu í dag. Mikið að gera hjá lögreglunni á Króknum í gær Þijú óhöpp einn fullur Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Skagfirðingabrautar og Hegrabrautar og þurfti að fjarlægja báða bilana með kranabíl. Mynd Pétur. Þrjú umferðaróhöpp urðu á jafn mörgum klukkutímum frá hádegi þar til síðdegis á Sauðárkróki í gær. Sex bílar skemmdust. Engin slys urðu á fólki. Hált var á götum. Tvær bifreiðar skullu sarnan á gatnamótum Skag- firðingabrautar og Hegra- brautar og þurfti að fjarlægja þær báðar með kranabíl. Á Skagfirðingabraut á móts við sundlaugina varð aftanákeyrsla og einnig rákust saman fólksbíll og jepplingur við Sauðárkróksapótek á Hólavegi. Þá var ökumaður bifreiðar stöðvaður á Sauðár- króki í gær grunaður um ölvun við akstur. Austur-Húnavatnssýsla Nýtl 350 fm hesthús í Arnargerði Tveir athafnamenn, þeir Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson, hafa á rúmiega þremur mánuðum reist tæplega 350 fm hesthús sem rúma mun 35 hesta þegar mest lætur. Einnig er mjög góð aðstaða í húsinu fyrir starfsfólk og fleiri. Stefiit er að því að taka húsið í notkun í þessari viku en til að byrja með verða þarna um 20 hestar. Þeim mun fljótlega fjölga þannig að eftir áramót verða allir básar í notkun. I húsinu er pláss fyrir allt að níu graðhesta og verður nægt pláss fyrir hestana á hverjum bás. Gangurinn í miðjunni er óvenju breiður en það gerir alla vinnu í húsinu þægilegri og notendavænni. Að staðaldri munu 2 starfs- menn vera í vinnu við tamningar og annað sem viðkemur rekstri hússins. Heimild og mynd: www.huni.is og óskaði þeirn velfarnaðar. Flogið verður þrjá daga í viku og þar af tvisvar á dag tvo dagana. Fjórtán farþegar komu með vélinni í dag og fóru fjórir þeirra með flugrútunni á Siglufjörð en flug þetta þjónar einnig Siglfirðingum. Landsflug á von á tveimur nýjum flug\'élum sem ætti að verða til að auka þjónustuna. Sveitarstjóri afhenti fulltrúum Landsflugs blóm í fyrsta stoppi. Landsflug flýgur þrjá daga í viku á Krókinn_ Áætiunarflug hafið á ný Áætlunarflug til Sauðárkróks hófst á ný síðastliðinn föstudag þegar flugvél frá Landsflugi lenti á Alexandersflugvelli kl. 14. Ársæll Guðmundsson sveit- tilefnið og Brynjar Pálsson arstjóri afhenti ffamkvæmda- formaður samgöngunefndar stjóra Landsflugs blóm við færði áhöfii vélarinnar góðgæti Flísar ■flotgólf múrviðqerðarefni toyota :: tryggmgaimðstöðin :: kodak express :: bækur ogritföng :: ljósritunílit bókabúðixt gormar og plöstun :: fleira og fleira BOKABUÐ BRYBcJAKS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐARKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -rírjr ana í •rjbisKíidinnii

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.