Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 3

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 3
43/2004 Feykir 3 — . ii Hjalti Þórðarson skrifar Hugleiðingar i reiðvegamál í Skagafirði í Skagafirði er boðið upp á margt tengt hestamennsku. Þar má nefna Landsmót fjórða hvert ár, reiðhallir, Hólaskóla, sýningar, stóðréttir, góða hesta og ágætis hestamenn. Þrátt fyrir allt þetta er staðreynd að innan héraðsins eru fáar opnar boðlegar reiðleiðir. 1 þeim málaflokki þurfa menn svo sannarlega að taka til hendinni og bretta upp ermar á næstu árum ásamt því að marka sér einhveija raunhæfa stefnu til úrbóta. Við viljum geta boðið gestum í Skagafjörð til að stunda hestamennsku og í ferðir innan héraðsins án teljandi erfiðleika. Eins þurfa þeir sem stunda tamningar og útreiðar að komast eitthvað annað og meira en kringum húsin hjá sjálfúm sér. Hvernig er t.d. að komast ríðandi milli Sauðárkróks og Hóla, eða milli Sauðárkróks og Vindheimamela svo ekki sé nú talað um milli Vindheimamela og Hóla. Milli allra þessarra staða er ófært í dag nema eftir akveginum á stórum köflum. Því nennir enginn hestamaður enda eiga hestar alls ekki að vera á akvegum með þeirri slysahæt- tu sem því fylgir. Þrátt fyrir að staðan sé ekki nógu góð hefúr þó eitthvað áunnist á síðustu árum og er það vel. Aðallega hafa þær úrbætur falist í gerð slóða meðfram akvegunum. Það verk er bráðnauðsynlegt og löngu tímabært en það dugar bara ekki til. Víða eru erfið svæði, ill- leysanlegir flöskuhálsar, og þar fyrir utan eru reiðvegirnir víða alltof nálægt akvegunum. Til að bæta ástandið hefur verið hugmynd, sem verður vonandi að veruleika, um alvöru reiðleið sem liggja mun urn fjörðinn þverann og endilangann með tengingum við önnur héruð. Urn miðhéraðið mun leiðin (hægt að kalla hana stofnleið) liggja norður-suður um Hegranes, Borgareyju, Vallhólm og Reykjatungu. Af þessarri stofúleið verður að komast inn á hálendið í framhéraði Skaga- fjarðar um Mælifellsdal og Vesturdal. Til vesturs a.m.k. um Vatnsskarð og Gönguskörð og til austurs um Hörgárdalsheiði og Heljardalsheiði. Til norðurs þarf svo að komast til Siglu- fjarðar um Sigluljarðarskarð og til Ólafsfjarðar um Ólafsfjarðarskarð. Tengingin þarf að vera sérstaklega góð milli þétt-býlisstaðanna og þarf stofúleiðin að liggja þar um eða mjög nálægt. Stofhleiðin þarf helst að vera fjarri fjölförnum akvegum og þola allmikla umferð hesta. Þar sem ekki er um neinar aðrar leiðir að velja verður þó stofnleiðin að liggja meðff am akvegunum. Gegnum lönd bænda verður að vera gengið þannig frá öllum hnú- tum að frjáls og óhindruð umferð sé án truflunar fyrir lan- deigendur. Víða er hægt að nota gamlar þjóðleiðir og götur sem þarf ekki annað en að opna, ef til vill með smálagfæringum og/eða girðingum og hliðum. Þessarri stofnleið geta svo tengst aðrar leiðir m.a. þær sem liggja meðffam akvegunum og þær sem þola minni umferð. Framundan er því mikil vinna við að leysa úr þessu brýna verkefni. Trúlega er það hægt með vilja og ákveðni og það á tiltölulega skömmum tíma. I því ferli verður að trygg- ja að leiðarvalið fari inn á skipu- lag sem nú er í vinnslu hjá sveitarfélaginu, fái þar nauðsyn- lega kynningu og fólki gefist kostur á að koma með athugasemdir og leiðréttingar. Einhverjar krónur mun þetta verk kosta en trúlega munu þær krónur koma margfalt til baka með auknum ferðamanna- straumi og jákvæðari ímynd. Hjalti Þórðarson Golfklúbburinn Hvammur í Húnaþingi vestra Golfklúbbnum valið nafn Síðastliðið sumar fór fram nafnasamkeppni Golfklúbbs í Húnaþingi vestra og á dögunum voru veitt verðlaun fyrir besta nafnið. Allnokkrar tillögur bárust og sumir sendu inn fleiri en eina. "Golfklúbburinn Hvamm- ur" varð hlutskarpast og voru fleiri en einn með þá tillögu. Það kom því í hlut stjórnar golfklúbbsins að draga á milli þeirra einstaklinga sem höfðu það nafn. Sigurvegarinn varð Karín Kristín Blöndal og hlaut hún 10.000 króna gjafabréf frá Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Veitti hún skjalinu viðtöku á heimili sínu á dögunum og bauð hún stjórn golfklúbbsins uppá kaffi og með því. Á næstunni mun Golf- Karín Blöndal veitir gjafabréfinu viðtöku úr höndum gjaldkera Golfklúbbsins Hvamms, Halldórs Sigfússonar. klúbburinn Hvammur halda almennan kynningarfúnd þar sem kynnt verður m.a. tillaga um staðsetningu fýrirhugaðs golfvallar. Verður þessi fúndur nánar auglýstur á næstu dögum. Heimild: www.1orsvar.is CJBSOiJ Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Síml: 455 «000- Slmbréf: 455 4010- PósthólfrJO frá Heilbrigiisstofnuninni Sérfræðikomur í janúar Vika Nofn sérfræðings 2 Edward Kiernan 3 Siguríur Albertsson 4 Hafsteinn Guijónsson 5 Bjarki Karlsson TÍMAPANTANIK í SÍMA 455 4022 Sérgrein kvensjúkdómalæknir alm. skurðlæknir þvagfæralæknir bæklunarskurðlæknir Könnmin Hvert eftirtalinna jólalaga er í mestu uppáhaldi hjá þér? Líður að jólum með Stebba Hilmars! (9.5%) Yfir fannhvíta jörð með Pálma Gunn! (16.6%) Last Chrístmas með Wham! (12.5%) Er líða fer að jólum með Ragga Bjarna! (12.5%) White Christmas með Bing Crosby! (15.9%) Ef ég nenni með Helga Bjöss! (22%) Do They Know Its Christmas með Band Aid! (11.1%) Hægt erað taka þátt i könnunum sem birtast I Feyki með því að fara inn á heimasíðuna Skagafjörður.com og kjósa þar. Itfofar Andrés tekur við sem slökkviliðsstjóri Stjórn Brunavarna A-Hún. samþykkti á fundi sínum í gær að skipa Andrcs I. Leifsson næsta slökkviliðsstjóra frá og með l. desember 2004 en Bragi Arnason sem gengt hafði því embætti um ára- bil hætti í sumar og þakkaði stjórnin honum fyrir samstarfið. 1 millitíðinni höfðu þeir Andrés og Hilmar Frímannsson gegnt starfinu saman. Andrés var ráðinn í 67% stöðu sem slökkviliðsstjóri en samtímis því gegnir hann 33% stöðu í þjónustumiðstöð Blönduóssbæjar. Heimild: www.lwni.is Fjölskylduhátíðin Á dögunum héldu SKJÁREINN og Síminn fjölskylduhátíð á Hvamms- tanga í tilefni af því að nú nást útsendingar SKJÁSEINS þar. Má segja að langþráður draumur Hvammstangabúa hafi ræst þegar Símamcnn bönkuðu upp á hjá íbúum staðarins og aflientu mynd- lykla og tengdu við ADSI.-kerfið. Fjölskylduhátíð SKJÁSEINS byijaði kl. 17:00 og mættu nokkuð margir íbúar Húnaþings vestra. Villi úr 200.000 Naglbítum kynnti dag- skrána. Að lokinni þeirri sýningu var stutt hlé gert og var öllum boðið upp á kók og ýrnis konar góðgæti. Einnig gátu íbúar leitað ráðlegginga hjá starfsmönnum Síntans á meðan hátíðinni stóð. Að loknu hléi stjórn- aði Villi Naglhítur Bingói, spilaðar voru 3 umferðir og veitt voru vegleg vcrðlaun. Heimild: www.forsvar.is Daníel Karlsson var fyrsti vinningshafi kvöldsins og hlaut hann m.a. mikið magn af klósettpappir I verólaun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.