Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 5

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 5
43/2004 Feykir 5 GLEFSUR UR RISSBLOKKINNI eftir ÞORHALL ASMUNDSSON Magnaður þáttur af Hjörleifum í Skagfirðingabók Langt er síðan að ég hef komist í eins gott lesefni og núna á dögunum þegar að nýja Skagfirðingabókin barst mér í hendur. Þar er langur þáttur um þá Hjörleifana á Gilsbakka, einkum þann yngri; Kristinsson. Gunnar Oddsson bóndi í Flatatungu ritar og gerir það listavel, þannig að unun er aflestrar. Þeir voru miklir snillingar Hjörleifarnir á Gilsbakka. Pistilritari átti eilítil kynni af Hjörleifi Kristinssyni. Hjör- leifur leit stundum við á rit- stjórninni. Nokkrum sinnum kom hann með greinar eða frásöguþætti til birtingar og stundum kom hann bara til að rabba um daginn og veginn. Ég man það mjög vel þegar Hjörleifur kom þessara erinda í fyrsta sinn. Það sem vakti eftirtekt var þessi mikli hæfi- leiki hans sem sögumaður og næmleikinn fyrir þessu smáa og skemmtilega í umhverfinu. Þessi mikla jákvæðni, það þurfti ekki að vera stórt atriði sem gladdi hann. Mig minnir að hann hafi einmitt verið að segja frá því í þetta skiptið þegar hann var staddur út á Eyri að versla í byggingarvöru- versluninni, og varð það á að missa smápening, eða eitthvað slíkt úr vasanum, man það ekki nákvæmlega. Það var lítil stúlka sem sá þetta og rétti Hjörleifi. Hjörleifur gladdist við og úr þessu litla atriði varð skemmtileg saga hjá honum. Vitaskuld var inngangur að þessari sögu hjá Hjörleifi og beitti hann þá þeirri tækni sem hann réð svo vel yfir, að leiða hlustandann eða lesandann, smám saman að kjarna sögun- nar, og athyglinni var haldið vel við efnið ffá upphafi til enda. I “gúrkutíðinni” var oft gott að leita til Hjörleifs, einbúans og póstsins í Austurdalnum. Þegar haustaði og veturinn lagðist að hringdi blaðamaður gjarnan í Gilsbakka til að ffá ffegnir þaðan ffemra. Og þó að ekki væri að búast við neinum stórtíðindum, þá brást það aldrei að Hjörleifur gat alltaf fóðrað blaðamenn með ein- hverju sem glöggt auga hans hafði veitt eftirtekt, og stíllinn lét ekki á sér standa í frásögninni. Það var ekki komið að tómum kofanum þar. Já, það er virkileg ástæða til að þakka fyrir mjög svo skemmtilegan þátt í Skag- firðingabók og gaman að slíkur metnaður sé jafnan lagður í útgáfú þessa rits að Sögufélagi Skagfirðinga er sómi af. Svona til gamans fyrir þá sem enn hafa ekki komið því í verk að gerast félagar í Sögufélaginu og fá því ekki Skagfirðingabók, þá tek ég bessaleyfið og birti skemmtile- ga sögu, sem reyndar er kunn mörgum Skagfirðingum, og er skemmtilega skráð af þáttarskrifara, þar segir frá þeim frábæra hæfileika Hjörleifs eldri að þjálfa hunda sína. Einhverju sinni fór Hjör- leifur ríðandi út að Silfra- stöðum þar sem hann skildi eftir hest og hnakk og tók bíl til Sauðárkróks. Lappi varð eftir á Silfrastöðum og lá hjá hnakknum. Nú gekk ferðin svo fram hjá Hjörleifi að hann kom ekki að Silfrastöðum í bakaleið en hélt áfram með bíl fram fyrir Norðurá og heim. Morguninn eftir bað hann Jóhannes bónda á Silfra- stöðum að reka Lappa af stað heim og þá mundi hann skila sér. En það gekk ekki eftir og var hundurinn ófáanlegur til að yfirgefa reiðtygi húsbónda síns. Gekk svo ffarn að hádegi. Þá biður Hjörleifúr Jóhannes að bera Lappa inn og láta símtólið við eyrað á honum, hann ætlaði að prófa að tala við hann. Lappa var svo komið að símanum og Hjörleifur talaði við hann, kvaðst vera kominn heim og nú ætti hann að yfirgefa hnakkinn og koma heim. Og það var eins og við manninn mælt að Lappi hlýddi húsbónda sínum og rölti af stað og hóf sína 14 km göngu heim í Gilsbakka. Á þessum tíma var það öruggle- ga einsdæmi að talað væri við hund í síma og að hann hlýddi þeim boðum. Og húmor Hjörleifs Kristinssonar kemur vel ffarn í kveðskap hans. Þessa vísu gerði hann meðan hann beið eftir viðtali við fulltrúa kaupfélagsstjóra. Hér sit ég á biðstofu Mður höjðingjans kenjum. I iiáskóla reynslunnar samvinnustefhuna lceri. Ég minnistþess núna hvað mérfannst oft bölvað á grenjum að margheyra í refhum en komastekki ífæri. Þórhallur Ásmundsson Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 3,7% vexti, bnndin í 3 ár og verðtryggð Sn.mvinnubóJfln rr mrð lausn bindingu, nafnvextir 5,8%, ársávöxtun 5,88% Hafiðliið séð beiri uextiP Innlánsdelld KS SAMVINNUBðKIN og KS-BÚKIN Fiðlusveit Tónlistarskólans leikur fyrir viðskiptavini frá kl. 15 Jóhann Már Jóhannsson kynnir og áritar nýja diskinn frá kl. 16 á laugard. verður hjá okkur áföstudag kl. 17:30 Þeir taka lagið og áritar nýja diskinn OC,' JÓl.lKI kOODA 20-25% afslætS! a— Hamborgarhryggur kr. 799 kg. ^ \ Kjötvinnsla KS V kynnir Á hátíðamatinn L frákl. 14-18 ■ { á iaupardau & Kl. 14 á laugardag seljum við 1 tonn af appetsínum og 1 tonn af kartöflum hinir sömu sf

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.