Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 1

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Mesta mildi að þrjú ungmenni björgðust úr brennandi húsi Pitur lést í eldsvoða á Sauðárkróki Um klukkan ellefu síðastliðinn laugardagsmorgun var Siökkvilið Sauðárkróks kallað út þar sem eldur var í íbúðarhúsi við Bárustíg á Sauðárkróki. Úthlutað 3200þorskígildistonna byggðakvóta 660 tonna byggðakvóti á NorðvestuHand Mikinn reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. 21 árs maður lét lífið í elds- voðanum en reykkafarar slökkviliðsins fúndu meðvit- undarlausan pilt inni í húsinu og var honum bjargað á síð- ustu stundu. Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piitinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Áður hafði ungur maður náð að komast að sjálfsdáðum ofan af svölum og þá hafði stúlka sem var í húsinu verið hvött af vegfarendum til að stökkva út um glugga á efri hæð hússins þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Helgistund í kirkjunnni Helgistund var í Sauðárkróks- kirkju daginn eftir eldsvoðann og voru á milli 400-500 manns í kirkjunni að talið er. Haft er eftir Guðbjörgu Jóhannesdóttur sóknarpresti á Sauðárkróki að um bænastund hafi verið að ræða þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst. Einnig var minnst á slökkvi- liðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Rannsókn í gangi Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofú hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru. Rannsókn- arlögreglunrenn frá ríkis- lögreglustjóra og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík komu til Sauðárkróks til að aðstoða við rannsókn brunans. Maðurinn sem lést í brunanum hét Elvar Fannar Þor\'aldsson, 21 árs til heimilis á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus. Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskveiði- árið 2004/2005. Samtals er úthlutað á svæðið frá Ströndum að Siglufirði um 660 tonna byggða- kvóta. Yfir landið er úthlutað 3200 þorsk- ígildum til 40 byggðar- laga í 32 sveitarfélögum. Drangsnes fær úthlutað 30,5 þorskígildistonnum, Hólmavík, Hvammstangi og Blönduós fá úthlutað 69 ton- num hvert byggðarlag. Skagstrendingar fá 138 tonn Hofsós tæplega 78 tonn og mest á Norðvesturlandi fá Siglfirðingar eða 205 þorskígildistonn. Samkvæmt ákvæðum lag- anna skal byggt á tveimur meginsjónarmiðum. Annars Ný sjónvarpsmynd um Austurdal í Skagafirði er á lokastigi. Tökum lauk í nóvember og er stefnt að lokafrágangi í vik- unni. Myndin verður urn 45 mínútna löng og hefst 17. júní er Stefán Hrólfsson gangna- foringi á Keldulandi rekur upp hross sín í sumarhagana. í myndinni er Stefáni og félögum hans fylgt eftir í göngum í haust og vetur. Þá er vegar skal úthlutað byggða- kvóta til rninni byggðarfélaga sem lent hafa í vandræðum vegna samdráttar í sjávarút- vegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski. Hins vegar skal úthluta til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiski- skipa sem gerð hafa verið út og landað hafa í viðkomandi byggðarlögum og sem hafa haft veruleg áhrif á aU'innuás- tand í byggðarlögunum. Ekki er úthlutað til byggðarlaga sem hafa fleiri en 1500 íbúa. Áformar ráðuneytið að flýta umsóknar- og afgreiðslu- ferlinu á næsta ári þannig að byggðakvótaúthlutun geti farið fram á sarna tíma og önnur úthlutun fyrir fiskveiðiárið 2005/2006. einnig Ábæjarmessu gerð góð skil í myndinni. Ráðgert er að frumsýna myndina fyrir aðstandendur í Skagafirði í desember og er stefiit að sýningu í sjónvarpi á næsta ári. Myndin hefur að geyrna mörg myndskeið af hrikalegri og fallegri náttúru Austurdals og meðal annars var tekið upp við Fossá, en ekki er vitað til að hún hafi áður verið kvikmynd- uð. ALMENN RAFTÆKJAÞJONUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA —Cléhfltff ehj Aðalgötu 24 • Sauðárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019 Bflaviðgerðir, hjólbarðaviðgerðir, réttingar og sprautun bílaverkstæði Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5141 Mynd um Austurdal í Skagafirði_ Vinnsla myndarinnar á lokastigi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.